Þjóðviljinn - 02.06.1988, Síða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Síða 9
'"'wwMft.m* TSfgiý.SÍ Itau 09 * •Wfflnim, Frumril hvers mánaðar stendur fyrir dyrum að hefja kynningarátak á námi og starfi hjúkrunarfræðinga til að reyna að beina stærri hluta af þeim sem hug hafa á langskólanámi inn á þá braut. Skortur á sjúkraliðum er einn- ig töluverður og að sögn Kristínar Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélagsins, sækja sífellt •færri í það nám. Sjúkraliðanám tekur nú 3 ár og er kennt í 4 fjöl- brautaskólum, auk Sjúkraliða- skólans. Kristín sagði að útlitið væri ekki gott fyrir næsta haust því aðeins 14 væru búnir að sækja um nám í skólanum. Venjulega hefur Sjúkraliðaskólinn útskrifað um 40-50 á ári. Áður virtist þetta nám höfða nokkuð til kvenna. sem voru að koma út á vinnu- markaðinn eftir að hafa sinnt heimilisstörfum lengi, en því er ekki að heilsa lengur. Eftir þriggja ára nám cru byrj- unarlaun sjúkraliða 43.528 og sagði Kristín launin stóran þátt í skortinum á starfsfólki í þessari stétt. Einnig virtust margir hafa óljósa hugmynd um hvert starfs- svið sjúkraliða væri og bæta þyrfti úr því með kynningu á starfinu ef laða ætti fólk í nám í þessari grein. Athugað var hjá Starfs- mannafélaginu Sókn hver laun aðstoðarfólks á sjúkrahúsum væri. En eins og áður kom fram hefur gengið illa að ráða í þau störf að undanförnu. Svo dæmi séu tekin fær 23 ára einstaklingur nú 38.652 kr. í byrjunarlaun og 17 ára unglingar rúmlega 34.000. Helst er það fólk í ræstingum sem er á þessum dagtöxtum. Vakta- vinnufólkinu tekst að hífa launin aðeins upp með vaktaálagi og greiðslum fyrir kaffitíma. Það virðist nokkuð ljóst að ef takast á að bjóða upp á góða heilbrigðisþjónustu hér á landi allt árið um kring, þurfi að koma til betra mat á hjúkrunarstörfum og aukin virðing fyrir því starfi sem unnið er á sjúkrastofnunum. Svo að vitnað sé í orð landlæknis nýlega í viðtali: „Það er því miður staðreynd að fólk á kost á mun hærri launum fyrir að sinna vél- um en veiku fólki.“ mj Sjúkrahúsin Sumarlokanir aukast stöðugt standa auðar hluta af sumri vegna vöntunar á það ekki fyrr en á 5.-6. degi. Hún sagði að lokunin hefði í för með sér aukið álag hjá þeim en vel ætti að vera hægt að ráða við það, þar sem ekki skorti starfsfólk á fæð- ingargang. Þangað gengi yfirleitt best að ráða fólk, því starfið þætti spennandi. Löng sumarfrí og lítið um afleysinga- fólk Bæði Sigurlín og Vigdís sögðu helstu ástæðuna fyrir miklum lokunum yfir orlofstímann vera að sumarfrí væru almennt orðin löng og óraunhæft að halda að hægt væri að fá nógu margt fagl- ært afleysingafólk. Mest vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og sagði Sigurlín að á Borgarspít- alanum einum þyrfti að fá 67 hjúkrunarfræðinga og 50 sjúkra- liða í 16 vikur um orlofstímann, ef leysa ætti vandann sem skap- aðist vegna sumarleyfa. - Það bíður enginn mannskapur heima eftir að taka að sér sumarafleys- ingar. Hún sagði að það væri ekki mikið um að fólk tæki frí utan orlofstímans, sem er frá miðjum maí, fram í miðjan september. Margir eru með börn í skólum og þurfa einnig að taka mið af því hvenær maki getur fengið frí. Varla er við því að búast að völ sé á fólki til afleysinga á sama tíma og ekki tekst að manna allar stöður á sjúkrahúsunum. Sigurlín sagði að á Borgarspítalanum vantaði í 20% af stöðum sjúkra- liða og 16% af stöðum hjúkrun- arfræðinga. Þó ekki kæmi sumar- leyfi til ylli skortur á starfsfólki því, að rétt væri hægt að halda deildum gangandi og þyrfti mikið að biðja fólk um að taka auka- vaktir. Á sjúkrahúsunum er unn- ið 24 tíma á sólarhring og starfið þess eðlis að ekki er hægt að láta verkefni bíða þótt einhverjir starfsmenn forfallist. Vigdís Magnúsdóttir á Land- spítalanum sagði að það væri nýtt á þessu ári og því síðasta, að að- stoðarfólk vantaði og einnig skorti skúringafólk. Nú í sumar hefði samt gengið betur að fá af- leysingafólk í þau störf en í fyrra, þegar framboð á atvinnu í verslun og þjónustu jókst mikið. Sigurlín tók í sama streng og sagði að skólafólk sækti nú mun minna eftir sumarvinnu hjá þeim og hefði verið hægt að veita flestum sem sýndu áhuga starf. Krefjandi störf en laun lág Auknu framboði á minna krefjandi og betur launuðum störfum hefur verið kennt um að erfiðara er að fá fólk í ýmis störf í heilbrigðisþjónustunni. Þegar leitað var eftir skýring- um á hjúkrunarfræðingaskortin- um, meðal þeirra sjálfra, töldu flestir meginástæðuna vera lág laun, mikið vinnuálag og óreglu- legan vinnutími. Dregið hefur úr ásókn í hjúkrunarfræðinám og nú Aðeins hœgt að sinna bráðatilfellum á sama tíma og langir biðlistar eru í aðgerðir. Mikill skortur áfaglœrðu hjúkrunarfólki í afleysingar og einnig orðið erfiðara að fá aðstoðarfólk í apríl sendu fulltrúar spítal- anna í Reykjavík heilbrigðisráð- herra bréf, þar sem segir að enn erfiðara muni reynast að reka spítalana í sumar en áður. Þar er lögð fram áætlun um lokun á ein- um 20 deildum og er starfsemin lögð niður á flestum þeirra í 5-6 vikur. Hér er um að ræða hátt á 4. hundrað sjúkrarúm og fyrirsjáan- legt að auk þess þurfi að taka úr notkun einstök rúm á ýmsum öðrum deildum. Þjónusta spítal- anna dregst því verulega saman yfir orlofstímann og er skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum til afleysinga sögð megin- ástæðan. Ekki tekið af biðlistum Haft er samráð milli sjúkra- húsanna þegar verið er að skipu- leggja sumarlokanir og reynt að koma málum þannig fyrir að ekki sé sömu deildum lokað allsstað- ar. í samtölum við hjúkrunarfor- stjóra á Borgar- og Landspítala kom fram að samdrátturinn í starfseminni í sumar leiddi til þess að ekki væri hægt að komast yfir meira en sinna aðgerðum, sem ekki væri hægt að fresta. Á báðum stöðum er t.d. bæklunar- lækningadeildum lokað á sama tíma og löng bið er eftir að kom- ast í bæklunar- og beináaðgerðir. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítlanum sagði að lokanir á lyflækninga-, skurðlækninga- og endurhæfing- ardeildum væru álíka margar og undanfarin ár. Viðbótin í sumar fælist aðallega í því að loka þyrfti einni af 4 öldrunardeildum í 3 mánuði. Um er að ræða 27 rúm og sagði Sigurlín að undirbúning- ur að lokun hefði staðið lengi og gengið vel að koma fólkinu fyrir ýmist á öðrum deildum sjúkra- hússins eða utan þess. Hún sagði að á þeim deildum sem opnar verða á Borgarspítalanum mætti búast við að þjónusta drægist eitthvað saman, þar sem ekki er ráðið í afleysingar fyrir alla sem fara í frí. Lokanir á Landspítalanum verða svipaðar og í fyrra, en þar verður 5 sjúkradeildum lokað og einnig göngudeild húðsjúkdóma að Vífilsstöðum. Einnig er líklegt að fella þurfi niður hjartaaðgerð- ir í 3-4 vikur vegna sumarleyfa, þó að bið sé eftir að komast í slíka meðferð. Athygli vekur að tvær af fjórum almennum barna- deildum eru lokaðar í 12 vikur. Er Vigdís Magnúsdóttir hjúkrun- arforstjóri var spurð hvaða sjón- armið réðu því hvaða deildum væri lokað, sagði hún að lokun barnadeildanna stafaði bæði af skorti á starfsfólki og reynslu af því að álagið þar minnkaði yfir sumartímann. Mest ásókn væri í að koma börnum í aðgerðir strax eftir að skólum lyki á vorin. Sitt hvorri lyf- og handlækninga- Á Landspítalanum verða 2 barnadeildir lokaðar í 12 vikur. Um 20 sjúkradeildir í Reykjavík munu afleysingafólki. deildinni er lokað og sagði Vigdís að 4 síkar væru á spítalanum og einni lokað um tíma á hverju sumri. Fæðingarheimilinu lokað í 6 vikur í apríl lýstu ljósmæður yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að verða á umönnun sængur- kvenna yfir sumartímann. Á Fæðingarheimilinu er rúm fyrir 13 sængurkonur og síðustu sumur hefur því verið lokað vegna sumarleyfa, sem þýðir aukið álag á Kvennadeild Landspítalans. Hefur það í för með sér minni þjónustu við sængurkonur, þar sem þurft getur að stytta legutím- ann um 2-3 daga án þess að á móti komi aukin heimahjúkrun. Ljós- mæður skoruðu á stjórn Borgar- spítalans að hætta við fyrirhu- gaða 6 vikna lokun í sumar, því fyrirsjáanleg væri aukning fæð- inga um allt land. Hulda Jens- dóttir forstöðukona á Fæðingar- heimilinu sagði að því miður hefði ekki verið orðið við því og ekki tekið í mál að stytta lokun- ina í ár með því að skipuleggja sumarfrí öðruvísi. Ásgerður Helgadóttir ljós- móðir á Kvennadeild Landspítal- ans, sagði að hluta af þeim tíma sem Fæðingarheimilið var lokað í fyrrasumar hefði þurft að senda konur heim á 4. degi, en talið væri lágmarksþjónusta að gera Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið GJALDDAGI . FYRIR SKIL . A STAÐGREIÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein“. Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð sfðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI . SPARAÐU SP0RIN PU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.