Þjóðviljinn - 01.06.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Side 14
Auglýsing um lausar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins Með vísun til laga um breyting á lögum nr. 109/ 1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, sem samþykkt voru á Alþingi 2. maí 1988, auglýsir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið lausar til umsóknar eftirtaldar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins. 1. Staða framkvæmdastjóra stofnunarinanr. Staðan veitist frá og með 1. ágúst n.k., til fjögurra ára. Einungis má skipa mann, sem hefur menntun og reynslu á stjórnunar- og rekstrar- sviði. Framkvæmdastjóri annast fjármálalega stjórnun og stjórn almennrar skrifstofu. 2. Forstöðumaður heilbrigðiseftirlits. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára. Forstöðu- maður heilbrigðiseftirlits skal hafa háskóla- menntun og viðhlítandi sérþekkingu í heilbrigðis- vernd og starfsreynslu í heilbrigðiseftirliti. Heil- brigðiseftirlit hefur yfirumsjón með því, að fram- fylgt sé ákvæðum heilbrigðisreglugerðar og ann- arra reglugerða, er lúta að heilbrigðiseftirliti. það annast vöruskráningu og eftirlit með innflutningi matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara. 3. Forstöðumaður rannsóknarstofu. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára. Forstöðu- maður rannsóknarstofu skal hafa háskóla- menntun á sviði örveru- og/eða efnafræði og sérþekkingu og starfsreynslu á sviði rannsókna á matvælum og neyslu- og nauðsynjavörum. Hlut- verk rannsóknarstofu er að annast efna- og gerlafræðilegar rannsóknir, sem lög um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit gera ráð fyrir á sviði matvæla, neyslu- og nauðsynjavara og mengun- ar. Ennfremur að annast sérstök rannsóknar- verkefni eftir því sem stjórn stofnunarinnar ák- veður hverju sinni. 4. Forstöðumaður mengunarvarna. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára. Forstöðu- maður mengunarvarna skal hafa háskóla- menntun á sviði verk- og efnafræði og sérþekk- ingu og starfsreynslu á sviði mengunarvarna. Hlutverk mengunarvarna er að hafa yfirumsjón með því að framfylgt sé ákvæðum mengunar- varnareglugerðar og annarra hliðstæðra reglug- erða. Ennfremur að annast mengunarvarnir: 1. Tillögur að starfsleyfum og úrvinnslu gagna hvað snertir mengunarvarnir. 2. Skipulagningu og umsjón með framkvæmd mengunarrannsókna í samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. 5. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits. Staðan veitist frá og með 1. janúar 1989 til 6 ára. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits skal hafa há- skólamenntun og viðhlítandi sérþekkingu á eitur- efnafræði og starfsreynslu á því sviði. Hlutverk eiturefnaeftirlits er að annast yfirumsjón með vöruskráningu og innflutningi eiturefna og hættu- legra efna í nauðsynjavörum. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reyjavík, fyrir 1. júlí 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 30. maí 1988 íslendingar Kvartmiljón á árinu? Fjöldi 1. des: 247.357 Islendingar voru 247.357 tals- ins 1. desember í fyrra samkvæmt lokaskýrslu Hagstofunnar, og hafði fjölgað um 1,37% frá sama tíma ‘86. Verði fjölgun jafnmikil þetta ár komast landsmenn yfir 250 þúsund. Reykjavíkurtalan er nú 93.425, þá kemur Kópavogur (15.037), Akureyri (13.856) og þá Hafnarfjörður (13.780) sem sífellt dregur á norðanmenn. Keflavík (7.133) er fimmti mannnflesti kaupstaður landsins, þá Garðabær (6.549), Akranes (5.426), Vestmannaeyjar (4.699), Mosfellsbær (3.897), Seltjarnarnes (3.859), Selfoss (3.698) og ísafjörður (3.460). Fjallahreppur í Norður- Þingeyjarsýslu er nú fámennast sveitarfélag á landinu með 14 íbúa. í 23 kaupstöðum búa 190.948 manns, 77,2% þjóðarinnar. í sýslum búa 56.409, 9.719 í fimm bæjum, 25.333 í byggðakjörnum, 21.357 í eiginlegri sveit. Samkvæmt Hagstofutölunum hafa karlar vinninginn á konur yfir landið (1107 karlar umfram). I Reykjavík eru konur þó um 3000 umfram karla, en í öðrum kaupstöðum eru karlar um 1073 umfram, og í sýslum eru karlar 2879 umfram konur. Smáverslanir Gripa til sinna raða Lána viðskiptavinum með því að geyma greiðslukortakvittanir í nokkurn tíma. Samkeppnin mikil. Ótlitið svart „Kaupmenn smærri verslana eru farnir að geyma greiðslu- kortakvittanir fyrir viðskiptavini sina í nokkurn tíma. Ég geri þetta til að halda í viðskiptavinina úr hverfinu. Samkeppnin er svo mikil, sérstaklega eftir tilkomu allra stórmarkaðanna að þetta borgar sig þrátt fyrir að svona lána viðskipti kosti sitt,“ sagði Ág- úst Guðmundsson kaupmaður í Vörðufelli í Kópavogi. Hann geymir greiðslukvittanir fyrir viðskiptavini sína frá 1. til 18. hvers mánaðar. Þar sem ætl- ast er til að kaupmenn skili inn kvittunum vikulega hefur hann þann háttinn á að dagsetja allar kvittanir á þeim degi sem hann skilar þeim inn. „Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir og tryggt mér fleiri viðskiptavini hér úr hverfinu en það er einmitt til þeirra sem ég vil ná enda hef ég ekkert auglýst þetta utan verslunarinnar," sagði Ágúst að lokum. Annar kaupmaður sem haft var samband við, Jóhann Ey- mundsson í Árbæjarkjöri sagði þensluna í verslunargeiranum ekki ná nokkurri átt. Það virðist vera í tísku að versla í stórmörku- ðum, fólk hugsar ekki mikið út í það hvort vörurnar séu eitthvað ódýrari heldur verslar mikið og notar svo greiðslukortin ef það ekki á fyrir hlutunum, sagði Jó- hann. Hann sagðist ekki hafa tekið upp á því að geyma greiðslukortakvittanir fyrir við- skiptavini sína enda þyrftu kaup- menn að hafa allrúma lausafjár- stöðu til að geta staðið í slíku. Kaupmenn smærri verslana líta ekki björtum augum á ástand mála enda gefur fjöldi þeirra verslana sem hafa farið á hausinn eða skipt um eigendur ekki tilefni til mikillar bjartsýni. -iþ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Austurland J >C~C Opnir fundir mSm Hjörleifur Margrét Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir ræða þjóðmálin og störf Alþingis: Á Djúpavogi miðvikudaginn 1. júní í Félagsmiðstöðinni kl. 20.30. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Skúll Vesturland Gunnlaugur Ólöf Þjóðmálaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf sþjalla um þjóðmálin í Stykkishólmi (Verkalýðs- húsinu) miðvikudagskvöld frá kl. 20.30 og í Ólafsvík (Mettubúð) fimmtu- dagskvöld frá kl. 20.30. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið á Akureyri Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 2. júní nk. í Lárusarhúsi að Eiðsvallagötu 18 kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur í bæjarmálaráði Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 6. júní nk. í Ftein kl. 20.30. Dagskrá: 1) Reikningar bæjarsjóðs 1987. Revnslan af fyrstu fjárhagsáætl- un meirihlutans í bæjarstjórn Akraness. 2) Ónnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Byggðamál Opinn umræðufundur um byggðamál verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl.20.30 að Hverfisgötu 105. Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins hefur framsögu og borgarfulltrúar mæta á fundinn. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn nk. mánudag 6. júní kl. 20,30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir störf ráðsins frá sl. ári og umræður um stöðu bæjar- mála á miðju kjörtímabili. 2. Kosning stjórnar í bæjarmálaráð. 3. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. júní nk. 4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Þeir félagar sem starfa í nefndum og ráðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Menningarnefnd AB Fundur miðvikudaginn 1. júní kl. 17 að Hverfis- götu 105. Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík- söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SlS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.