Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. júní 125. tölublað 53. árgangur Fiskverð Aum 5% í afmælisgjöf Sjómenn og útgerðarmennfá kaldar kveðjurfrá ríkisstjórn og fiskvinnslu á 50. sjómannadaginn. Öðrum launþegum tryggð 12,75% tekjuaukningámeðan sjómennfáásig kjaraskerðingu Sjómenn og útgerðarmenn fengu heldur en ekki kaldar kveðjur frá fulltrúum ríkisins og fískvinnslu í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær, skömmu áður en sjómannada- gurinn verður haldinn hátíðlegur í 50. sinn. Yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í gær fiskverðshækk- un upp á tæp 5% með atkvæðum oddamanns og kaupenda. Fulltrúar sjómanna og útgerð- armanna mótmæltu verðákvörð- uninni harðlega með bókun þar sem segir að sjómönnum sé ætlað að sætta sig við stórfellda kjara- skerðingu á meðan öðrum launþegum sé tryggð með bráða- birgðalögum tekjuaukning um 12,75%. Á sama tíma sé fisk- vinnslunni tryggð 17% tekju- aukning með gengisfellingum og vilyrði fyrir 3% til viðbótar. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins sagði að sjómenn myndu leita álits lög- fræðings vegna verðákvörðunar- innar og vísa málinu til gerðar- dóms þar sem hún bryti í bága við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar um 10% hækkun til þeirra hópa sem ósamið var fyrir þegar lögin voru sett. Sjómenn höfðu gert þá kröfu að fiskverð hækkaði um 10% í samræmi við ákvæði laganna. Björn Grétar Sveinsson for- maður Sjómanna- og verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn sagði verðákvörðunina með öllu ófuli- nægjandi og að sjómenn myndu ekki sætta sig við hana þegjandi og hljóðalaust. Sjá síðu 3 Listahátíð Veislan hafin í dag setur Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra tíundu Listahátíðina. Að þessu sinni fer setningarathöfnin fram í Listasafni íslands við Frík- irkjuveg. Þar verða opnaðar tvær málverkasýningar og flutt ávörp. í gær komu til landsins rúmlega tvö hundruð Pólverjar, með tón- skáldið og stjórnandann Pender- ecki í broddi fylkingar, en síðdeg- is verða opnunartónleikar hátíð- arinnar í Háskólabíói. Þar flytur Fílharmóníuhljómsveitin í Pozn- an og Fílharmóníukórinn frá Varsjá Pólska sálumessu eftir Penderecki sem hann stjórnar sjálfur flutningi á. Að sögn Sonju B. Jónsdóttur blaðafulltrúa Listahátíðar 88 hef- ur sala aðgöngumiða gengið mjög vel. Þegar er uppselt á nokkur atriði. „í gær var ákveðið að bæta við 100 sætum á tónleika jassistans Stéphane Grappelli sem verða í Háskólabíói á mánu- daginn, en langt er síðan að allt var uppselt á þá. Þessir hundrað miðar seldust strax eftir að ein útvarpsstöðin var búin að flytja fréttina," sagði Sonja. -sg Pólska tónskáldið Penderecki á íslandi. í gær þáði hann kvöldverðar- boð í húsaskynnum Félags íslenskra tónskálda. íslensk tónskáld bjóða hann velkominn. Talið frá vinstri: Jón Þórarinsson, Þorkell Sig- urbjörnsson, Barbara Sigurbjörnsson, Áskell Másson og heiðursgest- urinn Penderecki. Ljósm. Ari. Sjá nánari umfjöllun um Listahétíð á síðu 7-9. Palestínskar konur í lykilhlutverki Óeirðirnar á herteknu svæðun- sinna nú brýnustu þörfum þessa um í ísrael hafa nú staðið í rúma samfélags sem býr við hrikalegar sex mánuði. Palestínskar konur aðstæður á lokuðu svæðunum. gegna lykilhlutverki á þessum --------------- svæðum. Þær hafa starfað í leyni- , legum nefndum í áraraðir og Sjá SIOU 17 Sjómannadagur Hálf öld 50 ár eru liðin frá því sjó- mannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavík og á ísa- firði. Nú er dagurinn lögboðinn frídagur sjómanna og haldinn hátíðlegur í öllum sjávarplássum landsins. í tilefni dagsins brá ljósmynd- ari blaðsins sér í róður með tveimur gömlum sjóhundum. Blíða var veðurs og margt skemmtilegt bar fyrir auga myndavélarinnar. Sjá Sunnudagsblað Skákin Kasparof að svífa fiam úr Fischer? Frammistaða Kasparofs á heimsbikarmótinu í Amsterdam þótti með ólíkindum og gera menn því nú skóna að Kasparof rjúfi Elo-stigamet Bobbys gamla Fischers, sem álitið hefur verið óhugsandi. Helgi Ólafsson skrifar um Amsterdammótið í sunnudagsblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.