Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Karfa Tveir NBA-leikmenn með skóla hér á landi Alvin Robertson og Pétur Guðmundsson verða með körfuboltaskóla í júní Körfuboltaskóli Péturs Guðm- brandur Stefánsson munu að- undsonar og KKÍ verða með körfuboltaskóla 14.-25.júní hér á landi í samvinnu við Flugleiðir og NIKE-umboðið. Tveir leikmenn úr amerísku úrvalsdeildinni NBA kenna í skólanum. Það verða þeir Pétur Guðmundsson sem flestum ís- lendingum er kunnur og fær hann til liðs við sig Alvin Robertson sem leikur einnig með San Ant- onion Spurs auk þess sem Sigurð- ur Hjörleifsson, Birgir Mikaels- son, Henning Henningsson, Hreinn Þorkelsson og Guð- stoða þá. Alvin þessi hefur þrisvar verið valinn í All-Star leikinn í NBA deildinni og var valinn besti varn- armaðurinn í NBA 1985-1986. Það sama ár setti hann met í að stela boltanum frá andstæðingum og stendur það met enn. Hann var einnig í silfurliði Bandaríkj- anna á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Kennt verður í Digranesi 14. til 19. júní og í Keflavík 20. til 25. júní í samvinnu við Keflavíkur- bæ. Stelpur og strákar í tveimur Frjálsar Ur fangelsi á Flugleiðamót Unnendur frjálsra íþrótta verða ekki sviknir af keppendum á Flugleiðamótinu sem fram fer hér á landi 18. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjinn Wolfgang Schmidt mun koma og keppa í kringlukasti en hann hlaut silfur- verðlaun á ólympíuleikunum 1976. Schmidt þessi hefur ekki átt sjö dagana sæla. Eftir að hafa verið í fremstu röð kringlukastara í heiminum komst hann uppá kant við kerfið í Austur-Þýskalandi, var dreginn úr keppni ‘81 og loks sendur í fangelsi þar sem hann dúsaði í 6 ár. Hann flutti þá til Vestur-Þýskalands og fékk ríkis- borgararétt þar. Þar byrjaði hann að þeyta kringlunni á ný og hefur kastað á þessu ári 65.84 metra en setur stefnuna á vestur-þýska metið sem er 68.08. Það verður að teljast gott afrek hjá Schmidt sem er 38 ára gamall og í fínu formi. Hann átti heimsmetið um sinn þegar hann kastaði kringl- unni 71.16 en það var síðan slegið af Rússanum Yorih Dumchev 71.86. Núverandi heimsmet er aftur á móti 74.08 metrar. Það eru fleiri sem mæta til leiks. Schmidt hefur fengið með sér samlanda sinn, Alvin Wagn- er, sem einnig er góður kringlu- kastari þó að hann sé ekki eins þekktur. Einnig kemur há- stökkvari sem stokkið hefur á ár- inu 2.19 metra en hann gæti orðið verðugur keppinautur Gunn- laugs Grettissonar. -ste aldurshópum komast í skólann, þau sem fædd eru 1974-1977, en það eru þau sem eru að koma úr minniboltanum, og krakkar fædd 1971-1973 sem er á 1. árinu í 2. flokki. Þátttakendur fá allir bol auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir mestu framförina, bestu vítahittnina og fleira. Kennt verður þrjá tíma á dag og eru 7-8 nemendur á hvern þjálfara sem er talsvert hátt hlutfall. Kennd verða undirstöðuatriði í körfu- bolta auk þess sem sýndar verða myndir úr NBA-deildinni. Innritun Innritun á námskeiðið í Reykjavík fer fram á skrifstofu KKÍ dagana 6., 7. og 8. júní. Síminn á skrifstofu Körfubolta- sambandsins er 685949. í Kefla- vík fer innritunin fram í íþrótta- húsinu 15. og 16. júní en síminn þar er 92-11771. Ástæða þykir til að hvetja fólk til að skrá sig strax þar sem fjöldi þátttakenda er tak- markaður við 90 á hvoru nám- skeiði og er þátttökugjald 3000 krónur. _ste Það er enginn aukvisi sem kemur með Pétri Guðmundssyni til kenn- arastarfa. Alvin Robertson hefur hlotið margar viðurkenningar ár ferl- inum og hefur þrívegis verið valinn í All-star leikinn í NBA. Evrópa Danir hafa ekki unnið Tékka síðan 1922 Evrópulandsliðin hita uppfyrir keppnina íÞýskalandi Karfa Þjálfaranámskeið KKI Körfuboltasambandið gengst fyrir þjálfaranámskeiði 11. júní og fer það fram hér í Reykjavík. KKI nýtir tvo góða þjálfara sem staddir eru hér á landi með úrvalsliði frá Kentucky í Banda- ríkjunum, Kentucky All-Star. Það eru þeir Eddie Ford og Alan Hatcher sem kenna á nám- skeiðinu en þeir þjálfa Kanana. í fyrri hluta námskeiðsins mun bandaríska liðið útfæra æfingar þjálfaranna og í síðari hlutanum þjálfa Ford og Hatcher unglinga og drengjalandslið íslands. Nám- skeiðið endar síðan á leik ung- lingalandsliðsins og Kentucky AU-Star. -ste Holland-Rúmenía........2-0 Mörk Hollendinga: John Bosman 3. og Wim Kieft 53. mín. Áhorfendur: 12.000. Svíþjóð-Spánn...........3-1 Mörk Svía: Joakim Nilsson 22., Dennis Schiller 43. og Mats' Magnusson 48. mínútu. Mark Spánverja: Emilio Butrag- eno 14. mín. Áhorfendur: 26.000 Sovét-Pólland...........2-1 Mörk Sovétríkjanna: Litovchenko og Protasov (víti). Mörk Pólverja: Dzekanowski. Noregur-írland..........0-0 Áhorfendur í Ósló þurftu að bíða hálftíma eftir almennilegu marktækifæri. (rar áttu meira af færum og tókst að koma boltan- um einu sinni í netið en það var ólöglegt. Leikurinn var frekar , daufur og ekki mikið um skemmtilega fótbolta. Áhorfendur: 9.494 Tékkóslóvakía-Danm— 1-0 Danir fengu áfall þegar Tékkar unnu þá í gærkvöldi og ekki bætti það úr skák að Sören Lerby þurfti að yfirgefa völlinn eftir 25 mínút- ur. Lubos skoraði markið með því að einleika upp völlinn og renna boltanum léttilega framhjá Rasmussen í danska markinu. Þeir töpuðu gegn Austurríkis- mönnum 1 -0 í Vín og gerðu jafn- tefli 2-2 við Ungverja fyrr í þess- um mánuði. Mark Tékka: Lubos Kubik 11. mínútu. Áhorfendur: 23.700. Wales-Malta..............3-2 Heimamenn voru yfir í hálfleik 2-1 en í síðari hálfleik vöknuðu þeir velsku til lífsins og skoraði lan Rush sigurmarkið þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Mörk Möltubúa: Busuttill 15. og 21. mínútu Mörk Walesbúa: Horne 9., Hug- hes 53. og Rush 74. mínútu. Áhorfendur: 7.000 Ogþettalíka.. Ekki satt Forráðamenn körfuboltaskólann KKÍ og NIKE umboðsins voru að ræða við fyrrnefnt umboð í Noregi og sögðu frá því i framhjáhlaupi að tveir- ekki einn - myndu kenna hér á landi. Norsar- anir voru ekki á þeim buxunum að trúa þessu og þegar það loks gerðist vildu þeir óðir og uppvægir fá sam- band við Pétur Guðmundsson. Og í framhaldi af því verður Pétur með námskeið í Noregi seinna í sumar en það hefur ekki gerst áður þar í landi að NBA-leikmenn væru með nám- skeið. Þeir eiga nefnilega engan Pét- ur Guðmundsson! Skipti Logi Eiðsson sem staðið hefur undir slá Víkinga I Reykjavík og síðan slánni á Þorlákshöfn, hefur skipt yfir I Augnablik þar sem hann spilar I fremstu stöðu við góðan orðstír. Miólkurbikarinn Valur Ingimundar enn að pota í net Ungu Reykjavíkurfélögin öll úr leik Augnablik-Víkingur Ól. 2-0 Ólafsvíkingarnir voru meira með boltann en héldu sig við miðjan völlinn. Augnablik var hins vegar meira í skyndisóknum og mörkum. Alexander Þórisson og Sigurður Halldórsson skoruðu mörk Augnabliks. Valur Reyöarf.-Höttur.. 2-1 Netin fá engin sumarfrí fyrir körfuboltakappanum Val Ingim- undarssyni. Nú er hann farinn að þenja fótboltanetin og skoraði bæði mörk Valsara vel studdur af liði sínu. Árni Jónsson sá hins vegar um að skora mark Hattar. Hvatberar-Þróttur R.....0-5 Þróttarar puðuðu við að sækja að vörn Hvatbera sem hreinsaði sem hæst og lengst. Þó tókst Sig- urði Hallvarðssyni að skora þrjú mörk en Daði Harðarson og Páll Þórðarson sitt hvort. Ernir-ÍR..................0-6 Breiðhyltingarnir fóru létt með nýliðana frá Selfossi. Ekki skal þó afskrifa þá pilta enn. Þróttur N-KSH.............2-0 Neskaupstaðarbúar tóku KSH í gegn jafnt og þétt og var staðan í hálfleik 1-0. Ægir-Fyrirtak............2-1 Sveitapiltunum frá Þorláks- höfn tókst að vinna ungu Reykja- víkursveinana í fjörugum leik. Það ætlar ekki að ganga vel hjá þeim Reykvíkingum að vinna í sumar. Hrafn Magnússon skoraði fyrirtaksmark en Sig- mundur Traustason og Jón Hreiðarsson mörk þeirra sveita- manna. Tindastóll-UMFS........5-0 Þessi leikur var leikinn í fyrra- kvöld. Badmintonfélag Ísafjarðar-Stjarnan....2-0 Þeir badmintonmenn áttu ekki í erfiðleikum með stjörnurnar frá Garðabæ. Líklega hefur nafnið truflað einbeitingu þeirra. Örn (litli bróðir Ómars og Jóhanns) Torfason og Stefán Tryggvason skoruðu mörk heimamanna. Njarðvík-Víkverji......3-2 Suðurnesjamönnum tókst að ná stigum gegn Glimufélaginu Víkverja. Það voru Helgi Arnars- son, Haukur Jóhannesson og Elías Georgsson sem skoruðu mörk heimamanna en Jón Örn Guðbjartsson og Svavar arsson mörk Víkverja. Hilm- Skotfélagið-Árvakur.... 2-1 Grasið lék Benjamín Skotfé- lagsmann grátt því hann féll og fór útaf á börum. Árvakur var þremur mínútum frá því að brjóta sín félagslög því Friðrik Þór Frið- riksson fékk að koma inná rétt undir lokin en það ku vera í lögum félagsins að formaðurinn (Frið- rik) skuli alltaf leika með ef hann bara vill. Léttir-Hafnir.............0-3 Halldór Halldórsson, Guðni Sveinsson og Bjarni borðtennis- maður fyrrverandi skoruðu mörk Hafna. Mark Bjarna var sérlega fallegt, beint úr aukaspyrnu. Leiknir-FH............frestað -ste/stei Fimmtudagur 2. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.