Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Moskva Sovétríkin Aimenar mótmæla á ný Tugir þúsunda manna hafa gengið um götur Jerevan, höfuð- borgar sovésku Armeníu, dag hvern að undanförnu og krafist þess að nýju að mörk Armeníu og Azerbaijan verði dregin á ný. Það er alkunna að Armenar vilja að héraðið Nagorno-Karabakh verði ermskt enda mun það vera nær eingöngu byggt Armenum. Það var embættismaður í utan- ríkisráðuneyti Armeníu sem skýrði fréttamanni Reuters í Moskvu frá þessu í gær. Hafði slegið á þráðinn til hans. „Það eru nú fjöldafundir á degi hverjum í miðbænum. Það komu ekki færri en 15 þúsund manns þar saman í gær.“ Hann bætti því við að námsmenn hefðu slegið upp tjöldum á grasbölum og í görðum um miðbik borgarinnar og dveldu þar að næturþeli. Reuter/-ks. Samning fyrir forsetaskipti Gorbatsjov og Sakharov, Lígatsjov og Kasparov skemmta sérsaman eir félagar Ronald Reagan og Míkhael Gorbatsjov lýstu því yfir í gær, á þriðja degi heimsókn- ar hins fyrrnefnda til höfuðborg- ar Sovétríkjanna, að þeir myndu kost kapps um að Ijúka gerð samnings um langdræg kjarnvopn áður en forsetaskipti verða í Bandaríkjunum. „Ég er handviss um að forset- inn gernýtir þann tíma sem hann á enn fyrir höndum í embætti og er sannfærður um að við náum samkomulagi áður en hann kveð- ur,“ sagði Gorbatsjov. í gær bar leiðtogafundurinn sína fyrstu ávexti þegar utanríkis- ráðherrar stórveldanna, vildar- vinirnir Shultz og Shevardnadze, undirrituðu tvo minniháttar samninga. Hvor tveggju er um hömlur á prófun vopna, annar bannar tilraunir með langdrægar eldflaugar en hinn reisir skorður við tilraunum með kjarnodda. Ekki bárust neinar fréttir af því síðdegis í gær að leiðtogarnir hefðu nálgast samkomulag um mál málanna, samninginn um helmingsfækkun langdrægra kjarnvopna sinna á láði og í legi. Hér er átt við langdrægar kjarn- flaugar á skotpöllum á landi og í kafbátum, ennfremur um kjarn- sprengjur um borð í langfleygum flugvélum. I gærkveldi hélt Reagan rokkna partí og kenndi þar ým- issa grasa á gestalista. Þar voru stjórnmálamenn, andófsmenn, listamenn og skákmenn svo eitthvað sé nefnt. Gorbatsjov og Lígatsjov voru þarna, ennfremur Andrei Sakharov og Garrí Kasp- arov. Ballerínan Natalía Bessnertnova tiplaði á tánum í kringum skáldið Voznesensky og forsætisráðherrann Ryzhkov. Komi fréttin um mannsöfnuð þenna einhverjum á óvart þá verður sá þrumu iostinn þegar „Nei komdu nú sæll og blessaður." honum berst til eyrna hvað Nancy Reagan lét hafa eftir sér í gær. Hún kvaðst vera farin að skilja hvers vegna Rússar byltu þjóðfélaginu! Reuter/-ks. Palestína 207 Palestínumenn fallnir r Israelsk heryfirvöid lýstu því yfir í gær að 207 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því uppreisn þeirra hófst á herteknu svæðun- um fyrir tæpu hálfu ári. Þetta eru fleiri mannslíf en fréttamenn og heimildamenn þeirra höfðu talið. Málsvari hersins greindi frá því að hermenn hefðu skotið 157 til bana. Aðrir hefðu ýmist verið „drepnir af aröbum" eða að óvíst eða ósannað væri hvað orðið hefði þeim að aldurtila. Eftir því sem fréttamenn Reut- ers komast næst hafa 190 Palest- ínumenn fallið í uppreisninni. Flesta þeirra skutu ísraelsmenn, annaðhvort hermenn eða „land- nemar“. Sumir köfnuðu í ísra- elsku táragasi, aðra börðu ísra- elskar hendur til bana með ísra- elskum kylfum. Nokkrir voru drepnir af löndum sínum. Fyrr í gær komu þær upplýsing- ar fram í máli ísraelska þing- mannsins Yossi Sarid að her- menn hefðu slasað 5.130 menn á þessu hálfa ári. Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum sakaði ísraelska hermenn í gær um að misþyrma Palestínumönnum af handahófi og án tilefnis. William Lee er yfirmaður í’ Hjálparstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Hann ræddi við fréttamann Reuters í gær. „Þeir berja menn af handahófi og það virðist alger- lega tilviljun háð hverjir verða fyrir barðinu á þeim. Misþyrm- ingarnar eiga sér stað á öllum tímum, jafnt og þétt, og iðulega án nokkurs tilefnis. Tilgangurinn er sá að hræða menn til hlýðni." Lee segir að svo virðist sem engu máli skipti hvort Palestínu- menn hafi mótmæli í frammi eður ei, ísraelsmenn berji þá engu að síður. Hann nefnir sem dæmi að kyrrt hafi verið á herteknu svæð- unum um síðustu helgi en engu að síður hafi 19 Palestínumenn verið barðir til óbóta. Þeirra á meðal voru fjögurra ára gamall drengur og sextugur maður. „Þetta virðist bara vera orðið að daglegri venju. Það er það óhugnanlega við það.“ Reuter/-ks. Frakkland Hvað gerðist í Nýju-Kaledóníu? Mitterrand forseti villfá að vita hvortfótur sé fyrir fregnum um aðfranskir hermenn hafiframið hryðjuverk eftirfrelsun gísla Francois Mitterrand Frakk- landsforseti vill fá að vita allt af létta um forsendur þeirra ásak- ana á hendur félögum öryggis- sveita að þeir hafi myrt þrjá að- skilnaðarsinna á Nýju-Kaledón- íu. Það var málsvari forseta, Hu- bert Vedrine, sem greindi frá Eftir óformlegar viðræður danskra stjórnmálamanna um þriggja vikna skeið var einum þeirra falið formlega að mynda ríkisstjórn í gær. Það kemur fæstum á óvart að Paul Schlúter varð fyrir drottn- þessu í gær. „Það skiptir náttúr- lega mestu, og á það leggur for- seti höfuðáherslu, að öll kurl komi til grafar í þessu máli.“ í fyrradag mæltu frönsk dómsmálayfirvöld fyrir um ítar- lega rannsókn á því hvernig dauða þriggja skæruliða úr röðum aðskilnaðarsinnaðra Kan- aka bar að höndum. Þeir voru í ingarvali því hvort tveggja er að hann er fráfarandi forsætisráð- herra og hefur að auki stýrt við- ræðum oddvita danskra stjórnmálaflokka upp á síðkast- ið. Schlúter sagði að sér hefði ver- hópi mannanna sem sérþjálfaðir hermenn sögðust hafa fellt er þeir frelsuðu 23 franska gísla úr hönd- um herskárra aðskilnaðarsinna. Einsog menn rekur minni til var árásin gerð að undirlagi þáver- andi forsætisráðherra, Jacques Chiracs, sem átti undir högg að sækja í kosningabaráttu og freistaði því þess að vinna hylli ið falið að mynda stjórn er stydd- ist við meirihluta þingmanna. Það þyrfti þó ekki að vera „meirihlutastjórn" enda búast allir við enn einni minnihluta- stjórn. Reuter/-ks. almennings með ýmsum ráðum. Skömmu eftir frelsun gíslanna komu nokkrir Kanakar að máli við fréttamenn á Nýju-Kaledóníu og kváðust hafa séð hermenn myrða þrjá skæruliða sem gefist höfðu upp í árásinni. Þeir sögðu að hermennirnir hefðu leitt tvo Kanaka afsíðis og skotið þá. Skömmu síðar hefðu þeir limlest fyrirliða mannræningjanna, Alp- honse Dianou, skotið hann í hné, og skilið hann síðan eftir á afvikn- um stað til þess að deyja drottni sínum. Málsvarar franska setuliðsins á Nýju-Kaledóníu þvertóku fyrir að svo mikið sem flugufótur væri fyrir þessum ásökunum. En í gær skýrði franskur dómsmálaráð- herra, Jean-Pierre Chevene- ment, frá því að hermenn hefðu „farið út fyrir verksvið sitt“ þegar frelsun gíslanna var lokið. Reuter/-ks. Danmörk Schliiter fær umboð Ítalía Sósíalistar draga á kommún- ista Craxi og de Mita ánœgðir með úrslit bœjastjórna- kosninga Bettino Craxi var í sjöunda himni í gær. Allessandro Natta var hinsvegar daufur í dálkinn. Gleði Craxis stafaði af því að Só- síalistaflokkurinn fékk miklu fleiri atkvæði í borga- og bæja- stjórnakosningum sem fram fóru á Italíu í fyrradag en í þingkjör- inu sem fram fór fyrir réttu ári. Því var Natta óglaður að þessu var þveröfugt farið um Kommún- istaflokkinn. Sósíalistar fengu 18,3 af hundr- aði atkvæða í fyrradag, juku fylgi sitt um rúm fjögur prósent. Kommúnistar töpuðu hvorki meira né minna en tæpum fimm af hundraði. Fengu tæp 22 pró- sent. Þótt kommúnistar séu enn vin- sælli en Craxi og félagar munar mjóu. Fyrir örfáum árum var Só- síalistaflokkurinn peð í saman- burði Kommúnistaflokkinn en síðan hefur jafnt og þétt hallað undan fæti fyrir þeim síðarnefnda en hinum fyrrnefnda að sama skapi vaxið ásmegin. Ljóst er að kommúnistar verða að grípa til róttækra ráðstafana eigi sósíalistar ekki að vaxa þeim yfir höfuð. Fréttaskýrendur full- yrða að ekki sé seinna vænna að skipt verði um formann. Natta sé bæði roskinn maður og sjúkur og því tímabært að hann þoki úr sessi. Enda eigi flokkurinn ungan og sprækan „erfðaprins" í sínum röðum, 52 ára gamlan mann, Ac- hille Occhetto að nafni. Forsætisráðherra Ítalíu, Ciri- aco de Mita, er ennfremur for- maður langvinsælasta flokks landsins. Kristilegir demókratar juku fylgi sitt um tvo af hundraði í gær. Fengu 36,8 prósent. Reuter/-ks. Miðvikudagur 1. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.