Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 16
Ásta Eyjólfsdóttir Mér finnst þetta vera heldur Ijótt að sjá. Það ætti að gera þær kröf- ur til þess sem hér ætlar að fara að byggja að hann geri eitthvað strax. Egill Einarsson Mér er nú eiginlega alveg sama. Þetta er ekki svo slæmt, ekki það versta sem maður sér. —SPURNINGIN— Hvaö finnst þér um sóðaskapinn hér í grunn- inum í Aðalstræti? Konní Arthúrsdóttir Það er ekki fallegt að sjá þetta. Mér finnst að þeir sem bera ábyrgð á þessu ættu að gera eitthvað til að þetta líti betur út. Hrafn, 10 ára Þetta er Ijótt að sjá. Mér finnst að hér ætti að hreinsa til. Sigurður Sigurjónsson Þetta er nú ekki gott. Hér þarf bara að drífa í að byggja. En al- mennt finnst mér umgengnin góð hér í bænum. þjómnuiNH Miðvikudagur 1. júní 1988 122. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHR Þróunaraðstoð Kaffi í áskríft Hafinn er innflutningur á kaffifrá Nicaragua og Tanzaníu. 60% söluverðmætisins beint til bœnda. Grœningjar og Mið-Ameríkunefndin sjá um innflutninginn Það má segja að þessi innflutn- ingur sé hugsjónastarf. Með þess- um móti tökum við ábyrgð sjálf á þeirri þróunaraðstoð sem við viij- um inna af hendi, sögðu þeir Da- víð Jónsson frá Samtökum græn- ingja og Sigvarður Ari Huldars- son frá Mið-Ameríkunefndinni, þegar þeir kynntu blaðamanni kaffí sem þeir flytja inn frá Nicar- agua og Tanzaníu. - Með þessu móti tryggjum við að þeir bændur sem rækta kaffi í löndum þriðja heimsins fá 60% söluverðmætisins í stað innan við 20% ef þeir seldu kaffið beint til stóru kaffidreifingarfyrirtækj- anna sem ráða sjálf markaðs- verðinu, sögðu þeir félagarnir og bættu við að hingað til lands kæmi kaffið frá hollenska fyrir- tækinu “Ideele Import" sem hef- ur sérhæft sig í innflutningi á margs konar vörum frá löndum þriðja heimsins. í Hollandi er kaffið malað og því pakkað í neytendapakkningar, hingað komið er það örlítið dýrara en venjulegt kaffi. - Þetta er fyrsta flokks kaffi, það er ekki blandað með ódýru og lélegu kaffi eins og svo algengt er. Þetta er ekta Arabica kaffi, sögðu þeir Davíð og Sigvarður þegar þeir ásamt blaðamanni biðu eftir að kaffivélin lyki við að hella upp á. Kaffinu ætla þeir að dreifa í gegnum áskrift, fyrst um sinn. Hægt verður að skrifa sig fyrir ákveðnu magni á mánuði. Einnig hyggjast þeir félagamir dreifa kaffinu í fyrirtæki og versl- anir. - Móttökurnar hafa verið mjög góðar, við erum búin að fá rúmlega 1600 pakka og vonumst eftir að geta aukið magnið veru- lega á næstunni þegar dreifingin verður komin á fullt. íslendingar eiga örugglega eftir að kunna vel við þetta kaffi. Undir þá skoðun þeirra Sigvarðar og Davíðs getur blaðamaður tekið eftir að hann var búinn að renna niður bragð- sterku kaffi frá Tanzaníu og Nic- aragua með þeim félögum. -sg Sigvarður Ari Huldarsson og Davíð Jónsson standa fyrir innflutningi á kaffi frá Tanzaníu og Nicaragua og með því móti tryggja þeir að bændurnir fá í sinn hlut 60% af söluverðmæti kaffisins. Mynd -EÓI. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Dýravinir Hópíþróttum mismun- að eftir kynjum Úthlutað úr afreks-og styrktarsjóði: Karlalið fengu300 þúsund krónur en kvennalið aðeins 150þúsund. Fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennalista ósammála og létu bóka harðorð mótmœli Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur í síðustu viku var felld tillaga sem fulltrúar Al- þýðubandalags og Kvennalista lögðu fram í ráðinu um að jafnhár styrkur verði veittur fyrir unnin afrek hvort sem um karla- eða kvennaíþrótt er að ræða í hóp- íþróttum. Á dagskrá var úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði ráðsins fyrir unnin afrek á síðasta ári og hlutu alls 17 aðilar styrkveitingu. Karlalið fengu 300 þúsund krón- ur en kvennalið aðeins 150 þús- und. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í ráðinu lögðu fram þá tillögu að hver hópur fengi úthlutað 250 þúsund krónum með þeim rök- stuðningi að þarna væri upplagt tækifæri fyrir íþrótta- og tóm- stundaráð að sýna í verki að afrek kvenna væru iafnhátt metin og afrek karla. Á þetta sjónarmið vildi meirihluti ráðsins ekki fall- ast og komst að þeirri niðurstöðu að hópíþróttir kvenna væri ekki hægt að meta nema til hálfs við karla. Útkoman varð því sú að karladeildir þeirra félaga sem styrk fengu vegna unninna afreka á síðasti ári fengu 300 þúsund krónur en kvennadeildir félag- anna aðeins 150 þúsund krónur. Að sögn Tryggva Þórs Aðal- steinssonar lögðu fulltrúar minni- hlutaflokkanna fram bókun á fundinum þar sem þessu kynja- misrétti var harðlega mótmælt og jafnframt að svona vinnubrögð væru ekki til þess fallin að hvetja konur til þátttöku í hópíþróttum til jafns á við karla. -grh Ekkert vinaát! Dýravinir um gervalla heims- byggðina hafa ákveðið að fara þess á leit við keppendur á ól- ympíuleikunum í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, að þeir leggi sitt lóð á vogarskálarnar í barátt- unni fyrir því að gestgjafarnir hætti að éta hunda og ketti. Dýravinirnir hyggjast bjóða íþróttaköppunum með sér á markaði þar sem hundar og kettir ganga kaupum og sölum til manneldis. Dave Dawson, alþjóðlegur dýravinur, hefur orðið: „Það sem á sér stað í Suður-Kóreu er glæp- ur gegn mannúð. í flestum löndum væru menn lokaðir á bak við lás og slá fyrir þetta. Hundar og kettir eru gæludýr, traustir og elskulegir vinir manna. Það er óheyrt að menn komi svona fram við vini sína; matreiði þá og snæði af hjartans lyst. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.