Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 3
Námsmenn Góð laun frum- skilyrði Á Atvinnumiðlun námsmanna fengust þær fréttir i gær að um 200 námsmenn hefðu nú fengið störf í gegnum miðlunina og aðrir 200 ættu að geta fengið störf áður en langt um liði. Námsmenn viiji hærri laun en lægstlaunuðu störf- in gefa því þeir hafi einvörðungu tök á að vinna þrjá mánuði á ári. Af tæplega 40 þúsund króna mánaðarlaunum geta fáir lifað, hvað þá ef þeir hafa þau laun ein- ungis í þrjá mánuði og síðan námslán uppá innanvið 30 þús- und hina mánuði ársins, að sögn Marenar Finnsdóttur. Hún er starfsmaður Atvinnumiðlunar námsmanna. Yngri námsmenn, á grunnskólaaldri og búsettir í Reykjavík, geta helst fengið vinnu á vegum Vinnuskóla Reykjavíkurborgar eða í gegnum Ráðningarskrifstofu Reykjavík- urborgar. í gegnum Ráðningar- skrifstofuna hafa tæplega 500 ungmenni fengið vinnu og rúm- lega 100 bíða svara. Hjá Vinn- uskólanum eru nú starfandi 12- 1300 krakkar á aldrinum 13-14 ára og að sögn Lilju Möller hjá Vinnuskólanum er fjölbreytileiki starfanna sífellt að aukast og fél- agsstarf krakkanna alltaf að verða meira og meira. -tt Ölfusárbrúin Knattspyrnu- félagið gefur tóninn - Við höfum hist á óformlegum fundi til að ræða þessi mál. En það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um framhaldið, sagði Magnús Karel Hannesson oddviti Eyrabakka þegar hann var spurður um aukið samstarf sveitarfélaganna á svokölluðu Ár- borgarsvæði, með tilkomu Olfus- árbrúar. - Það mætti nú segja að ungmennafélögin á Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn hafi gefið tóninn með því að stofna sameiginlegt knattspyrnuiið. Það skapast að sjálfsögð mun betri möguleikar til samstarfs þegar brúin kemst í gagnið, sagði Magnús. Hann sagði að þá yrði hægt að tala um Ölfus og Flóann sem eitt atvinnusvæði. - Það þarf að ræða það hvernig best væri að mæta þeirri þróun. Þótt ekki sé enn búið að ák- veða um áframhald viðræðna um aukið samstarf sveitarfélaganna á þessum slóðum má telja víst að svo verði. Brúin verður að öllum líkindum tekin í notkun í ágústmánuði, en þá á að vera lok- ið vegagerð vestanmegin við brúna. -sg FRETTIR Fiskverð Hækkar um tæp 5% Verðlagsráð sjávarútvegsins: Fiskverð ákvarðað með atkvæðum oddamanns og kaupenda. Seljendur bóka harðorð mótmœli. Óskar Vigfússon: Brot á bráðabirgðalögunum A fundi yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið með atkvæðum odda- manns og kaupenda gegn at- kvæðum seljenda að hækka fisk- verð að meðaltali um tæp 5%, en hækkunin er misjöfn eftir tegund- um. Þorskur og ýsa hækka um 5% en ufsi og karf! um 2%. Verð- ið gildir frá 1. júní sl. til 30. sept- ember 1988. Fulltrúar seljenda í yfirnefnd- inni, þeir Helgi Laxdal varafor- seti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og Sveinn H. Hjart- arson hagfræðingur LÍÚ, gerðu svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu við verðákvörðunina: „Enn hefur fulltrúum kaupenda tekist með aðstoð ríkisfulltrúans í Verðlagsráði sjávarútvegsins að koma í veg fyrir eðlilega hækkun fiskverðs til útgerðar og sjó- manna. Afkomu flotans er stefnt í voða og sjómönnum er ætlað að sætta sig við stórfellda kjara- skerðingu á meðan öðrum launþegum er tryggð, með bráða- birgðalögum, tekjuaukning um 12,75%. Á sama tíma er fisk- vinnslunni tryggð um 17% tekju- aukning með gengisfellingum, og gefið vilyrði um 3% til viðbótar. - Þessi ákvörðun skilur útgerð- ina og sjómenn eftir í miklum erf- iðleikum og mun þrýsta á aukinn ferskfiskútflutning næstu mán- uði. Með þessari ákvörðun er ljóst að Verðlagsráð sjávarút- vegsins er ekki hæft til að sinna hlutverki sínu um verðlagningu á afla.“ Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, sagði að sjómenn myndu leita álits síns lögfræðings á því hvort þessi verðákvörðun bryti ekki í bága við bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar sem gerir ráð fyrir lág- markshækkun upp á 10% ef ekki semdist á milli aðila, og vísa mál- inu til gerðardóms til úrskurðar. Hann sagði ljóst vera af bókun seljenda í Verðlagsráði að bæði sjómenn og útgerðarmenn væru á förum úr Verðlagsráði. Sjálfur sagði hann það á hreinu að full- trúi sjómanna myndi ekki starfa í Verðlagsráði að verðákvörðun um rækju- og hörpudisksverð sem á eftir að taka ákvörðun um. Óskar sagði það jafnframt vera staðreynd nú að sjómenn ættu að taka á sig versnandi þjóðarhag einir stétta á meðan aðrir hefðu sitt á þurru og slíkt yrði ekki þol- að. Hann sagði þetta vera kaldar kveðjur til sjómanna á sjómanna- daginn, sem á morgun verður haldinn hátíðlegur í 50. sinn. Árni Benediktsson, annar full- trúi kaupenda í Verðlagsráði, sagði að staða fiskvinnslunnar væri erfið um þessar mundir og hefði hún teygt sig til hins ýtrasta með þessari fiskverðshækkun. Hann sagði jafnframt að það lægi alveg í augum uppi að notað yrði vilyrði ríkisstjórnarinnar um 3% gengislækkun til viðbótar 10% lækkuninni til að mæta kostnaðarauka fiskvinnslunnar vegna fiskverðshækkunarinnar. Árni vísaði því alfarið á bug að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar hefðu verið brotin með því að hækka ekki fiskverðið um 10% og sagði að ákvörðun hefði verið tekin um fiskverð en ekki laun! Björn Grétar Sveinsson for- maður Sjómanna- og verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Horna- firði sagði þessa fiskverðshækkun vera algjörlega ófullnægjandi og koma sér mjög á óvart því hann hefði haldið þá fá 10% hækkun eins og segir í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um þá sem ósamið áttu þegar lögin voru sett. Björn Grétar kvað það alveg á hreinu að sjómenn sættu sig illa við þetta verð. - grh. y Grœnmetismarkaður Odýrir tómatar Kílóiðfór niður íl5 krónur. Hœtt við að skili sér aðeins að hluta til neytenda. Fulltrúi neytendasamtakanna: Ekki markaðuref lágmarksverð erákveðið Á fimmtudaginn var afnumið lágmarksverð á tómötum á upp- boðsmarkaði Sölufélags garð- yrkjumanna og fór meðalverð fyrir kfló niður í tæpar 35 kr. Lágmarksverð hafði verið 160 kr. og í síðustu viku þurfti að henda 1800 kflóum sem seldust ekki á því verði. Neytendasamtökin hafa mót- mælt því að verði á tómötum sé haldið uppi á sama tíma og of- framboð er á þeim og hóta að grípa til ráðstafana sem stuðlað gætu að bættum hag neytenda. Jónas Bjarnason sagði að ekki væri hægt að tala um markað þeg- ar framleiðendur ákveða lág- marksverð. - Ef þeir ætla að á- kveða verðið sjálfir eiga íslenskir neytendur rétt á frjálsum inn- flutningi samhliða, því hér er um einokunarvöru að ræða. Hann sagði það algert bull að tala um fast framleiðsluverð, sem taka þurfi tillit til við verðlagningu. Framleiðslukostnaður væri breytilegur milli manna. Jónas sagði að fólk væri vant því að geta aðeins keypt tóm'ata sem skraut á brauð og því tæki ákveðinn tíma þar til áhrif verð- lækkana kæmu fram í aukinni neyslu. Framleiðendur og versl- anir þyrftu að auglýsa uppskeru- toppa og lækkað verð til að fólk tæki við sér. Kristján Benediktsson hjá SFG bjóst við að aftur yrði sett lágmarksverð eftir reynsluna á fimmtudaginn. Hann sagði að bændur þyrftu 120-140 kr. til að lifa á framleiðslunni, en áleit eðli- legt að fara aðeins neðar á tímum offramleiðslu. A útsölunni seldust um 12.000 kíló og að sögn Kristjáns hefur reynslan verið sú að grænmetið hækki að meðaltali um 90% frá markaði til neytanda. •mj Má bjóða þér tómata? Stúdentaráð Verslunarmenn Stúdentar ekki í Suður-Afríkusamtökin Formaður hafnar aðild án umrœðu. Tillaga Röskvu um aðild felld á jöfnu. Vinnubrögðum formanns harðlega mótmœlt Formaður Stúdentaráðs Sveinn Andri Sveinsson hafnaði boði um stofnaðild SHÍ að Suður- Afríkusamtökunum án þess að erindið væri borið upp í utanríkisnefnd SHÍ eða afstaða tekin til þess í Stúdentaráði. Rös- kva mótmælti þessum vinnu- brögðum harðlega á síðasta fundi Stúdentaráðs þann 3.júní sl. Á fundinum báru fulltrúar Röskvu upp tillögu um aðild að Suður-Afríkusamtökunum en sú tillaga var felld á jöfnum at- kvæðum - 15 atkvæði Röskvu með og 15 atkvæði Vöku á móti. f ræðu sem hann hélt á fundin- um sagði Sveinn Andri ma. að stúdentar hefðu ekkert með það að gera að standa í mótmælum sem þessum, þeir gætu alveg eins mótmælt þörungafaraldrinum í Noregi. Taldi Sveinn Andri þöru- ngana jafnbagalega fyrir stú- denta og ofsóknir stjórnarinnar í Pretóríu gegn svörtum stúdent- um í Suður-Afríku Vinnubrögðum Sveins Andra í þessu máli var harðlega mótmælt af fulltrúum Röskvu og þau sögð gerræðisleg. Umræða af þessu tagi ætti fullt erindi inn í Stúdentaráð ma. vegna þess að hún snerti hagsmuni stúdenta í Suður-Afríku og Suður- Afríkusamtökin væru kjörinn vettvangur til að sýna stuðning stúdenta í verki. Vökumenn eru á móti þvf að Stúdentaráð ræði annað en þröngt skilgreind hagsmunamál stúdenta. En Röskvuliðar telja stúdentum á íslandi bera skylda til að sýna stúdentum um heim allan stuðning þegar þeir sæti of- sóknum að einhverju tagi. Önnur námsmannasamtök hafa gengið til liðs við Suður- Afríkusamtökin td. Iðnnema- sambandið og Samband íslenskra námsmanna erlendis. Fulltrúar Röskvu hörmuðu það á stúdenta- ráðsfundinum að SHÍ skæri sig úr að þessu leyti. -rk Oráðsían ekki launafólks Fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga Landssambands verslunarmanna telur óþolandi að það skuli ávallt vera ráðist að launafólki þegar grípa þarf til efnahagsráðstafana. í ályktun fundarins er bent á að orsaka efnahagsvandans sé ekki að leita í kauptöxtum eða kauphækkunum láglaunafólks. Stjórnar- og formannafundur LÍV skorar jafnframt á launafólk að hnekkja þeirri aðför að samn- ingsréttinum, sem fólgin er í bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar. Laugardagur 4. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.