Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagiö til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið i þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrir um 80 manns. Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir þörn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. íþróttasvæði, þátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðuþandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrír 1. júlí. - Alþýðubandalagið. FLOAMARKAÐURINN Mjög góður bíll SAAB-900, árgerð 1981 til sölu. Uppl. í síma 72896. Hús í Árósum leigist út á tímanum 9. júní-2. júlí. Gott fyrir 4-5 manna fjölskyldu. Uppl. ís. 9045-621-4904. Nú er veður til að byggja Til sölu grindajám fyrir bragga ca. 6,40x15 m. Tilvalið t.d. fyrir skemmur og gróðurhús. Upplýs. í s. 667098. Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verð- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1-3. Upplýs- ingar ísfma 621309. Trjáúðun Tek að mér úðun á trjám. Nota skordýralyf sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Uppl.s. e. kl. 19 39706. Gunnar Hannesson garðyrkjufræðingur. Til sölu vel með farin ungbarnavagga á kr. 3000. Einnig áklæði og himinn á vögguna á kr. 1000. Leikföng og fatnaður á ungbarn til sölu á vægu verði. Uppl.s. 30704. Til sölu barnarimlarúm og barnabílstóll með öllum festing- um. Einnig er til sölu eldhúsbekkur sem festur er á vegg. Sæti fyrir 3. Uppl.s. 44465. Ódýrar víðiplöntur Brúnn og grænn Alaskavíðir, strandavíðir og viðja. Uppl. í s. 667490 og 666237. Sigga. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm- merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verð í bænum. Uppl. í síma 621083 og 11048. Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. íbúð til leigu í París frá 1. júní-1. sept. Lítil, en á besta stað í miðborg Parísar. Verð 2500 fr. á mánuði. Frekari upplýsingar gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. Karlmannsreiðhjól til sölu Gíralaust, nýlegt. Selst ódýrt. Sími 32984. Barnakerra Víl kaupa notaða barnakerru. Vel með farna með stórum hjólum. Uppl. ís. 15016. Ég er tveggja ára og vantar 13-14 ára táning til að passa mig e.h. helst nálægt Álfta- mýri. Sími 38587. Skódl árg. '82 Ekinn ca. 60 þús. km til sölu. Toppgrind fylgir. Sími 21629. Húsnæði óskast I Óskum eftir að taka á leigu ibúð í Reykjavík frá 1. júní. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Trabanteigendur athuglð 4 nýleg sumardekk á felgum. Selj- astódýrt. Uppl.s. 18648. Ef einh verjir lúra á gömlum þrí- hjólum í geymslum eða á háaloftum, munu börnin á Sunnuborg taka þeim tveim höndum. Hafið samband í síma 36385 á daginn. Til sölu svalahandrið Ryðvarið, vinkillaga 250x130 cm. Sími 38983. Til sölu 3ja sæta sófi í góðu standi. Verð kr. 500. Uppl.s. 687457. Síamsköttur til sölu Ársgömul síamslæða, þrifin og snyrtileg óskar eftir góðu heimili. Uppl.s. 12851. Gólfteppi gefins Grænleitt, stærð ca. 3x4 m. Uppl.s. 39536. Sjónvarp óskast Helst gefins eða ódýrt. Uppl.s. 39536. Hús í Khöfn. Raðhús í úthverfi Kaupmannahafn- ar til leigu í allt að 3 vikur frá 21. júní n.k. Uppl.s. 19679 e.kl. 20 eða 9045 2528752. 3 fallegir og þrifnir kettlingar, fæddir 1. apríl fást gef- ins. Uppl.s. 686729. Sófasett til söJu Uppl.s. 37969. Drengjahjól til sölu fyrir 10-12 ára. Sæmilega vel með farið. Sími 18886 eftir kl. 18. Til sölu teakhjónarúm m. náttborðum, stóll, Pfaffsauma- vél og telpureiðhjól. Sími 656250. Mig vantar tilfinnanlega gamla útidyrahurð og gólfteppi á vægu verðí. Ef einhver á slíkt í fórum sínum þá vinsamlega látið mig vita í síma 666842 eftir kl. 5 á daginn. Bára. Óska eftir golfkylfum fyrir börn og gömlum barnahljómp- lötum. Einnig til sölu karlmanns- reiðhjól og sýningartjald. Uppl.s. 667387 e.kl. 17. Renauit 14 tl árg. 1979 Vél 1980 til sölu. Er í sæmilegu standi, en þarfnast smá viðgerðar. Uppl.s. 71244 e.kl. 19. Tveir farmiðar til Kaupmannahafnar til sölu Pex miði gildir mánuð frá 6. júlí. Sími 29105. Hin vinsæla Friskamin er með 3 kettlinga sem hún þarf að losna við (angórakyn). Mjög fallegir og vel vandir. Sími 675485 eftir kl. 18. Gerist áskrifendur að hugsjónakaffinu frá Tanzaníu. Uppl.s. 621309. Gott mál í alla staði. Sem ný Dökkgrá leðurdragt til sölu. Stærð 40-42. Verðhugmynd 6-7 þús. Uppl.s. 71977 f.h. Beníe Pedcrsen Olnbogabarn Nýjar bœkur Olnboga- bamið Raija Prenthúsið lætur ekki deigan síga í útgáfu skemmtisagnabóka- flokka. Nýlega kom út fyrsta bókin í 10 binda bókaflokki um sögustúlkuna Raiju. Nefnist bók- in Olnbogabarn. í frétt frá útgefanda segir að Raija sé finnsk að ætt og upp- runa, af lágum stéttum, fædd 1710. Þegar hún er barn að aldri, er hún send til Noregs vegna fá- tæktar foreldranna. Hún er táp- mikil stúlka og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Og þegar ástin kemur til skjalanna er hún reiðu- búin að fórna öllu... Höfundur bókaflokksins er Bente Pedersen, finnsk að upp- runa, en búsett í Noregi eins og Raija. , Málefni aldraðra á bók Lífstíll og leiðir og Þegar ég eldist nefnast tvö rit sem Þórir S. Guðbergsson, yfirmaður elli- máladeildar Reykjavíkurborgar, hefur nýlega sent frá sér. í bókinni Þegar ég eldist eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um undirbúning efri ára. Meðal þess efnis sem bókin fjallar um er hvað sé öldrun, um hollustu og næringu, arf og búskipti og sér- stakur kafli er helgaður sorg og sorgarviðbrögðum. Lífsstfll og leiðir fjallar að mestu um húsnæðis og vistun- armál aldraðra, sem eru án efa nú um mundir eitt af brýnustu verk- efnum margra sveitarfélaga varð- andi málefni aldraðra. „f sumar er mörgum deildum á sjúkrahúsum lokað, öldrunar- lækningadeildir verða að fækka plássum, dvalarheimili og hjúkr- unarheimili hafa þurft að fá tugi útlendinga til starfa til að annast aldraða Islendinga svo að menn staldra nú við og spyrja hvert stefni í málefnum aldraðra", segir í fréttatilkynningu frá höf- undi. Ritin eru til sölu í mörgum bókabúðum, en einnig er hægt að nálgast þau hjá höfundi. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Skúli Vesturland Gunnlaugur Ólöf Þjóðmálaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf spjalla um þjóðmálin í Ólafsvík (Mettubúð) fimmtudagskvöld, Borgarnesi (Röðli) mánudagskvöld, Grundarfirði (Al- þýðubandalagshúsinu) þriðjudagskvöld, Hellissandi (Gimli) miðvikudags- kvöld. Alstaðar frá kl. 20.30. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið á Akureyri Aðalfundur Aðalf undur Alþýöubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 2. júní nk. í Lárusarhúsi að Eiðsvallagötu 18 kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnurmál. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Vorráðstefna á Hallormsstað Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð- stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram- söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní: Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13: Avarp ítilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður. Ráðstefnuslit kl. 18. Alþýðuþandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397, Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur í bæjarmálaráði Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 6. júní nk. í Rein kl. 20.30. Dagskrá: 1) Reikningar bæjarsjóðs 1987. Reynslan af fyrstu fjárhagsáætl- un meiríhlutans í bæjarstjórn Akraness. 2) Onnur mál. - Stjómin. Sumarferð ABR Merktu við á almanakinu núna strax! - 2. júlí Laugardaginn 2. júlí verður f arin hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu), Straumfjöröur á Mýrum þar sem Pour-quoi-pas? fórst, Hítardalur. Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim betri. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefnd Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs.verður haldinn nk. mánudag 6. júní kl. 20,30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir störf ráðsins frá sl. ári og umræður um stöðu bæjar- mála á miðju kjörtímabili. 2. Kosning stjórnar í bæjarmálaráð. 3. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. júní nk. 4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Þeir félagar sem starfa í nefndum og ráðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k., Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SÍS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið 14 SÍÐA - WÓÐVILJINN Flmmtudagur 2. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.