Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 16
l—SPURNINGIN—1 Ert þú með gigt? Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, vinnur á rannsóknastofu: Já að einhverju leyti hin síðari ár. Þetta fylgir aldrinum. Lilja Hafliðadóttir verslunarmaður: Stundum að ég held, helst í ann- arri öxlinni. Ég hef aldrei leitað læknis vegna þessa. Óskar Lárusson ellilífeyrisþegi: Nei, sem betur fer hef ég sloppið við það. Konan mín er hins vegar með gigt þó ekki sé hún á mjög háu stigi. Arnar Ólafsson rafvirki: Nei, ég hef aldrei slíku. fundið fyrir Kristjana Birgisdóttir verslunarmaður: Nei, ég er svo heppin að hafa sloppið við það. Ætli maður megi ekki búast við að finna fyrir henni síðar. þJÓÐVIUINH Flmmtudagur 2. júní 1988 123. tölublað 53. árgangur Yfjrdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Gigtlæknaþ ing Fimmti hver þjáist af gigt Norræntgigtlæknaþing íReykjavík. Fœrustu lœknar og vísindamenn haldafyrirlestra. Um 500 ráðstefnugestir í gærmorgun var sett í Háskólabíói 22. þing norrænna gigtlækna. Ráðstefnuna sækja um 500 manns frá Norðurlöndun- uin, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ungverjalandi og víðar. Þetta er ein af fjölmennari ráðstefnum sinnar tegundar sem haldin hefur verið. Gigtsjúkdómar eru meðal erf- iðustu sjúkdóma mannkynsins og hrjá miljónir manna víða um ver- öld. Hér á landi er talið að sjúk- dómurinn hrjái um fimmta hvern íslending og útgjöld samfélagsins vegna þessa eru gífurleg. Kristján Erlendsson læknir sem starfað hefur í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar, sagði að undirbúningurinn hefði staðið yfir meira og minna sl. 2 ár. Hann kvaðst ánægður með hvernig' til hefði tekist, hingað væri kominn fjöldi fyrirlesara víða að og marg- ír fyrirlestrar um sérhæfð málefni Hluti ráðstefnugesta á einum fyrirlestranna. Mynd: ARI. Kristján Erlendsson: íslendingum mikilvægt að sækja og halda sjálfir ráðstefnur sem þessar. Mynd: ARI. væru á dagskrá ráðstefnunnar þá 3 daga sem hún stendur yfir. „Hér gefst læknum gott tæki- færi til að bera saman bækur sínar og segja frá reynslu sinni. Þannig fá ráðstefnugestir betri yfirsýn yfir það sem er að gerast annars staðar í heiminum. Þetta er sér- staklega mikilvægt fyrir okkur ís- lendinga þar sem aðstæður eru þannig að okkur hættir til að ein- angrast í faginu," sagði Kristján. Samhliða þessu þingi munu fulltrúar Gigtarfélaga Norður- Ianda, sem eru samtök sjúklinga, ræða sameiginleg hagsmunamál sín og vandamál tengd sjúk- dómnum. -iþ Leiðtogafundur Gorbatsjov tekur asrarog lii Babb kom í bátinn á fyrsta blaðamannafundi Míkhafls Gorbatsjovs í Moskvu í gær. Þeg- ar aðalritarinn hafði talað drjúga stund á sínu ástkæra og ylhýra móðurmáli las hann furðu og gremjusvip af ásjónum ýmissa fréttamanna. Þar eð ekkcrt í máli hans gaf tilefni til annarlegra svipbrigða óskaði hann skýringar á þessu. í ljós kom að hinir fýldu frétta- menn voru af erlendu bergi brotnir og skildu ekki orð af því sem hann sagði. Ekki hafði verið rúm fyrir þá í fremstu bekkja- röðum en við þær voru tengd eyrnatól sem fluttu þýdd orð leiðtogans. Þar höfðu forvitnir landar Gorbatsjovs nefnilega hreiðrað um sig. Leiðtoginn sá að við svo búið mátti ekki standa og af ákveðni og festu skólameistarans tók hann við stjórn. „Sovétmenn sem ekki þurfa að heyra þýðinguna sitji þarna! Svona nú, skiptið um sæti! Af hverju siturðu þarna? Já þú! Viltu gera svo vel að fara þangað!" Þegar öllu þessu var lokið og hver sat á sínum stað brosti Gor- batsjov breitt og mælti stundar- hátt: „Einsog þýskir félagar okk- ar myndu komast að orði: Ordn- ung!" Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.