Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 10
í DAG Tekið til hendinni Nú er skólinn búinn og krakk- arnir komnir á kreik út um borg og bí. Unglingarnir nota þó sumarfríið sitt flestir til þess að vinna. f>ess vegna verða flestir varir við það þegar þeir flykkj ast út á vinnumarkaðinn á vorin eftir að hafa verið lokaðir allan vetur- inninniískólastofunni. Hérí Reykjavík er þetta mjög áber- andi þegar krakkarnir flykkjast um borgina eins og hvítur storm- sveipurogtaka til hendinni. Það er unglingum þessarar borgar að þakka að rusl og óþverri vetrarins hverfur sjónum okkar. Þá geta erlendu ferðamennirnir sem heimsækja okkur talað um hvað höfuðborgin okkar er hrein og falleg. Þetta vill oft gleymast hjá okkur sem eldri erum. Sú vinna sem unglingarnir leggja af mörk- um er landi og þjóð meira virði en margur vill vera láta. Það býr mikill kraftur og þor í æsku þessa lands sem oft á tíðum er ekki gef- inn gaumur. Menn gleyma sér í vandamálum líðandi stundar. Drukkna í síbylju fjölmiðlanna og gleyma því að til er eitth vað annað en axarsköft misviturra stjórnmálamanna sem setja slag- síðu á þjóðarskútuna. Nú þegar sá tími fer í hönd að yngsta kyn- slóðin á vinnumarkaðinum leggur hönd á plóginn þá er okk- ur hinum eldri hollt að sýna henni dálítið þakkiæti og taka eftir því sem vel er gert um borg og bí. -gsv í dag er 2. júní, fimmtudagur í sjöundu viku sumars, þrettándi dagur skerplu, 154. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.19 og sest kl. 23.34. Viðburðir Fardagar hefjast (flutningadag- ar, nýirábúendurtaka viðjörð- um, þrír dagar sex vikum eftir sumardaginnfyrsta). Dýridagur (minning síðustu kvöldmáltíðar- innarog heilagssakramentis, kristslíkamadagur, hátíðfyrir- skipuð á íslandi 1326, leggst nið- ur með pápísku). Jarðskjálftinn mikli á Dalvík 1934. Þjóðhátíðar- dagur Ítalíu. Stúdentinn Benno Ohnesorg skotinn í mótmælum í Berlín 1967. Þjóðviljinn fyrir 50árum Þýskum árásarher stefnt saman við landamæri Tékkóslóvakíu. Henlein krefst þess að stjórnin segi upp samningunum við So- vétríkin og Frakkland. Bretar leggjast á sveif með Henlein. - „Skjaldborgin" á Norðfirði gerir samfylkingu við afturhaldið og svíkurgerðasamninga. Bæjar- stjórnarkosningar á Norðf. í haust. 7 Lárus Salómonsson vinnur Íslandsglímuna. UM ÚTVARP & SJÓNVARP # Stangveiði í Sjónvarpinu Sjónvarpið kl. 20.35 í kvöld verður sýndur fyrsti þátt- ur í breskum fræðslumyndaflokki um stangveiði. í fyrsta þættinum, en alls eru þeir sex, verður fjallað um silungsveiði í ám og vötnum. Morðgáta aftur á dagskrá Stöð 2 kl. 20.50 Stöð tvö hefur að nýju sýningar á þáttunum Morðgáta með Íeikkonuni Angela Lansbury. Þættir þessir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Þátturinn í kvöld gerist í París þar sem aðalpersónan Jessica Fletcher (Angela Lansbury) er í heimsókn hjá vinkonu sinni en hún er Tískuhönnuður. f miðri tískusýningu vinkonunnar finnst meðeigandi hennar myrtur að tjalda baki. Grunur fellur á vin- konuna. Angela Lansbury leikur aðalhlutverk i þáttaröðinni Morðgáta. Fréttir á ensku í sumar verða fréttir á ensku í útvarpinu eins og nokkur undan- farin sumur. Sú breyting verður nú á þessum fréttaútsendingum að þær verða á rás 1 á morgnana að loknu fréttayfirliti klukkan 7:30. Með því að senda „Fréttir á ensku“ út á rás 1 nást þær um land allt og miðin umhverfis landið. Þessar fréttasendingar eru eink- um ætlaðar erlendum ferða- mönnum. Þar verður stutt yfirlit erlendra frétta, helstu innlendar fréttir, sem varða útlendinga, fréttir af menningar og listvið- burðum, leiðbeiningar til er- lendra ferðamanna varðandi um- gengni um landið og fréttir af vegum og umferð. I lok fréttanna verður svo veðurspá fyrir allt landið. Ágrip af fréttunum verður les- ið inn á símsvara, sem verður op- inn allan sólarhringinn. Síminn er 91-69 36 90. Fréttir á ensku verða á dagskrá útvarpsins fram til 1. september. GARPURINN KALLI OG KOBBI Er hann A Ég held það, en hann lifandi? / er særður. Ekki meira en svo að hann dragi Komum ekki við hann ef hann hefur meitt sig. Passaðu hann þá meðan ég næ í mömmu Vonandi kann hún á svona lagað. Auðvitað. Það er ekki hægt að verða mamma nema maður geti græjað allt á sfundinni. “V m FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.