Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 10
Mr. Reagan Banda- ríkja- leiðtogi Það er oft dálítið skrýtið orðfæri fréttamanna og þá ekki síst þegar þeireru aðsegjaerlendarfréttir. Hvað segja menn til dæmis um setningu eins og þessa: Ronald Reagan Bandaríkjaleiðtogi lék við hvern sinn fingurá.blaða- manhafundi ígær? Eitthvaðer þettaskrýtið! Reagan á að kallast forseti. Þótt hann sé æðsti veraldlegur leiðtogi Bandaríkjamannaog gæti þess vegna með réttu kall- ast Bandaríkjaleiðtogi, þáfinnst fólki eðlilegast að hann sé titlaður á réttan hátt. Sá sem lék við hvern sinn fingur var Reagan forseti. Allir eru sammála um þetta. En hvað þá með félaga Gor- batsjov? Er hann ekki Sovétleið- togi? Með réttu á að kalla hann aðalritara. Fullurtitill hanser„að- alritari Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna". Þetta er reyndar hálf- gerðurtungubrjóturog þess vegna er upplagt að notast við styttinguna „aðalritari". Engu að síður keppast f réttamenn við að kalla hann Sovétleiðtoga. Hvernig stendur á því að ís- lenskirfréttamenn vilja ekki nota titilinn aðalritari þegarþeirsegja f rá Gorbatsjov? Þegar menn skoða tímarit og f réttaskeyti frá Engilsöxum kemur í Ijós hvar fiskur liggur undir steini. Þar gangaþeirljósum logum „Presi- dent Reagan and the Soviet leaderGorbatsjov". Sovét- leiðtoginn ersem sagt íslensk út- gáfa á „the Soviet leader". Ósköp væri nú gaman ef ís- lenskir fréttamenn hristu af sér hina ensk-amerísku fjötra og hættu að tala um Sovétleiðtog- ann. Annars er ekki að vita hvernig fer. Kannski endar það með þvíað pólitískir leiðtogar heimsins verði ífréttum framtíð- arinnar allir kallaðir leiðtogar. Þá fáum við að lesa og heyra um Ingvar Carlsson Svíaleiðtoga, Gandhi Indlandsleiðtoga, Khom- eini Persaleiðtoga og svo að sjálfsögðu Þorstein Pálsson ís- landsleiðtoga. ARGUR I dag er 1. júní, miðvikudagur í sjöttu viku sumars.tólftidagurskerplu, 153. dagurársins. Sól kemur upp ( Reykjavík kl. 3.22 en sest kl. 23.31. Viðburðir Hafnarfjörðurfær kaupstaðar- réttindi 1908. Fæddur Jón Stef- ánsson (Þorgils gjallandi) 1851. Þjóðhátíðardagur Túnis. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Hroðaleg loftárás á bæ í grennd við Barcelona í gær. 500 manns biðu bana. - Hægri kratarnir hleypa upp fundi sendisveina. Þeir voru alveg fylgislausir á fundinum. - Lágmarksverð á síld til söltunar svipað og í fyrra. Enn eftir að ákveða verð bræðslusíld- ar. - Hver verður glímukóngur? íslandsglíman verður þreytt í kvöld á íþróttavellinum. UM ÚTVARP & SJÓNVARP l Valgeir Skagfjörð tekur sveiflu fyrir utan Utvarpshúsið. En þar verður vinnustaður hans næstu mánuði. Eftir Valgeirs höfði Rás 2 kl. 23.00 „Ég ætla að hafa þennan þátt eftir mínu höfði enda heitir hann það. Ég fæ til mín gestaplötu- snúða sem taka plötusafnið sitt með sér. f kvöld ríður á vaðið Rúnar Marvinsson matargerðar- maður sem einnig er tónlistar smekkmaður. Hann verður hjá mér á milli ellefu og tólf," sagði Valgeir Skagfjörð rithöfundur, tónskáld og nú sumardagskrár- maður á Rás 2, þegar hann var spurður um hverju hann ætlaði að demba yfir útvarpshlustendur Rásar 2 í kvóld. En Valgeir hefur það hlutverk með höndum að halda um dagskrárspottana frá klukkan tíu til eitt í nótt. Hann lofaði að nóg yrði af blús og j assi í þættinum. En um önnur verkefni hjá Rás 2 sagði hann að þau væru næg. Popplyst er á dagskrá hjá Val- geiri á fimmtudögum en hug- myndin með þeim þætti væri að renna sér í gegnum gamla vin- sældalista, og fjalla lítillega um tíðarandann. Pá væri einnig á hans könnu þáttur á fímmtudagskvöldum sem kallað- ur væri Nútíminn. Þar á hins veg- ar að fjalla um það nýjasta sem er að gerast í tónlistarlífinu hverju sinni. Annasamt sumar framund- an hjá Valgeiri Skagfjörð á „fm" nótum á næstunni. -sg GARPURINN KALLI OG KOBBI Mér er illa við böð. Ég ætla aldrei að baða mig framar. Nú? Hvernig ætlarðu þá að þrífa þig? 2-7 msn@\ FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Midvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.