Þjóðviljinn - 02.06.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Page 6
MINNING Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða bókasafnsfræðings við bókasafn sjúkra- hússins í tengslum vð Háskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins Halldóri Jónssyni, en nánari upplýsingar veitir bókavörður safnsins, Björg Þórðardóttir í síma 96-22100. Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til umsóknar kenn- arastaða í þýsku og einnig kennarastaða í stærðtræði og eðlisfræði. Við Fjölbrautaskólann við Ármúla er laus 1/2 kennarastaða í vélritun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 20. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið ■ ■■ REYKJKVÍKURBORG AA . Í?1 'V Arkitekt Laus er til umsóknar staða arkitekts við borgar- skipulag Reykjavíkur. Upplýsingar hjá forstöðu- manni eða Bjarna Reynarssyni, símar: 26102 og 27355. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna 1988 hefst í Ármúla- skóla, Ármúla 10, laugardaginn 4. júní en ekki mánudaginn 6. júní 1988. Opið er frá kl. 10-12 og 14-18 og 20-22 virka daga, á sunnudögum og 17. júní frá kl. 14-18. Borgarfógetaembættið í Reykjavík þlÓÐVILIINN r 68 13 33 i j [ i J r 68 18 66 Iiminu Ií r 68 63 00 Blaóburður er ál BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL BLAÐBERAR ÓSKAST Vailtar blaðbera víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur (UÓÐVILIINH Síðumúla 6 0 68 13 33 Gunnar Vilhjálmsson frá Bólstað fœddur 13. júlí 1909 - dáinn 19. maí 1988 Fimmtudagskvöldið 19. maí fengum við þau sorgartíðindi að afi í Álfheimum hefði dáið seinni part dags. Aðeins 7 mánuðum áður hafði Binni bróðir okkar 22 ára látist af slysförum. Því miður er oft stutt á milli áfalla. Við vitum að Binni tekur vel á móti afa. Við kölluðum hann alltaf afa í sveitinni, því þar bjuggu þau afi og amma að Bólstað í Áustur- Landeyjum í 20 ár. Á þeim tíma byggðu þau Bólstað upp nánast frá grunni. Afi var mjög vinnusamur og viljasterkur maður og ætlaðist til þess sama af öðrum. Við bræð- urnir vorum mörg sumur hjá þeim í sveit og ófáar voru helgarf- erðirnar sem við Binni, mamma og pabbi fórum í heimsókn til þeirra. Sveitadvölin varð gott veganesti út í lífið. Árið 1970 hættu þau búskap og fluttust að Álfheimum 42, Reykjavík. Alltaf var gott að koma til þeirra í Álfheimana og rabba saman við eldhúsborðið yfir kaffisopa og heitum kleinum, því afi var mjög fróður og víðles- inn. Afi og amma ferðuðust oft til Spánar og var gaman að skoða myndir og hlusta á ferðasögur þaðan. Hann hafði mjög gaman af að fara í sund og, alveg fram á síðasta dag, að fara með strætis- vagni niður á torg á góðviðris- dögum og skoða mannlífið, og óf- áar voru gönguferðirnar niður í Laugardalinn, og var grasagarð- urinn hans uppáhald. Alla tíð hafði hann mjög gaman af börn- um og börnin í nágrenninu hænd- ust að honum og kölluðu hann afa. Margar minningar eigum við öll um samverustundir með afa og þær gleymast aldrei. Guð styrki ömmu okkar í þess- um mikia missi. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Gunni, Einsi og Biddý Gunnar á Bólstað, en þannig var mér alltaf tamast að nefna hann, fæddist 13. júlí 1909 í Meiri-Tungu í Holtahreppi. For- eldrar hans voru Vilhjálmur Þor- steinsson bóndi þar og kona hans VigdísGísladóttir. Gunnarvarsá áttundi í röðinni af fimmtán systkinum og að honum gengnum eru sjö á lífi. Enginn auður var í búi foreldra hans og fljótlega eftir fermingu fór hann að heiman til þess að vinna fyrir sér. Fyrst á vertíð í Höfnum, en síðan vann hann við það sem til féll hverju sinni, var við sjóróðra á Siglufirði og verkamannavinnu í Reykja- vík, en mörg síðustu ár fyrri Reykjavíkurdvalar sinnar vann hann aðallega við múrverk. Hinn 21. júní 1934 kvæntist hann Guð- veigu Hinriksdóttur frá Horni í Sléttuhreppi. Þau settu saman bú í Reykjavík og þar fæddust þeim fimm börn. Elstur var Baldvin, en hann dó skömmu eftir fæð- ingu. Á lífi eru: Gunnlaugur, kvæntur Þorbjörgu Einarsdóttur, börn þeirra urðu fjögur en eitt þeirra er látið. Erna, gift Kristni Sigurðssyni, börn hennar eru fimm. Guðný, sambýlismaður hennar er Jón Pálsson. Hún átti fjögur börn en eitt þeirra er látið. Yngst er Vigdís, fjögurra barna móðii. Auk þess ólu þau hjón upp son Ernu, Agnar Loga Ax- elsson, sem kvæntur er Ágústu Hallsdóttur, þau eiga einn son. Barnabörnin eru því fimmtán talsins á lífi og barnabarnabörnin eru fjórtán. Vorið 1949 fluttu þau hjón að Bólstað í Austur-Landeyjum þar sem þau bjuggu til 1971 er þau seldu jörð og bú ungum hjónum og fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau keyptu sér notalega íbúð að Álfheimum 42. Fyrstu árin í borginni vann Gunnar sem næt- urvörður, lengst hjá Samvinnu- tryggingum, en lét að fullu af störfum fyrir allmörgum árum. Þau hjónin notuðu sér ýmsa möguleika sem sæmilega hraust gamalt fólk hefur til þess að njóta lífsins, dvöldu tíma og tíma utan heimilis sér til hressingar og fóru nokkuð í ferðalög, m.a. einhverj- ar ferðir til útlanda, sem þau kunnu vel að njóta. Gunnar átti því að mörgu leyti góða elli. Hann var lítið gefinn fyrir það að gera sér rellu út af smámunum og lét oftast vel af högum sínum og heilsu, þótt hann yrði fyrir nokkr- um áföllum af völdum æða- þrengsla sem háðu honum tal- svert og m.a. ollu því að hann átti í mörg ár erfitt um gang. Samt reyndi hann að stunda léttar gönguferðir um bæinn og í einni slíkri hneig hann til jarðar niðri á Lækjartorgi og dó eftir skamma stund. Slíkur dauðdagi er góður gömlum og þreyttum manni en alltaf sviplegur þeim sem eftir lifa. Kynni okkar Gunnars hófust fyrir réttum þrjátíu árum, en þá bjó hann á Bólstað og ég flutti í nágrenni við hann. Eg hygg að búskaparárin hafi verið góður kafli í lífi hans. Hann var þó ekki búmaður þeirrar gerðar að rækt- un jarðar og umhirða búpenings væri honum nautn og ástríða, en það var honum áreiðanlega mik-' ils virði að þurfa ekki að sækja til annarra fyrirmæli um það hvern- ig hann skyldi haga verkum sín- um. Hann bjó heldur ekki einn, því að kona hans vann alltaf með honum að heill og hag heimilisins af mikilli þrautseigju. Þegar hann flutti að Bólstað hafði hann ekki verið í sveit frá því að hann var unglingur og sagði mér ein- hverntíma að sumum bústörfum hefði hann verið allsendis óvan- ur. En hann náði tökunum á þeim, enda var hann verkmaður í betra lagi, virtist yfirleitt ekki flýta sér, en honum vannst því betur, því að hann var einstak- lega verkséður og eyddi fáum handtökum til ónýtis. Hann var skorpumaður í eðli sínu, á vorin og sumrin vann hann oft langan dag og var fljótur að ljúka verk- unum af. Þá tíma árs sem minna var um að vera, gaf hann sér góð- an tíma til þess að sinna öðrum hugðarefnum, hlustaði á útvarp og las kynstrin öll. Hann var ekki við eina fjölina felldur í vali á lestrarefni og var víða heima, enda ágætlega minnugur og þótti mér stundum með ólíkindum hve mikið hann kunni að segja frá fólki, tröllum og goðum í grárri forneskju, háttum þeirra og ýms- um atburðum sem þeim tengd- ust. Hann velti talsvert fyrir sér dulrænum málum, var viss um að fleira væri til en það sem við sjáum og skynjum og aðhylltist kenningar spíritisma um mögu- leika á að ná sambandi við fram- liðið fólk. Því fór þó fjarri að áhugi hans einskorðaðist við fornaldarsögur og dularheima. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og úti í heimi og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum. Oft leit hann á þau frá öðrum sjónarhornum en þeim sem algengust voru meðal samferðamanna. Meðan okkur grönnum hans datt ekki í hug að lesa önnur blöð en Tímann eða Morgunblaðið, þá keypti hann Þjóðviljann. Meðan aðrir bændur töldu aukna tækni, stærri bú og meiri fram- leiðslu allra meina bót, hélt hann fram ágæti fornra búskaparhátta og vinnubragða. Sjálfur var hann iðinn við að grípa til þeirra ef svo vildi verkast og þegar gras brást á túnum þrátt fyrir tækni og áburð fór hann stundum með orf og ljá út í mýri og bætti þannig drjúgri tuggu við heyin. Eigi að síður fylgdist hann vel með mörgum nýjungum og bætti jörð sína að ræktun og byggingum engu síður en aðrir bændur. Gunnar var tæplega meðal- maður á hæð en jafnvaxinn og vel limaður, skarpleitur og hvass- eygur og svipurinn festulegur. Hann var hreinlyndur og ör- lyndur og gat verið kaldur í svörum, en fljótur til sátta, góður nágranni og féll vel að þeim sið er sjálfsagður þótti í Voðmúlastaða- hverfi, að hver hlypi undir bagga með öðrum ef einhvers þurfti með. Allrar þeirrar samvinnu og samskipta er gott að minnast, nú er einn bóndinn úr hverfinu fellur í valinn. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur hittumst við alltaf öðru hverju. Um skeið fóstruðu þau hjónin son minn meðan við for- eldrarnir vorum í vinnu og er ljúft og skylt að þakka það hér hve hlý þau voru honum þá og jafnan síð- an. í Álfheimana var alltaf gott að koma. Gunnar fylgdist vel með því sem gerðist á fornum slóðum í Rangárþingi og varð okkur oft skrafdrjúgt um það og margt annað yfir góðum kaffi- bolla hjá Veigu. Fyrir þá sam- fundi og alla aðra fyrr og síðar þakka ég nú. Þakkir flyt ég einnig frá syni mínum og undir þær hefði kona mín áreiðanlega líka tekið. Veigu okkar, börnum þeirra Gunnars, fóstursyni og öðrum ástvinum sendum við samúðar- kveðjur og biðjum þeim guðs blessunar. Ragnar Böðvarsson Faðir okkar Jón Valdimarsson, vélsmiður Hlíðarvegi 25 ísafirði lést að heilmili sínu 31. maí. Börnin 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.