Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 9
la auðar hluta af sumri vegna vöntunar á það ekki fyrr en á 5.-6. degi. Hún sagði að lokunin hefði í för með sér aukið álag hjá þeim en vel ætti að vera hægt að ráða við það, þar sem ekki skorti starfsfólk á fæð- ingargang. Þangað gengi yfirleitt best að ráða fólk, því starfið þætti spennandi. Löng sumarfrí og lítið um afleysinga- fólk Bæði Sigurlín og Vigdís sögðu helstu ástæðuna fyrir miklum lokunum yfir orlofstímann vera að sumarfrí væru almennt orðin löng og óraunhæft að halda að hægt væri að fá nógu margt fagl- ært afleysingafólk. Mest vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og sagði Sigurlín að á Borgarspít- alanum einum þyrfti að fá 67 hjúkrunarfræðinga og 50 sjúkra- liða í 16 vikur um orlofstímann, ef leysa ætti vandann sem skap- aðist vegna sumarleyfa. - Það bíður enginn mannskapur heima eftir að taka að sér sumarafleys- ingar. Hún sagði að það væri ekki mikið um að fólk tæki frí utan orlofstímans, sem er frá miðjum maí, fram í miðjan september. Margir eru með börn í skólum og þurfa einnig að taka mið af því hvenær maki getur fengið frí. Varla er við því að búast að völ sé á fólki til afleysinga á sama tíma og ekki tekst að manna allar stöður á sjúkrahúsunum. Sigurlín sagði að á Borgarspítalanum vantaði í 20% af stöðum sjúkra- liða og 16% af stöðum hjúkrun- arfræðinga. Þó ekki kæmi sumar- leyfi til ylli skortur á starfsfólki því, að rétt væri hægt að halda deildum gangandi og þyrfti mikið að biðja fólk um að taka auka- vaktir. Á sjúkrahúsunum er unn- ið 24 tíma á sólarhring og starfið þess eðlis að ekki er hægt að láta verkefni bíða þótt einhverjir starfsmenn forfallist. Vigdís Magnúsdóttir á Land- spítalanum sagði að það væri nýtt á þessu ári og því síðasta, að að- stoðarfólk vantaði og einnig skorti skúringafólk. Nú í sumar hefði samt gengið betur að fá af- leysingafólk í þau störf en í fyrra, þegar framboð á atvinnu í verslun og þjónustu jókst mikið. Sigurlín tók í sama streng og sagði að skólafólk sækti nú mun minna eftir sumarvinnu hjá þeim og hefði verið hægt að veita flestum sem sýndu áhuga starf. Krefjandi störf, en laun lág Auknu framboði á minna krefjandi og betur launuðum störfum hefur verið kennt um að erfiðara er að fá fólk í ýmis störf í heilbrigðisþjónustunni. Þegar leitað var eftir skýring- um á hjúkrunarfræðingaskortin- um, meðal þeirra sjálfra, töldu flestir meginástæðuna vera lág laun, mikið yinnuálag og óreglu- legan vinnutími. Dregið hefur úr ásókn í hjúkrunarfræðinám og nú stendur fyrir dyrum að hefja kynningarátak á námi og starfi hjúkrunarfræðinga til að reyna að beina stærri hluta af þeim sem hug hafa á langskólanámi inn á þá braut. Skortur á sjúkraliðum er einn- ig töluverður og að sögn Kristínar Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélagsins, sækja sífellt •færri í það nám. Sjúkraliðanám tekur nú 3 ár og er kennt í 4 fjöl- brautaskólum, auk Sjúkraliða- skólans. Kristín sagði að útlitið væri ekki gott fyrir næsta haust því aðeins 14 væru búnir að sækja um nám í skólanum. Venjulega hefur Sjúkraliðaskólinn útskrifað um 40-50 á ári. Áður virtist þetta nám höfða nokkuð til kvenna, sem voru að koma út á vinnu- markaðinn eftir að hafa sinnt heimilisstörfum lengi, en því er ekki að heilsa lengur. Eftir þriggja ára nám cru byrj- unarlaun sjúkraliða 43.528 og sagði Kristín launin stóran þátt í skortinum á starfsfóiki í þessari stétt. Einnig virtust margir hafa óljósa hugmynd um hvert starfs- svið sjúkraliða væri og bæta þyrfti úr því með kynningu á starfinu ef laða ætti fólk í nám í þessari grein. Athugað var hjá Starfs- mannafélaginu Sókn hver laun aðstoðarfólks á sjúkrahúsum væri. En eins og áður kom fram hefur gengið illa að ráða í þau störf að undanförnu. Svo dæmi séu tekin fær 23 ára einstaklingur nú 38.652 kr. í byrjunarlaun og 17 ára unglingar rúmlega 34.000. Helst er það fólk í ræstingum sem er á þessum dagtöxtum. Vakta- vinnufólkinu tekst að hífa launin aðeins upp með vaktaálagi og greiðslum fyrir kaffitíma. Það virðist nokkuð ljóst að ef takast á að bjóða upp á góða heilbrigðisþjónustu hér á landi allt árið um kring, þurfi að koma til betra mat á hjúkrunarstörfum og aukin virðing fyrir því starfi sem unnið er á sjúkrastofnunum. Svo að vitnað sé í orð landlæknis nýlega í viðtali: „Það er því miður staðreynd að fólk á kost á mun hærri launum fyrir að sinna véi- um en veiku fólki." mj GJALDDAGI .FYRIRSKIL . A STAÐGREIÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.