Þjóðviljinn - 02.06.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Qupperneq 13
Suður-Afríka Klofningur á kirkjuþingi Trúarleiðtogar landsins ósammála um næstu skrefí baráttunni gegn misréttinu erferð stjórnvalda í Suður- Afríku á hendur trúfélaga í landinu hefur borið árangur. Á tvö hundruð manna þingi krist- inna manna, múslima, hindúa og gyðinga kom fram klofningur í af- stöðunni til þess hvaða aðgerða trúfélögin gripu nú til í baráttu sinni gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Foringi afríska kirkjuráðsins, Frank Chikane, mælti fyrir til- lögu þess eðlis að beitt yrði ár- angursríkum aðferðum án of- beldis. Hann hvatti m.a. trúar- leiðtogana til þess að taka þátt í og skipuleggja kröftugt andóf og óhlýðni við yfirvöld. „Spurningin er ekki hvort við gerum eitthvað heldur hvað við gerum og hvenær við látum til skarar skríða,“ sagði Chikane. Tillaga hans var ekki samþykkt á þinginu og látið var nægja að setja málið í nefnd sem ákveða skyldi næstu skref í andófinu. Þó var samþykkt að styðja við ver- kfallsaðgerðir í næstu viku til að mótmæla ströngum lögum um verkalýðsfélög sem eru í undir- búningi hjá stjórnvöldum. Séra Ed Cain, foringi hinnar íhaldssömu kirkjuhreyfingar kristinna manna í Suður-Afríku, sem í eru um fjórar miljónir manna (svartra og hvítra), Iagði áherslu á að hlutverk trúarforing- ja og presta væri miklu frekar að prédika nánungakærleik, ást og þolinmæði. Erkibiskupinn, Desmond Tutu, var óánægður með gang mála á þinginu og fannst sam- þykkt þess ganga alltof skammt í baráttunni gegn kynþáttamisrétt- inu í landinu. Reuter/-gsv. ERLENDAR FRETTIR Leiðtogafundur Arangurslítill fundur Míkhael Gorbatsjov óánœgður með framgöngu Reagans íMoskvu Að loknum ieiðtogafundinum í Moskvu er Ijóst, að það gekk eftir sem fyrir fram hafði verið spáð að árangur yrði lítill af við- ræðum þeirra Ronalds Reagans og Míkhaels Gorbatsjovs. Hápunktur fundarins var þeg- ar leiðtogarnir skiptust á rauðum leðurklæddum bókum sem inni- héldu samþykkta samninga og staðfesta af þingum beggja land- anna, um fækkun meðaldrægra kjarnorkuvopna. Samningur þessi er sá fyrsti sinnar tegundar sem risaveldin hafa gert sín á milli. Að því leyti var hér um sögulegan atburð að ræða. Við þetta tækifæri sögðu for- ingjarnir eitthvað á þá leið að þetta væru sögulegir tímar og að tímabil kjarnorkuafvopnunar væri hafið í heiminum. Augljóst var þó að Gorbatsjov var ekki ánægður með árangur fundarins og á tveggja tíma fréttamanna- fundi, þeim fyrsta sem Sovétleið- togi heldur í sínu heimalandi, kom viðhorf hans berlega ljós. „Ég held að við hefðum getað gert miklu betur og í raun glötuð- um við kærkomnu tækifæri til að stíga mikilvæg skref í átt til sið- menntaðra samskipta. En þrátt fyrir allt viljum við viðhalda friði, ekki satt?“ sagði hinn 57 ára gamli Kremlarforingi hálf gremjulega á þessum fundi. Reagan lagði hins vegar áherslu á, að það væri mikilvægt að rasa ekki um ráð fram og að skrefin til afvopnunar yrði að taka af yfirlögðu ráði. Hann hafnaði m.a. orðalagi sem Sovét- menn lögðu til í lokaályktun fundarins þar sem sagði á þá leið, að stórveldin byggðu tilvist sína á friðsamlegum samskiptum þjóða í millum. Reuter/-gsv. Sovétríkin Jeltsín þrætir Segistekki hafa rœttum brotthvarf Lígatsjovs við breskafréttamenn. Gorbatsjov segir alrangt að Lígatsjov sé á förum úrforystusveit kommúnistaflokksins Við hefðum getað gert miklu betur. Kína Boris Jeltsín segir af og frá að hann hafi rætt við fréttamenn BBC um nauðsyn þess að Jegor Lígatsjov yrði rekinn út úr Kreml fyrir fullt og allt. Jeltsín kom í gær að máli við bandaríska fréttamenn og þver- tók fyrir að hafa látið sér þetta um munn fara. Ekki kvaðst hann heldur hafa kvartað undan fram- komu Gorbatsjovs aðalritara í sinn garð. Hvað um það, Gorbatsjov segir af og frá að Lígatsjov næst- ráðandi sinn sé á förum. Hann greindi frá þessu á blaðamanna- fundi í gær, þeim fyrsta sem sov- éskur leiðtogi heldur á heima- slóðum. Gorbatsjov gerði því ennfremur skóna að Jeltsín, sem er fyrrum oddviti kommúnista í höfuðborginni, hefði brennt allar brýr að baki sér og kynni að hverfa úr miðstjórn flokksins von bráðar. Einsog menn rekur minni til höfðu fréttamenn BBC uppá Jeltsín á dögunum og röktu úr honum garnirnar. Bretarnir eru vitaskuld staddir í Moskvu til þess að fylgjast með viðræðum Reagans og Gorbatsjovs en þar eð ekki bólaði á neinum undrum og stórmerkjum á fundi leiðtog- anna hóuðu þeir í Jeltsín sem hef- ur orð á sér fyrir að vera óvenju hreinskilinn og opinskár af sov- éskum fyrirmanni að vera. Sögðu þeir hann hafa sagt að best færi á því að Lígatsjov yrði sviptur völdum því hann væri þrándur í götu nýmæla. Enn- fremur á hann að hafa viðurkennt að framkoma Gorbatsjovs í máli sínu hefði komið sér í opna skjöldu, hann hefði búist við því að aðalritarinn liðsinnti sér í átökunum við íhaldssama flokksfélaga í nóvembermánuði í fyrra. Gorbatsjov sagði í gær að hann hefði enn ekki lesið viðtalið en eftir því sem hann kæmist næst bæri Jeltsín þar fram alvarlegar ásakanir á hendur ýmsum valin- kunnum sómamönnum. Sér fyndist því eðlilegt að hann yrði látinn standa fyrir máli sínu á næsta fundi miðstjórnarinnar. „Við hljótum að fara þess á leit við félaga Jeltsín að hann skýri sín sjónarmið og greini frá því hreinskilnislega hvað hann er að fara með þessu. Hvað varðar fé- laga Lígatsjov þá fer því fjarri að hann sé að fara á eftirlaun. Þetta er allt úr lausu lofti gripið." Reuter/-ks. Frekari þrengingar Stjórn flokksins: Engin önnur leið út úr efnahagsvanda en að flýtafyrir umskiptunum Framkvæmdastjórn kínverska kommúnistaflokksins segir nauðsynlegt að flýta fyrir efna- hagslegum umskiptum eins og hægt er, þrátt fyrir mikla óánægju almennings með hækk- að vöruvcrð. Afnám verðstöðvunar á mat- vælum í maímánuði leiddi til allt að 60% hækkunar. Þessi um- skipti hafa valdið hamstri á vörum í þéttbýli. íbúar þar segj- ast nú fátækari en áður þrátt fyrir ýmsa „félagsmálapakka“ sem fylgja áttu þessum breytingum. Verð á hráefnum hefur haldist stöðugt í um þrjátíu ár en hækk- aði nú nýlega og veldur nú verri afkomu í ríkisreknum iðnaði t.d. í Shanghai. Valdhafar í Kína halda því fram að þessar miklu verðhækkanir hafi verið nauðsynlegar til að örva fram- leiðendur og koma miðstýrðu efnahagslífi landsins til hjálpar. Framkvæmdastjórn flokksins telur að laun hækki í kjölfar þess- ara efnahagslegu umskipta. Af- köst og gæði framleiðslunnar verði meiri í kínverskum iðnaði. -Reuter/-gsv Frakkland Kommúnistar á ystu nöf Kommúnistaflokkur Frakklands var höfuðvígi vinstri mannafyrir réttum áratug. Nú getur aðeins náð og miskunn sósíalista tryggt honum þingsœti Kommúnistaflokkur Frakk- lands er ekki orðinn nema svipur hjá sjón líti menn um öxl og beri hann saman við fornan alnafna sinn. Sú var tíð að fimmti hver Frakki greiddi kommúnist- um atkvæði í kosningum. Hat- rammur ágreiningur milli félaga og uppgangur sósíalista undir for- ystu Francois Mitterrands hafa smátt og smátt saxað á limina. Nú er svo komið að fylgiskannanir spá ragnarökum flokksins í þingkjörinu sem fyrir dyrum stendur í Frakklandi. í þinghúsinu franska eru 577 stólar undir jafnmarga þing- menn. Nú hafa kommúnistar rétt til setu í 35. Svo kann að fara að eftir kosningar fækki þeim niður í 3. Aðeinseitt kann að koma þeim til bjargar. Að sósíalistar sjái sér hag í því að láta nokkra fram- bjóðendur sína víkja fyrir komm- Hér á árum áður var Marchais oddviti voldugri fylkingaren Mitterrand. Nú hefur forsetinn ráð kommúnista í hendi sér. únistum í síðari umferð kosning- anna. Kommúnistaflokkur Frakk- lands þykir nauðalíkur þeim kommúnistaflokki sovéskum sem leið undir lok við valdatöku Gorbatsjovs árið 1985. Allt hnignunarskeiðið hefur flokkur- inn lotið forystu Georges Marc- hais, ráðríks stalínista sem ekki hefur hikað við að reka „óþæg börn“ og aðra andófsmenn úr flokknum. Marchais er þingmaður en svo kann að fara að hann tapi sæti sínu. íbúar hverfis nokkurs í austurhluta Parísar hafa um langt árabil kjörið hann á löggjafar- samkunduna en eru mjög á báð- um áttum nú. Marchais kom fram í sjónvarpi í fyrrakvöld. Fréttamenn inntu hann eftir orsökum uppdráttar- sýki flokks síns. Hann kvað sam- starfið við sósíalista í ríkisstjórn árin 1981-1984 hafa skipt sköpum. „Um aldarfjórðungs skeið var það stefna flokksins að starfa náið með sósíalistum en í stjórnarsamstarfinu kom í ljós að það hafði verið glappaskot." Það er kunnara en frá þurfi að segja að Mitterrand lokkaði Marchais og féiaga í kænlega gildru eftir sigur sinn á Giscard d‘Estaing. Bauð hann þeim sæti í ríkisstjórn þótt sósíalistar hefðu meirihluta á þingi. Hann neyddi þá til þess að axla ábyrgð. Þeir hafa ekki borið sitt barr eftir það. Franskir fréttaskýrendur segja Mitterrand ekki áfram um að kommúnistar hverfi af þingi. Kunni hann því að fara þess á leit við ýmsa sigurstranglega fram- bjóðendur Sósíalistaflokksins að þeir víki fyrir frambjóðendum Kommúnistaflokksins og tryggi honum á að giska 10 sæti á lög- gj afarsamkundunni. Þetta stafi ekki af hlýhug for- seta í garð Marchais og félaga heldur því að kommúnistar hafa víða sterka stöðu í verkalýðsfé- lögum og bæja- og sveitastjórn- um. Það þjóni hagsmunum ráða- manna að hafa þá á sínu bandi. Reuter/-ks. Fimmtudagur 2. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.