Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. júní 1988 123. tölublað 53. árgangur Sjá síðu 3 Streingrímur Hermannsson utanríkisráðherra tekur við skjölunum til varðveislu. Hann hefur gefið yfirlýsingar um að settar verði reglur um birtingu íslenskra skjala um utanríkismál. Frá vinstri: Utanríkisráð- herra, Árni Hjartarson, lngibjörg Haraldsdóttir. Verðjöfnunarsjóður Verður lagður niður Forsendur sjóðsins ekki lengurfyrir hendi Á ríkisstjórnarfundi sl. þriðju- dag var kynnt niðurstaða nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði í janúar sl. til að endur- skoða gildandi lög og reglur Verðsjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins. Niðurstaða hennar var sú að leggja bæri sjóðinn niður þar sem forsendur hans væru ekki lengur fyrir hendi. í staðinn verði fyrir- tækjum í sjávarútvegi heimilað að mynda sveiflujöfnunarsjóð og að innstæðum Verðjöfnunar- sjóðs verði ráðstafað til útborg- unar. Sjá síðu 3 Frakkland Kommúnistar á heljarþröm Allt bendir nú til þess að fáir ef nokkrir franskir kommúnistar taki sæti á þingi eftir kosningarn- ar sem standa fyrir dyrum. Fátt getur feigum forðað nema ef vera skyldi miskunnsemi Mitterrands forseta. Sjá síðu 13 Marchais formaður: „Ó, ó, ó...nú er illt í efni.“ Sjúkrahúsin Lokanir vegna sumarleyfa Um 20 deildir rýmdar ogfœkkað rúmum á öðrum Stöðugt verður erfiðara að halda sjúkrahúsunum gangandi yfir orlofstímann og ræður þar mestu skortur á menntuðu hjúkr- unarfólki til afleysinga. Á sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík verður um 20 deildum með hátt á 4. hundrað sjúkra- rúmum lokað í nokkrar vikur og draga þarf úr starfsemi á öðrum deildunt. Á þessum tíma verður aðeins hægt að sinna bráðatilfell- um, en biðin á biðlistum lengist. _____________________________mj Sjá síðu 8-9 Hvalveiðar ar lagðar af? Á ársfundi alþjóða hvalveiði- ráðsins sem nú er haldinn í Auck- land á Nýja-Sjálandi hefur verið bryddað upp á þeirri hugmynd að hvalveiðar í vísindaskyni verði aflagðar. Fulltrúum hvalveiði- þjóða hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir að tillaga þar að lútandi verði lögð fram. Japanar hafa hótað að segja sig úr ráðinu, verði sett bann á vísindaveiðar. Halldór Ásgrímsson segir að hót- un íslendinga um úrsögn hafi aldrei verið dregin til baka. Hvalveiðiþjóðunum virðist nú vera að aukast styrkur því að lík- ur eru til að ósk Japana um heim- ild til hrefnuveiða á menningar- og fjárhagslegum forsendum verði tekin til greina. -tt Samtök herstöðvaandstœðinga Bandarísk leyniskjöl Aðdragandi aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Undirbúningurað herstöðvasamningum. Skýrslur um viðrœður við íslenska ráðamenn. Persónunjósnir Bandaríkjamanna. íslandssagan rituð af erlendum sendiráðsmönnum. Hvar er íslenska útgáfan? Kvosin Fjalakattar- lóðin til sölu „Jú, það er rétt að við erum að reyna að selja lóðina. Við höfum þegar fengið nokkur tilboð," sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar, hraðfrystihús- anna þegar hann var spurður hvort fyrirtækin þrjú sem eiga lóðina, þar sem áður stóð Fjalak- ötturinn í Aðalstræti í Reykjavík, væru hætt við að byggja á henni. „Ástæðan þess að við hættum við byggingaráformin er einfald- lega versnandi hagur fyrirtækis- ins. Ég geri ráð fyrir að það sé einnig ástæðan hjá hinum eigend- unum,“ sagði Friðrik. Fyrir- tækin, sem eiga lóðina ásamt SH, eru Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda (SÍF) og Trygg- ingamiðstöðin. Öll þess fyrirtæki eru nú með skrifstofur í Morgun- blaðshöllinni. Friðrik sagði að orsök þess að ekki hefði verið farið fyrr af stað með söluna væri að ekki hefðu öll nauðsynleg leyfi legið fyrir. „Við gerum okkur vonir um að frá þessu máli verði gengið fljótlega, jafnvel innan fárra vikna,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að þarna rísi um 3000 fermetra hús á fimm hæðum, með bílageymslu fyrir 30 bíla. -sg Fulltrúar frá Samtökum her- stöðvaandstæðinga afhentu utan- ríkisráðherra gömul bandarísk leyniskjöl í gær. f yfirlýsingu frá samtökunum segir að um sé að ræða 143 skjöl frá árunum 1945 - 1956. Skjölin fjalli fyrst og fremst um íslensk varnarmál og einnig megi finna í þeim skýrslur um upplýsingaöflun bandarfska sendiráðsins í Reykjavík er varði persónunjósnir og fleira. Pottur er víða brotinn í þjóðskjalamál- um okkar fslendinga og gerir það rannsóknir á íslenskri nútíma- sögu erfiðar. Petta telja talsmenn samtakanna vera bagalegt þar sem óeðlilegt sé að fslandssagan sé eingöngu skrifuð af erlendum sendiráðsmönnum. Við afhendingu skjalanna í gær sögðu þau Ingibjörg Haralds- dóttir og Árni Hjartarson að s.k. Tangenskýrsla Þórs Whiteheads og Tangenmálið í heild sýndi að mörg þessara skjala hafi eícki ver- ið aðgengileg jafnvel fremstu fræðimönnum. í samtali við Þjóðviljann sagði Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður að aðstöðuieysi safnsins stæði rannsóknum á nútímasögu íslendinga fyrir þrifum. Vegna þessa og skorts á fullnægjandi reglum um leyniskjöl eru skjöl sem varða hermálið ekki geymd í Þjóðskjalasafni heldur liggja þau í ráðuneytum. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra segir að nú sé unnið að gerð nýrra reglna um íslensk leyniskjöl. Sjá síðu 3 og 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.