Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Fyllt í eyður nútímasögunnar ígærafhentu Samtök herstöðvaandstæðinga utanríkisráðu- neytinu þykkan skjalabunka sem geymdur verður í skjalasafni ráðuneytisins. Þetta voru afrit af 143 bandarískum skjölum frá árunum 1945 til 1956, langflest frá 1948 til 1951. Allan þennan tíma var bandarísk herseta rauði þráðurinn í samskiptum bandarískra og íslenskra stjórnvalda og kemur það vel fram í skjölunum. Flest Ijósritin eru fengin með milligöngu sagnfræð- ingsins Elfars Loftssonar en 1981 kom út í Gautaborg bók hans ísland í Nató og eins og segir í undirtitli hennar er þar fjallað um pólitíska flokka á íslandi og svokölluð varnarmál. Upphaflegu skjölin eru flest í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna og eru aðgengileg almenningi eftir að leynd var af þeim létt. Algengur leyndartími á skjölum frá bandarískum ráðuneytum og stjórnarstofnunum er 25 ár. Þar ríkir það sjónarmið að eitthvað hljóti að vera óeðlilegt við þau mál sem ekki þola dagsbirtu aldarfjórðungi eftir að atburðir gerast. Auðvitað þarf engum að koma á óvart að bandarísk stjórnvöld telja ekki ástæðu til að gögn allra mála séu lögð á borðið að 25 árum liðnum. Mestu skiptir þó að þar er ákveðin regla um birtingu eftir 25 ár og stjórnvöld þurfa að hafa fyrir því aðtiltaka hvaða pappírar falla ekki undir þá reglu. Á íslandi eru engar reglur um það hvenær ráðuneytum beri að skila skjölum til Þjóðskjalasafnsins og gera þau þar með aðgengileg almenningi. I þessum efnum ríkir hér einnig átakanlegur skortur á hefðum. Hvað skyldi mega finna í skjala- söfnum ráðuneytanna? Hvaða embættismenn sjá um söfnin? Hverjir fá að skoða þar pappíra? Hætt er við að skjalasöfn sumra ráðuneyta séu illa skráð og að fár eða enginn viti hvað markvert þar er að finna. Ef til vill er eyðingin hljóða að þurrka út ómetanlegar heimildir um afdrifaríka þætti íslandssögunnar. Kannski er leikurinn einmitt til þess gerður. Þeir, sem leitað hafa í bandarískumsöfnum að skjölum, sem snerta aðdraganda að inngöngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið og samninga um dvöl bandarísks herliðs hér á landi, telja sumir hverjir að óvenju mörg skjöl um málið hafi ekki verið gerð opinber eftir 25 ára leyndartíma og séu flokkuð sem sérstök leyndarskjöl. Þar sem ekki liggur í augum uppi að birting skjala, sem fjalla um áratuga gömul samskipti við smáþjóð, geti skaðað öruggishagsmuni bandaríska stórveldisins, hefur sú tilgáta verið sett fram að íslenskir ráðamenn hafi æskt sér- stakrar leyndar. Þeim hafi staðið ógn af að íslenska þjóðin fengi að vita hvað gerðist í raun og veru. Sú leynd, sem hvílir yfir skjalasöfnum íslenskra ráðuneyta, ýtir undir þessa tilgátu. Innihald þeirra skjala, sem herstöðvaandstæðingar færðu utanríkisráðuneytinu ígær, erað miklu leyti ýmiss konarskýrsl- ur bandarískra sendimanna til stjórnarinnar í Washington. Mest er þar fjallað um hermálið en þar eru einnig skýrslur um nafngreinda íslendinga. Þar má m.a. finna upplýsingar um samtöl Stefáns Jóhanns Stefánssonar þáverandi forsætisráð- herra við starfsmann bandaríska sendiráðsins og samkvæmt lýsingum Bandaríkjamannsins hefur forsætisráðherra íslands rabbað við Ameríkanann um hvaða íslenska embættismenn ætti að láta víkja úr starfi vegna rangra pólitískra skoðana. Auðvitað er það möguleiki að bandarískur sendimaður á íslandi hafi viljað sýna yfirboðurum sínum vestra að hann léti sig ekki muna um að segja sjálfum íslenska forsætisráðherran- um til um hvernig ætti að bera sig að við mannaráðningar. Skýrslur annarra Bandaríkjamanna benda þó ekki til að hér sé um firru að ræða þótt kannski sé þykkt smurt. En hér er einungis við bandarísk skjöl að styðjast. Hvar eru íslensku heimildimar? Eru til einhverjar heimildir í íslenskum ráðuneyt- um eða verðum við að láta okkur nægja ævisögur íslenskra stjórnmálaforingja? Þær eru oft skemmtilegar aflestrar en lúta sannanlega lögmálum íslenskrar sjálfsævisöguritunar og eru því hæpin sagnfræði. Það er óeðlilegt að við skulum eftirláta erlendum sendi- mönnum að skrifa örlagakafla í íslandssögunni. Með framtaki sínu hafa herstöðvaandstæðingar undirstrikað nauðsyn þess að utanríkisráðherra efni loforð sitt um að settar verði reglur um birtingu íslenskra ráðuneytisskjala. ÓP „Nokkuðflókið" Pað er víst töluverður til- vistarvandi að teljast til Al- þýðuflokksins þessar vik- urnar, samanber þau orð Jóns Karlssonar á Króknum að það væri „nokkuð flókið" að vera í senn krati og for- maður í verkalýðsféJagi. Reyndar virðast alþýðu- flokksmenn vera f arnir að þjást af skæðri pólitískri sótt sem leggst sérstaklega á flokka sem segjast vera til vinstri við miðju og Alla- ballar fengu snert af um árið. Mætti kenna núver- andi veirustofn við „ráð- herrakratisma". Einkennin eru stöðug vanlíðan með tíð- um tilfinningalegum upp- sölum, óblíð þunglyndisköst að lenda í, en ástæðurnar eru yfirleitt þær að sjúkiing- urinn hefur sest til ríkis- stjórnarveislu og kvarnast úr honum í hófinu miðju hvað hann ætlaði þangað að sækja, gerir sér síðan óþarf- lega dælt við sessunauta, drekkur yfir sig af snar- áfengu valdi, étur yfir sig af hagfræðilegu kólesteróli, missir ráð og rænu, gleymir ættoguppruna. „Æerfiðara" Nýjasta vísbendingin um þessa plágu í Alþýðuflokkn- um kemur frá þingmanni hans á Norðurlandi eystra, Árna Gunnarssyni. Hann segirí viðtali við „Lands- byggðina" - nýtt blað frá flokkurinn á sjálfan vaxta- málaráðherrann, og þá bregður svo við að þessi ráð- herra flokksins segir að vaxtafrelsi sé til góðs og ekki sé nein ástæða til að sporna sérstaklega við háum vöxt- um. Eru þetta ekki svik gagnvart kjósendum? Árni svarar harla bitur og fullur vanmáttar: „Ég reyni ekki að afsaka þetta ástand." Að komast burt Það er reyndar engu lík- ara en Alþýðuflokkurinn sé orðinn svo illa haldinn af fyrrnefndum sjúkdómi að hann sé að leysast upp í frumparta sína og hlutar af honum hugsi heitast um að rofin af skammvinnri gleði- vímu sem oft tekur á sig mynd taumlausrar persónu- dýrkunar, sífelld fortíðar- gylling samfara vanmætti við verkefni dagsins. Á síðari stigum fer að bera á alvarlegri veiklun í úthreinsunar- og endurný- junarfærum með síaukinni hættu á hugmyndafræðilegri skorpulifur og stöðugu bitl- ingasliti í ónæmiskerfinu. Óholl veisluhöld Stöku sinnum bráir af sjúklingnum og er þá hætt við hóflitlum biturleika og sjálfsgagnrýni, en eftirþví sem sjúklingnum elnar sótt- in verður hann kjarkminni við að leita sér lækningar. Hendir stundum að sjúklingurinn raknar úr rot- inu í pólitískum j arðskj ál ft - um eða það rofar til í hitak- ófinu við þrumuveður á kosninganótt. Á erfiðu bataskeiði má svo búast við meira og minna magnleysi ogfylgisrýrð. Þetta er einkar vond sótt þeim ágætu og vígdjörfu bændasonum - að það verði „æ erfiðara fyrir suma lands- byggðarþingmenn að styðja rfkisstjórnina". „Hrunadans landsbyggð- arinnar hófst þegar við kokgleyptum nýfrjálshyggj- una" segir Árni meðal ann- ars í ítarlegu viðtali sem ein- mitt hefur öll einkenni sótt- arinnar á svokölluðu klofn- ingsstigi þegar vinstri hönd- in veit ekki nema stundum hvað hin hægri gerir. Árni þessi, sem einmitt um daginn greiddi atkvæði með bráðabirgðalögunum á þingflokksfundi krata, seg- ist í samtalinu við „Lands- byggðina" afneitafjármála- stefnu ráðherranna sinna, JónsogJóns. Reyniþaðekki Landsbyggðinspyr: „ítíð síðustu ríkisstjórnar rak Al- þýðublaðið, undir þinni rit- stjórn, harðan áróður gegn okurvöxtunum. Núnasitur ríkisstjórn þar sem Alþýðu- sameinast lífkerfum sem enn eru við sæmilega heilsu: „Að segja skiiið við stjornmálaflokk sem menn hafa stutt í 20 til 30 ár, - það er meira en að segja það. En hvort sú staða sé núna runn- in upp að fulltrúar lands- byggðarinnar á alþingi þurfi sérstakan flokk á þinginu- ".. .segir Árni við Lands- byggðarmenn, „það kann að vera að sú hótun þurfi að koma fram. Þeir sem fylgj- ast með hvað er að gerast líða þetta ekki öllu lengur." Heittíhamsi Sosum einsog til að leggja áherslu á andrúmslof t við- talsins og elnan sóttarinnar sem nú herjar á Alþýðu- flokkinn klykkir Árni út með þessari yfirlýsingu: „Mér er ákaflega heitt í hamsi..." Við hin vonum að sótthit- inn réni og heilbrigðið nái aftur yfirhöndinni, ekki síst álandsbyggðinni. þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Utgáfufélag Þjóðviljans. Rlt8t|órar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórt: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, MagnfríöurJúlíusdóttir, Magnús H. Gísfason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gísfason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdðttir. LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Garðar Sigvaldason. MargrétMagnúsdóttir. Framkvœmdast|6rl: Hallur PállJónsson. Skrrfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdótlir. Auglýslngastjórl: Sigriður Hanna Sigurbjórnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: HannaÖlafsdóttir, SigriðurKristjánsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, simi 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja pjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 2. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.