Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Samtök herstöðvaandstœðinga Skjalaleynd elurá úlfúð Skjöl um hermálið ekki íÞjóðskjalasafni. Veldur erfiðleikum við sagnfræðirannsóknir Þegar fulltrúar Samtaka her- stöðvaandstæðinga afhentu Steingrími Hermannssyni utan- ríkisráðherra bandarísk leyni- skjöl í gær, sagði hann þetta framtak herstöðvaandstæðinga vera jákvætt. Enda hefur Steingrímur lýst því yfír að hann viiji að skjöl af þessu tagi verði aðgengileg í utanríkisráðun- eytinu. Að sðgn Steingríms er nú nnnið að því að reglur verði sett- ar um islensk leyniskjöl. Þá sagð- ist utanríkisráðherra hafa látið kanna fullyrðingar um að íslensk- um skjölum væri haldið leyndum í Bandaríkjunum að kröfu ís- lenskra ráðamanna. Slíkt hefði ekki komið í Ijós. Árni Hjartarson og Ingibjörg Haraldsdóttir afhentu Steingrími skjölin fyrir hönd herstöðvaand- stæðinga. Þau sögðu við afhend- inguna að vafalaust væri eitthvað af skjölunum til í ráðuneytinu en það væri eins víst að það ætti ekki við um þau öll. Þá sögðu þau að hin sk. Tangenskýrsla Þórs Whit- heads og Tangenmálið í heild sýndi að mörg þessara skjala hafi ekki verið aðgengileg jafnvel fremstu fræðimönnum. í samtali við Þjóðviljann sagði Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður þá almennu reglu giida hér að skila bæri skjölum til safnsins innan 30 ára. Vegna plássleysis væru gloppur í safnið á löngu tímabili. Hann sagði það há rannsóknum á íslenskri nú- tímasögu hve erfitt væri að nálg- ast gögn vegna aðstöðuleysis safnsins. Ólafur sagði skjöl sem varða samskipti íslands og Bandaríkj- anna um hernámið og þær við- ræður sem fóru fram um beiðni Bandaríkjamanna um herstöðv- ar, ekki vera til staðar í Þjóð- skjalasafni. Þau lægju ennþá hjá ráðuneytum. Hann sagðist sannfærður um að deilur yrðu minni ef skjöl um þetta tímabil yrðu aðgengileg. Þjóðskjalavörður telur gild- andi reglur um aðgang að leyni- skjölum ekki vera fullnægjandi. Þær byggði á gamalli hefð en gert sé ráð fyrir nýrri reglugerð fljót- lega. Ólafur sagði skorta nokkuð á hefðir hér á landi varðandi skil á skjölum ráðherra, þingflokka ofl. aðila í samanburði við önnur Iönd. Víða væri það þannig að um leið og ráðherra léti af embætti væri skjölum hans safnað saman og geymd. Hann sagði að örugg- lega yrði auðvelt að rekja ák- vörðunartöku í málum eins og Sturlumálinu en erfiðara kynni að vera að rekja það hvernig rík- isstjórn yrði til. Þjóðviljinn spurði Steingrím hvort íslendingar væru feimnari en aðrir við að heimila aðgang að leyniskjölum í ljósi þess að ýmsir alþingismenn og fleiri hefðu talað um ærumeiðingar um látinn mann þegar samskipti Stefáns Jó- hanns Stefánssonar frv. forsætis- ráðherra við bandaríska embætti- smenn voru til umræðu. Steingrímur sagði nauðsynlegt að tryggja aðgang að skjölum ein- mitt til að koma í veg fyrir ærum- eiðingar. -hmp Kampakátir Ijóðaritnefndarmenn, Berglind Gunnarsdóttir, Kristján Árnason og Jóhann Hjálmarsson, hampa hér Ijóðabókinni Ný skáldskaparmál, sem kom út í gær á vegum Almenna bókafélagsins. í tilefni útgáfunnar lásu nokkrir höfundanna upp verk sín á Hótel Borg í gær, en ríflega sjötíu Ijóðskáld eiga Ijóð í ritinu. Mynd E.ÓI. Verðjöfnunarsjóður Ureltur og gamaldags Forsendur sjóðsins ekki lengurfyrir hendi. Fyrirtœkjum verði heimiluð stofnun sveiflujöfnunarsjóðs, innistæðum ráðstafað til greiðslu Nefnd sú sem sjávarútvegsráð- herra skipaði í janúar sl. til að endurskoða gildandi lög og reglur um Verðjöfnunarsjóð fískiðnað- arins leggur til að sjóðurinn verði lagður niður. Innistæðum hans verði ráðstafað til greiðslu og að sjávarútvegsfyrirtækjum verði í staðinn heimilað að mynda sveiflujöfnunarsjóð til að jafna afkomuna á milli ára. Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins var settur á laggirnir fyrir tæpum tveimur áratugum til að auka stöðugleika í efnahagslífinu eftir þá dýpstu efnahagskreppu sem gengið hafði yfir á síðustu áratugum. En hún stafaði aðal- lega af verðfalls á fiskmörkuðum og hruni sfldarsatofnsins. Tilgan- gurinn með stofnun sjóðsins var að skapa skilyrði til að ráðast að rótum þess vanda sem leiddi af ófyrirsjáanlegum verðbreyting- um á erlendum mörkuðum. í áliti nefndarinnar kemur fram að í dag hafi starfsumhverfi sjávarútvegsins tekið miklum breytingum sem varða jafnt innri sem ytri skilyrði hans. Bent er ma. á til staðfestingar að fisk- veiðar séu undir vísindalegri stjórnun, aðild að EFTA og við- skiptasamningar við EBE hafi fjölgað tækifærum til útflutnings og gert þau fjölbreyttarí en áður var, framleiðsla sjávarafurða orðin fjölbreyttari og markaðs- svæðum fjölgað, dregið hefur úr áhrifum gengis Bandaríkjadals á hag fyrirtækja, samkeppnisstaða sjávarútvegs sterkari, fiskverð frjálst á vissum tegundum og fisk- markaðir selji fisk óháð ákvörð- un Verðlagsráðs, verðtrygging og fjölbreyttir sparnaðarkostir gefi tækifæri til að leggja fé til hliðar í góðæri og dregið hefur úr beinum afskiptum stjórnvalda af atvinnu- starfsemi frá því sem áður var. Eignastaða Verðjófhunar- sjóðsins er um 1600 miljónir en sjóðsstaða um 1300 miljónir. Mismunurinn er vegna ógreiddra framlaga, aðallega frá saltfiskframleiðendum. Fé sjóðs- ins hefur verið ávaxtað hjá Seðla- Grjótaþorpið banka og geymt á SDR- reikningi. Ræk j uverksmiðj ueigendur hafa margsinnis lýst yfir þeirri kröfu að þeir fái sinn hlut borgað- an úr sjóðnum, sem er á milli 4- 500 miljónir króna, vegna verð- falls rækju á erlendum mörkuð- um. Óljóst er á þessu stigi hvort borgað verður úr sjóðnum í sumar. Verði sjóðurinn lagður niður og borgað úr honum sam- kvæmt inneign verður setning bráðabirgðalaga að koma til. Ef ekki verða hagsmunaaðilar að bíða haustsins þegar Alþingi kemur saman eftir göngur og slát- urtíð, þegar frumvarp þess efnis verður lagt fram til samþykkis. -grh Slökkviliðið kannar aðstæður Amþór Sigurðsson varðstjóri: Brattagatan ófærslökkviliðsbílum Það er alveg á hreinu að það fer enginn slökkviliðsbfll upp eða niður Bröttugötuna, eins og ástand hennar er núna. En gatan er önnur aðalleiðin inn í Grjóta- þropið. Við fórum á stóruni dælubfl þarna niður eftir í morg- un til að athuga aðstæður. Það er alveg rétt að þær eru hreint ekki þægilegar, sagði Arnþór Sigurðs- son, varðstjóri hjá Slökkviliði Rcykjavíkur, þegar hann var spurður um viðbrögð slökkviliðs- ins við frétt Þjóðviljans í gær um ástand í Grjótaþorpinu. - Einn af eigendum Fjalakatt- arlóðarinnar hringdi til okkar í morgun og fullyrti að við kæm- umst allra okkar ferða um þorpið og þar með upp og niður Bröttu- götuna, sem liggur meðfram lóð- inni. Við ákváðum að ganga sjálf- ir úr skugga um hið sanna í mál- inu. Það er alveg rétt hjá íbúun- um að við komumst ekki þessa Ieið. Einasta færa leiðin inn í Grjótaþorpið fyrir okkur er frá Vesturgötunni, sagði Arnþór. Aðspurður sagði hann að vissulega gæti skapast alvarlegt ástand ef sú leið tepptist, td. vegna bfla sem væri illa lagt. Þjóðviljinn sneri sér til Birgis Ómars Haraldssonar hjá Sö- lumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem er eigandi lóðarinnar ásamt Sólusambandi íslenskra fiskfram- leiðenda og Tryggingamiðstöð- inni og spurði hann hvort lóðar- eigendur hygðust gera eitthvað til að tryggja að slökkvilið ætti greiðan aðgang meðfram lóðinni. „Að sjálfsögðu!" sagði Birgir Omar. -sg Fimmtudagur 2. júnf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Humar Tregt í byrjun Frjáls verðlagning á humri. KASKáHöfn greiðir 620 krónur fyrirfyrsta flokk Frá því að humarvertíðin hófst fyrir rúmri viku hefur hann verið heldur tregur það sem af er. Hornfírðingar kenna um norð- austan leiðinda vcðri sem verið hefur að undanförnu því þegar hann dettur niður skánar veiðin til muna. Verðlagning á humri er frjáls að þessu sinni og greiðir KASK 620 krónur fyrir fyrsta flokk. Að sögn Egils Jónassonar verkstjóra hjá KASK á Höfn toll- ir trollið ekki við botninn í norð- austan áttinni og þess vegna lítið að hafa. Egill sagði það sem veiðst hefði í vertíðarbyrjun að- eins vera 60-70% af því magni sem veiddist á sama tíma í fyrra. Túrinn tekur um þrjá og hálfan sólarhring en eftir sjómannadag- inn fara þeir fjórar veiðiferðir á tólf dögum. Yngsti humarinn í aflanum þegar í land er komið er þveginn í sérstakri þvottavél og heilfrystur. -grh Fiskeldi Greinargerð eftir helgi Ólafur ísleifsson: Lagtfyrir ríkisstjórnarfund nk. þriðjudag. Fiskeldismenn: Gjaldþrot margra stöðva blasir við Starfshópurinn stcfnir að því að leggja fram greinargerð fyrir ríkisstjórnarfund nk. þriðjudag varðandi vandamál fískeldis- og hafbeitarstöðva. Um efnislegt innihald þeirrar greinar- gerðar vil ég ekki ræða á þessu stigi málsins," sagði Ólafur ís- leifsson efnahagsráðunautur rík- isstjórnarinnar og formaður starfshóps fímm ráðuneyta sem skipaður var til að leita lausnar á vandamálum fískeldis- og haf- beitarstöðva. Sjálfir hafa fiskeldismenn lagt ríka áherslu á skjóta úrlausn á sínum vandamálum ef ekki eigi illa að fara fyrir stöðvunum og hafa fullyrt að ef ríkisstjórnin dragi að taka ákvörðun í málinu fram eftir sumri geti það leitt til gjaldþrots margra fiskeldis- og hafbeitarstöðva með hrikalegum afleiðingum. Vegna mikils umframmagns af eldisseiðum hjá fiskeldis- og haf- beitarstöðvum hérlendis og vegna markaðserfiðleika við að selja þau erlendis, fór Landssam- band fiskeldis- og hafbeitar- stöðva þess á leit við stjórnvöld að þau beittu sér fyrir aðstoð vegna fjárfestinga til stækkunar strandeldis- og sjókvíastöðva upp á 900 miljónir króna til aukinnar uppbyggingar matfiskeldis og hafbeitar. Að auki setti félagsfundur Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva fram þá ósk við stjórnvöld að ríkisábyrgðarsjóð- ur veitti ábyrgð vegna afurðaláns og að hlutfall afurðalána yrði hækkað. En það hefur verið í besta falli 37,5% af vátrygginga- verðmæti fisksins. Jafnframt var farið fram á niðurfellingu sölu- skatts á raforku til sjós og vatnsdælingar í fiskeldi sem og samræmingu á raforkuverði til fiskeldisins. -erh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.