Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 3
Hafnarfjörður 80 ára Bjargsig Eggjaveisla við Krísuvíkurbjarg Björgunarsveitin Fiskaklettur hefur nytjað Krísuvíkurbjarg í tœpan áratug. Slegist íför með slysavarnamönnum ogsigið í miðnœtursólinni Krísuvíkurbjarg er eitt af fáum fuglabjörgum hér við land sem enn er nytjað að fullu. Frá því árið 1979 hefur björgunarsveitin Fiskaklettur í Hafnarfirði haft nytjarétt í bjarginu. A hverju vori síðan fjölmenna slysavarnamenn við bjargið og síga eftir eggjum síðustu vikurnar í maí. Ferðirnar á bjargið hafa verið sveitinni drjúg búbót, en á sl. vori náðu menn um 10 þúsund eggjum úr bjarginu og á þessu vori er ekki stefnt á lægri tölu. Blaðamaður Pjóðviljans slóst í för með björgunarsveitar- mönnurn á dögunum þegar þeir voru á ljúka við fyrstu yfirferð á bjarginu. Krísuvíkurbjargið er nytjað á nokkurra km. kafla þar sem svartfuglinn verpir livað þéttast. Það eru eingöngu svartfuglsegg sem eru tekin úr bjarginu en auk svartfuglsins er töluvert um ritu vestan til í bjarg- inu og lundinn heldur sig í hóp að austanverðu. bjarginu og er eftirtekjan mest í miðferðinni þegar varpið er kom- ið í fullan gang hjá öllum pörum og sum að verpa í annað sinn. Bílar í stað handafls Nú er ekki lengur notuð gamla aðferðin að draga sigmann upp á handaflinu einu. heldur hafa ökutækin verið virkjuð og slaka og hífa sigmenn fram og aftur um bjargið. Nú er ekki heldur kallað og hrópað í björgunum, „síga“ - „slaka", heldur fara öll samskipti fram í gegnum handtalstöðvar. A bjargbrúninni bíða síðan að- stoðarmenn spenntir eftir því að sjá hver eftirtekjan verður og sjá síðan um að tína upp úr eggja- pokanum. Það þykir meira en sjálfsagður siður að súpa úr einu „hráu og heitu" ef ekki fleirum þegar farið er í bjargið. Annað eins sælgæti hefur undirritaður ekki smakkað í langan tíma. Sumir segja að eggin séu enn betri séu þau aðeins farin að taka sig, en um það skal ekki dæmt hér. Sólbakað bjarg og sviti Veðrið var með ólíkindum gott þetta kvöld sem björgunar- sveitarmenn sprönguðu fram og aftur um Krísuvíkurbjarg. Brennheit sólin hafði steikt dökkt bjargið allan daginn og hit- inn af bjarginu og fuglunum var slíkur að sigmennirnir komu löðursveittur upp á bjargbrúnina úr hverju sigi. Þegar fór aðeins að rökkva um lágnættið og ákveðið var að hætta að sinni. voru menn þegar búnir að skipuleggja verkefni morgun- dagsins og komandi helgar þegar farið yrði í aðra umferðina. Þreyttir, glaðir og spenntir, enda er ekkert vor og ekkert sumar ef menn missa af ævintýrinu og eggjaveislunum á bjarginu. -•g- Hátt í 50 þúsund pör í bjarginu Bergið er um 70 metra hátt þar sem það er hæst en að jafnaði 50-60 metrar. í sveitinni eru m.a. gamalreyndir sigmenn vestan af fjörðum sem hafa leiðbeint yngri félögum. í þessari ferð voru þrír sighópar í einu á bjarginu og eftirtekjan úr hverju sigi allt upp í 100 egg. Samtals náðust upp um kvöldið hátt í tvöþúsund egg. Fuglafræðingar telja aö um 40- 50 þúsund svartfuglspör verpi í Krísuvíkurbjargi og komast ekki nærri allir fuglar að sem vilja. Svartfugli hefur fjölgað verulega í bjarginu á síðustu árum og ljóst að taka má mun meira af eggjum úr bjarginu en gert hefur verið undanfarin ár án þess að raska þar fuglalífi. Svartfuglinn getur verpt allt að þrisvar sinnum á sama vori og líða 10-12 dagará milli varps. Það eru því farnar þrjár yfirferðir í Kominn upp á brúnina aftur og aðstoðarmenn tína upp úr eggjapokan- um meðan Bjarni hvílir sig fyrir næstu ferð. Mynd-lg. 80 ára afmælið Fjölbreytt hátíðahöM Kvikmyndahátíð, skipulagssýning, skemmtanirfyrir œskuna og eldri borgara Það verður mikið um að vera í Hafnarfirði næstu daga í tilefni 80 ára kaupstaðarafmælisins. Há- tíðarhöldin hefjast í dag, sjálfan afmælisdaginn I. júní. Þá verður snmkoma í skrúðgarði bæjarbúa, Hellisgerði, en Málfundafélagið Magni sem bvggði upp skrúð- garðinn á sínuni tíma og hefur haft með forráð hans að gera, ætlar að afhenda hænuin skrúð- garðinn í Hellisgerði í afmælis- gjöf. Síðar um kvöldið verður hátíðarboð bæjarstjórnar í nvju menningar- og listamiðstöðinni, Hafnarborg. Á morgun fimmtudag, verða opnaðar sýningar í Byggðasafn- inu, í Öldutúnsskóla verður sýn- ing á skipulagi bæjarins í fortíð, nútíð og til næstu framtíðar. Þá verða kvikmynda- og myndband- asýningar í Bæjarbíói. Þar verður ma. sýnd Hafnarfjarðarmyndin sem tekin var í tilefni 50 ára af- mælis kaupstaðarins, en hún hef- ur verið endurunnin og lagfærð. Þá verða sýndir filmubútar og annað efni sem fundist hefur frá bænum og bæjarlífinu, en Er- lendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður hafði umsjón með vinnslu þessa efnis. Það hefur verið sett á myndbönd sem verða síðan leigð út til bæjarbúa í Bóka- safninu. Föstudagurinn verður dagur barnanna og þeirra öldruðu. Stórafmælisveisla verður í gangi allan daginn og kl. 17 verður vígt listaverkiö þeirra Gests og Rúnu utan á Fiskmarkaðshúsinu. Á laugardaginn verður aðal- hátíðardagurinn. Fjölskylduhá- tíð verður í íþróttahúsinu og skemmtiatriði og uppákomur bæði inni og utan húss. Þá veröur haldið sérstakt afmælisskákmót og íþróttamót. -|r- Miðvikudagur 1. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Bjarni leggur í'ann íbygginn á svip. Fyrir neðan er 70 m þverhníft klettabelti og iðandi fuglalít. Á DAGSKRA Miðvikudagur 1. júní Bókasafn kl. 14.00 Brúðuleikhúsið „Sögusvuntan“ kemur í heimsókn. Öll börn velkomin. Hellisgerði kl. 17.00 Málfundafélagið Magni afhendir bæjarstjórn Hafnarfjarðar Hellisgerði til eignar. Ávörp - Karlakórinn Þrestir o.fl. Veitingahúsið A. Hansen kl. 15.00-18.30 Kaffi fyrir bæjarstarfsmenn í boði bæjarstjórnar. Hafnarborg kl. 20.30 Hátíðarfundur fyrir boðsgesti. Heiðursgestur: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Fimmtudagur 2. júní íþróttahúsið við Strandgötu kl. 14.00 Afmælisveisla fyrir aldraða Hafnfirðinga. Skemmtiatriði - kaffi - veitingar. Einnig verða skemmtanir á St. Jósefsspítala, Sólvangi og Hrafnistu. Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 17.00 Opnun sögusýninga í Húsi Bjarna riddara, Riddaranum og Siggubæ. Öldutúnsskóli kl. 18.00 1) Opnun sýningar: Skipulag í Hafnarfirði i 80 ár. 2) Myndbandssýning: Hafnarfjörður og nágrenni 1944-1960. 3) „Bærinn okkar“: Sýning á verkum yngstu bæjarbúanna. Bœjarbíó kl. 21.00 Sýnd nýuppgerð heimildarkvikmynd: Hafnarfjörður fyrr og nú. Sögusýningin og sýningarnar í Öldutúnsskóla verða síðan opnar 2/6- 19/6 sem hér segir: Virka daga kl. 17.00-21.00. Um helgar og á 17. júní kl. 11.00-19.00. Hús Fiskmarkaðarins kl. 17.00 Afhjúpað listaverk sem Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson hafa gert. Ávörp og létt sjómannalög. Kaffisamsæti í boði hafnarnefndar. Fiskvinnslufólki og sjómönnum sérstaklega boðið. Laugardagur 4. júní Bátaleiga við Lœkinn kl. 11.00-17.00. Hestaleiga við íþróttahúsið kl. 12.00-15.00. Thorsplan kl. 13.00 Útidagskrá: M.a. knattspyrna FH-Haukar, 6. og 7. fl. Flugvélamódelsýning Fallhlífastökk. íþróttahúsið við Strandgötu kl. 15.00 Fjölskylduhátíð. Meðal skemmtiatriða: Túnfiskar. Fimleikafélagið Björk. Björgvin Halldórsson. Magnús Kjartansson. BELLA úr Stundinni okkar og AFINN af Stöð 2. Bjartmar Guðlaugsson. Einnig verður afmælisskákmót fyrir unglinga þriðjudaginn 31. maí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.