Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 2
Hafnarfjörður 80 ára Gunnar Rafn: Mikill uppgangur í atvinnulífinu og framkvæmdagleði mikil hjá bæjaryfirvöldum. Mynd-lg. Bœjarstjórnin „Hér er allt á fullri ferð“ Rœtt við Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bœjarritara í Hafnarfirði um bæjarandann, félagslegar framkvæmdir, fólksfjölgun og margtfleira - Mér hefur verið tekið afskap- lega vel af Hafnfirðingum. Sjálf- ur hef ég sagt áður að ég líti ekki á mig sem aðfluttan, hcldur inn- fluttan og ég hef ekki orðið var við annað en að Hafnfirðingar taki vel á móti öllum þcim sem hingað koma, segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari í Hafnarfirði. Gunnar er Siginrðingur og sat um 12 ára skcið í bæjarstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið á Siglufirði. Eigin- konunni ínu Illugadóttur sem er af rótgrónum hafnfirskum ættum tókst að lokum að fá bóndann með sér suður í Fjörð og síðustu 2 ár hefur Gunnar gegnt stöðu bæjarritara, eða frá því að mynd- aður var meirihluti Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks í bæj- arstjórn. Sérstakur bœjarandi - Það er eftirtektarvert og fer sjálfsagt ekki framhjá neinum að- komumanni hér í Firðinum að hér ríkir sérstakur bæjarandi. Hafnfirðingar vilja búa að sínu og samskipti manna hér á margan hátt náin og menn þekkjast vel eins og algengt er á smærri stöð- um úti á landi. Hafnfirðingar vilja halda sinni stöðu sem bær en týnast ekki inn í höfuðborgar- svæðið eða Stör-Hafnarfjarðar- svæðið eins og margir bæjarbúar orða það. Bæjarritarastarfið er vissulega mjög erilssamt í eins stóru bæjar- félagi og Hafnarfjörður er orð- inn. Það má segja að ég sé aðal möppudýrið, möppudýr allra möppudýra, haldi öllum papp- írsflaumnum gangandi og sjái um að ákvarðanir hinna kjörnu full- trúa berist þeim aðilum sem í hlut eiga. Góð samstaða í bœjarmálum - Jú það er óneitanlega dálítið öðruvísi að starfa í bæjarmálum sem embættismaður en pólitíkus. Það er hins vegar mikill kostur í bæjarmálapólitíkinni hér þann tíma sem ég hef starfað hér og þekki til, að samstaðan er al- mennt mjög góð meðal allra bæjarfulltrúa og menn reyna að ná samstöðu og vinna saman. Það er mjög gott að vinna hér á bæjar- skrifstofunum, góður starfsandi og sérdeilis gott fólk að vinna með hér og hjá öðrum stofnunum bæjarins. / Ovenjumiklar framkvœmdir Athafnasemi og framkvæmdir hafa verið miklar hér og eru nú óvenjumiklar. Það er kannski fyrst og fremst það sem gerir þetta starf skemmtilegt og áhuga- vert. Hér eru til fjármunir til að leysa vandamálin og skapa skil- yrði fyrir gott mannlíf sem alltaf hlýtur að vera keppikefli þeirra sem starfa að sveitarstjórnarmál- um, bæði kjörinna fulltrúa og embættismanna. Geta sveitar- stjórna til að leysa vandamálin er oft takmörkuð af slæmri, oft óviðráðanlega slæmri, fjárhagss- töðu. Hér hafa verið til fjármunir til framkvæmda og fjár- málastjórnin er og hefur verið mjöggóð hjábænum. Það erekki lítill kostur að búa við slíkar að- stæður. Það hlýtur að vera vandasamt fyrir flokk eins og Alþýðubanda- lagið að starfa sem minnihlutaað- ili í meirihlutasamstarfi. Það fer hins vegar ekki á milli mála að sjónarmið Alþýðubandalagsins hafa vel fengið að njóta sín í þessu samstarfi og skoðanir og sjónarmið bæjarfulltrúans Magn- úsar Jóns Árnasonar sem jafn- framt er formaður bæjarráðs hafa komist vel til skila í bæjarstjórn- inni. Áberandi áherslubreytingar Vissulega hafa orðið áherslu- breytingar, þær hljóta alltaf að verða þegar nýir aðilar taka við stjórninni. Ég minnist þess úr Þjóðviljanum að hann sló því upp sem forsíðufrétt á sínum tíma að hér á bæjarskrifstofunum mætti drekka kaffi við vinnuborðin. Ég held að það helgist af því að bæði bæjarritarinn og bæjarstjórinn eru miklir kaffimenn og sáu ekki fram á það að geta sinnt störfum sínum kaffilausir. Og það varð auðvitað að gilda fyrir alla. En það er rétt að undirstrika það að hér er gert margt annað en að drekka kaffi. En auðvitað verða alltaf breytingar með nýjum meirihluta og þá sérstaklega eftir svona langt stjórnartímabil annarra flokka. Það væri skrýtið ef ekki hefði orðið hér breyting. Áherslubreytingin liggur eins og eðlilegt er á félagslega sviðinu. Það hefur verið yfirlýstur vilji þessa meirihluta að endurskoða og bæta félagslega þjónustu í Hafnarfirði. í hugtakinu félags- leg þjónusta er þá átt við jafnt heilbrigðismál, dagvistarstofnan- ir sem skóla. Varðandi framkvæmdir þá „sýna verkin merkin" svo notuð séu einkunnarorð bæjarstjórans og það er allt hér „á fullri ferð". Það hefur ýmislegt áunnist á síð- ustu tveimur árum og það er margt í deiglunni m.a. endurskipulagning á margvíslegri þjónustu sem bærinn veitir. Ég þykist þess fullviss að fólk hefur orðið vart við þessar breytingar og sé almennt ánægt með þær og kunni að meta okkar störf. Gott að búa í Hafnarfirði Hér hefur orðið mikil mann- fjölgun á síðustu árum og við vilj- um trúa því að þessi fjölgun í bænum stafi ekki síst af því að fólk kann vel við bæinn okkar. Það er gott að búa í Hafnarfirði. Fólk gerir ákveðnar kröfur um félagslega þjónustu, góða stöðu atvinnumála og möguleika á byggingarlóð þegar það ákveður sitt staðarval. Við höfum verið að byggja upp félagslegu þjónu- stuna, atvinnuástand hefur sjald- an eða aldrei verið betra, fjöl- breyttur iðnaður og útgerð og fiskvinnsla hefur aukist á síðustu árum og að síðustu þá erum við að bjóða upp á byggingarsvæði sem virðast vera mjög aðlaðandi í augum fólks eftir umsóknafjölda að dæma. Ég get því ekki litið framtíðina öðruvísi en björtum augum. Hér er nóg að starfa, at- vinnulíf í miklum blóma og mannlífið líka, sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Ásamt félögum í Bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði í vettvangsferð við Straumsvíkina fyrir skömmu. Sjónarmið Alþýðubandalagsins hafa fengið vel að njóta sín í meirihlutasamstarfinu. Mynd-lg. 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN' Miðvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.