Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 7
Hafnarfjörður 80 ára Hellisgerði, perla bæjarins Málfundafélagið Magni af- henti Hafnarfjarðarbæ Hellis- gerðiformlegatileignarvið hátíðlega athöfn og pomp og prakt ígær. Hafnarfjörðurinn varð hýr og börnin léku við hvurn sinn fingur milli gos- brunnaoghraunhellnaígerð- inu, Hellisgerði allra Hafnfirðinga. Aö sjálfsögðu voru haldnar misstuttar tölur við athöfnina enda vart við öðru að búast þegar þeir Magnamenn eiga í hlut. Ell- ert Borgar Þorvaldsson, formað- ur Magna, rakti forsögu gerðisins fimlega og sagði þá einnig frá markmiði Magna með því að gera Hellisgerði að fegurðarnafla Fjarðarins. Því hvernig Magni reri að því öllum árum að efla menningarlíf í Firðinum og láta ævintýrið um Hellisgerði verða að veruleika, til að viðhalda fe- gurð og sérstöðu bæjarins og hraunbrekkunnar. Hellisgerði hefur sannarlega mikla sérstöðu sem blóma- og skemmtigarður, því hvar í þétt- býli finnur maður sosum garð þar sem manns geta beðið óútskýran- legir leyndardómar bak við næstu hæð? Milli hæsta hóls og lægstu dældar í gerðinu eru margir metr- ar en þó er einsog hvergi sé auðveldara og ánægjulegra að ganga því það er einsog um- heimurinn sé ekki lengur til þegar maður gleymir sér innanum gos- brunna og gróðursæla reiti. Jónsmessuhátíðir hafa verið haldnar í Hellisgerði frá árinu 1923 í umsjá Magna og er þess að vænta að núverandi umsjóna- raðili gerðisins, Hafnarfjarðar- bær, haldi ekki vegminni hátíð á komandi Jónsmessunótt. -tt Skrúð- og skemmtigarðurinn Hellisgerði er nú orðinn eign Hafnarfjarðarbœjar. Hápunktur afmœlishátíðarinnar „Þú hýri Hafnarfjörður". Karlakórinn Þrestirsöng Ijúflega í Hellisgerð- inu, bæjarbúum til mikillar ánægju. Jóna Ósk Guðjónsdóttir tekur við afsali Hellisgerðis úr hendi Ellerts Borgars Þorvaldssonar. Vin í amstri hversdagsins Myndir Ari. Maður getur nú hvorki haldið né sleppt, hvorki étið kökuna né geymt. Krakkarnir í Hafnarfirði kunna að meta Hellisgerðið. Hæðirnar og trén. „Hellisgerði er vin í amstri hversdagsins. Vin fyrir fólk á öllum aldri," sagði Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði. Hún veitti afsali Hellisgerðis viðtöku úr hendi Ellerts Borgars Þorvalds- sonar, formanns Málfundafélags- ins Magna. Þakkaði kærlega fyrir sig og bæinn allan með kurt og pí. „Hellisgerðið er rómantískur staður fyrir yngra fólk, staður stefnumóta á síðkvöldum, og þegar börnin koma til sögunnar í lífi þess er þetta prýðilegur sama- staður fyrir þau. Eldra fólk fær svo góða og verðskuldaða hvíld- frá skarkala daganna í rósömum lautum. Undir grösugum hlíðum garðsins." Fimmtudagur 2. júní 1988 fJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.