Þjóðviljinn - 01.06.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Page 9
Penderecki og sálumessa hans Ekki verður yfir því kvartað að Listahátíð byrji í smáum stfl: þeg- ar á fyrsta degi hennar verður flutt eitt helsta afreksverk nú- tímatónlistar, Pólsk sálumessa eftir Krzystof Penderecki. Höf- undur sjálfur stjórnar Fflharm- óníukórnum í Varsjá og Fflharm- óníuhljómsveitinni i Poznan. Á sunnudag fltyja þessir um það bil 200 pólsku tónlistarmenn svo m.a. Stabat mater Szyman- owskis og Pianókonsert Chopins undir stjórn Woiciechs Michni- ewskis. Krzysztof Penderecki er nú sagður skipa sess í pólsku menn- ingarlífi svipaðan þeim sem Chopin átti sér á sínum tíma. Hann er fæddur árið 1933. Sautján ára gamall tók hann sig upp frá heimaborg sinni og hélt til Krakow: stóð hugur hans þá einkum til bókmennta og heimspeki. Það var ekki fyrr en á 21sta aldursári að Penderecki ákvað að gerast tónskáld og hóf nám við Tónlistarháskólann í Krakow. Árið 1956 urðu mikil umskipti í Póllandi. Miðstýringarkerfi póli- tískrar nytjastefnu í listum hrundi og pólskir listamenn tóku sér meira frelsi en grannar þeirra í álfunni austanverðri. Og ekki leið á löngu þar til Penderecki varð einmitt einskonar samnefn- ari fyrir sérstæðan lífsþrótt pólskrar samtímamenningar, þar sem saman koma með einatt óvæntum hætti framúrstefna, trú- rækni og afskiptasemi af samfé- lagsvandamálum. Árið 1959 varð Penderecki skyndilega frægur: hann lagði inn þrjú verk í samkeppni fyrir ung tónskáld og vann öll fyrstu verð- launin þrenn. Síðan hefur hann mörg verk sér til heimsfrægðar unnið, og notið þá góðs af hug- kvæmni sinni og mennsku, sem mæla á tónmáli okkar tíma en sækja þrótt í samanlagða tónlist- arsöguna. Hann hefur samið sterka og áhrifamikla Lúkasar- passíu ( 1965), kórverk til minn- ingar um fórnarlömb feikna- morða í Hiroshima og Auschwitz, óperur, sellókonsert, víólukonsert, sinn pólska páfa hefur hann heiðrað með Te Deum, tveggja alda afmæli Bandaríkjanna hefur hann haldið upp á með Paradísarmissi, verki sem byggir á kviðu Miltons. Pólsk sálumessa var frumflutt árið 1984. Þessu mikla verki hef- ur verið líkt við syntesu, þar sem byggt er á mikilli hefð kristilegrar kirkjutónlistar á latínu og þeirri sáru pólsku lífsreynslu, sem einn- ig á okkar öld fær áhrofendur úr fjarska til að líta á Pólverja sem píslarvotta meðal þjóða. Fflharmóníukórinn í Varsjá var stofnaður 1952. Hann hefur á dagskrá sinni allt frá gregórískum tíðasöng til spánnýrra verka sam- tímatónskálda - kórinn flytur reyndar á sunnudag Stabat Mater Szymanowskis, þar sem skapandi áhugi tónskáldsins á pólskri þjóð- legri tónlist kemur fram á einkar geðþekkan hátt. Hljómsveitin frá Poznan var stofnuð 1947 og hefur getið sér gott orð, m.a. á tón- listarferðalögum í austur og vest- ur og svo fyrir frumflutning á mörgum verícum nýsmíðuðum. áb tók saman Penderecki: tónlist hans erfrumleg í besta máta og um leið manneskjulegri en flest það sem fram hefur komið á síðastliðnum áratugum. Gallerí Svart á hvítu Tíminn er mikilvægastur Nú stendur yfir sýning á verk- um Jóhanns Eyfells í Gallerí Svart á hvítu, og er sýningin hluti af dagskrá Listahátíðar 1988. Jó- hann er búsettur í Bandaríkjun- um, og hefur aðeins einu sinni haldið einkasýningu hér á landi, þegar hann sýndi verk úr áli, járni og kopar á heimili bróður síns árið 1961. Jóhann fór fýrst til Bandaríkj- anna árið 1945, þar sem hann stundaði nám í arkitektúr, skúlp- túr og málaralist. Hann lauk námi í arkitektúr frá University of Florida árið 1953. Árið 1960 sneri hann sér að listunum fyrir alvöru, aðallega að skúlptúr. í sýningarskrá frá árinu 1961 segir hann meðal annars: „Ég vil vinna í anda frummannsins, sem horfði agndofa á veraldarundrin og „skapaði" sér guð. Árin 1964 og 1968 sýndi Jó- hann í Listamannaskálanum í Reykjavík ásamt Kristínu konu sinni, en hún sneri sér að skúlptúr að loknu sálfræðinámi í Banda- ríkjunum. Þau Jóhann og Kristín voru búsett hér á landi á árunum 1965-69, en þá kenndi Jóhann við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Frá árinu 1969 hefur hann gegnt prófessorsstöðu við Uni- versity of Florida, í Orlando, Bandaríkjunum. Síðan 1968 hef- ur Jóhann tekið þátt í einni sýn- ingu hér á landi, en hann var einn af 10 gestum Listahátíðar á Kjar- valsstöðum árið 1984. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu eru verk unnin úr pappír og einn skúlptúr. Jóhann kallar pappírsverk sín Paper Collapti- ons, eða pappírssamfellur. Þau verk eru unnin þannig að pappír er pressaður undir þungu fargi í mót úr ýmsum málmum. Mótið eða stimpillinn ummyndar papp- írinn og fargið, sem oft er sandur og blautur jarðvegur, hefur einn- ig áhrif á pappírinn. Verkin eru kennd við Næmis- hyggju eða Móttækileika, svo ef- tilvill er Jóhann ennþá að velta fyrir sér veraldarsýn frummanns- ins. í viðtali við bandarískt listtímarit segir Jóhann meðal annars um pappírsverk sín: „Tíminn hefur alítaf verið mikil- vægur þáttur í verkum mínum. Tímahugtakið hefur fyrir mér alltaf verið torræðara en rýmis- hugtakið eða orka. Tíminn er mikilvægastur. í pappírsverkun- um virðist tíminn skreppa saman og verða að engu.“ Sýningin í Gallerí Svart á hvítu stendurtil 15. júní, og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00- Fiðla og píanó Annað kvöld kl. 20:30 halda Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari og Joanna Lee píanóleikari tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, F. Kreislerog S. Prokof- iev. Bryndís hóf fiðlunám átta ára, og stundaði fyrst nám við Barna- músíkskólann í Reykjavík, síðan við Tónlistarskólann og lauk það- an einleikaraprófi vorið 1984. Undanfarin fjögur ár hefur Bryndís verið við framhaldsnám við Juilliardskólann í New York, og lauk þaðan MM (Master of Music) prófi í vor. Joanna Lee er fædd í Hong Kong. Hún hóf píanó- og flautu- nám sex ára gömul. Hún var við framhaldsnám við The Royal College of music í London á ár- unum 1982-1985. Síðan haustið 1985 hefur hún verið við nám í Columbiaháskólanum í New York, og vinnur nú að doktors- gráðu. I pappírsverkunum virðist tíminn skreppa saman og verða að engu. Miðvikudagur 1. juní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.