Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 5
Árangur eða ekki árangur? spyrja menn eftir leiðtogafund- inn í Moskvu, og sýnist sitt hverj- um. Þeim sem kunna utanað töl- urnar um hverja tegund af kjarn- orkusprengju í skipi, flugvél og palli finnst árangurinn ekki stór- merkilegur. Engir nýir samning- ar um afvopnun eru gerðir eða boðaðir eða áætlaðir, og hönd festir ekki á teljandi niðurstöðu annarri af Moskvufundunum ef frá eru taldar þær undirskriftir sem áður var gert ráð fyrir. Aðrir telja að árangurinn sé í rauninni talsverður, jafnvel heilmikill, og líta þá á táknlegar niðurstöður sem jafnvígar hinum efnislegu. Það var í rauninni ákveðin þversögn fólgin í að fylgjast með leiðtogafundinum héðan af ís- lenskum vettvangi. Annarsvegar fannst manni tilstandið allt vera svosem einsog hver önnur uppá- koma, varla miklu merkilegri en hver annar pótintátafundur, ekki fyrir hendi sú spenna sem ein- kenndi bæði Genfarfundinn og INNSYN Frá Moskvufundinum. Aðal- leikararnir hafa baðað sig í sviðs- Ijósinu undanfarna viku, - en hvenær ætli sá sköllótti með yfir- skeggið gefi út æviminningar sínar? Þessi hugsanagangur er til þess líklegastur að tefja fyrir samning- um leiðtoganna um aukna af- vopnun með því að draga úr þrýstingi á þá, og gera þeim þægi- legra að sleppa frá erfiðum vanda pólitískum eða tæknilegum. Og að auki láta leiðtogarnir stjórnast af því einu sem þeim sjálfum og risaveldum þeirra er hagkvæmt. Moskvufundurinn ætti því að verða hvatning til að bretta upp ermarnar á heimaslóðum. Verk- efnin í afvopnunarmálum blasa við hér í okkar heimshluta og í okkar hersetna landi. Nesja- mennska í utanríkismálum ann- arsvegar, efnahagsleg tengsl auðstéttarinnar við Bandaríkja- her hinsvegar hafa komið í veg Moskóvítar éta pítsu Leiðtogafundurinn í Moskvu hafðifyrst ogfremst táknrœnt gildi, - en slíkur árangur er líka árangur. Hættan afauknu samneyti risaveldisleiðtoga er hinsvegar að aðrirsitji með hendur ískauti Washingtonfundinn í vetur, að ekki sé minnst á heimsókn þeirra félaga til Reykjavíkur. Að sjá þá Reagan og Gorbatsjov saman á ljósmyndum eða í sjónvarpi er einhvern veginn að verða daglegt brauð, sjálfsagt mál. Hinsvegar var Moskvufundur- inn mjög sérstæður og einstæður atburður. Ronald Reagan, ridd- ari andkommúnismans, spókar sig með frúnni á sjálfu Rauða torginu; höfundur kenningarinn- ar um heimsveldi hins illa lýsir því yfir að hún sé fallin úr gildi og heldur ræðu með Lenfnstyttu í baksýn, alltíeinu orðinn persónu- legur vinur aðalritarans í Kom- múnistaflokki Sovétríkjanna. Ja- hér. Og það hljóta auðvitað að telj- ast tíðindi, ef ekki árangur, þegar ieiðtogar risaveldanna lýsa því nánast yfir að kalda stríðinu sé lokið og hér með hefjist nýtt skeið í samskiptum þeirra. Hægt og hljótt Fréttir herma að eitthvað hafi þokast hægt og hljótt á nokkrum sviðum afvopnunarmála, að í Kreml hafi verið stigið örlítið skref í átt að samkomulagi um fækkun langdrægra vopna, og er þó ljóst að helstu þröskuldar í vegi þess samkomulags eru litlu lægri nú en áður. Þetta eru afar flókin mál og erfið, bæði tækni- lega, pólitískt, efnahagslega... Og sumir sérfræðingar eru sýni- lega þeirrar skoðunar innst inni að aldrei takist að semja um neitt sem verulegu máli skiptir. Þeir sem það halda hafa vissu- lega ýmislegt til síns máls, þótt ekki sé nema vegna þess að vold- ugir hagsmunir standa gegn raun- verulegri afvopnun, bæði vestra og eystra. Það var sjálfur Eisen- hower, hermaðurinn í forseta- stóli í Washington, sem gagnrýndi þau völd sem sam- steypa hernaðar- og iðnaðarafla hefðu í bandarísku þjóðlífi, og þarf ekki langt að skyggnast til að sjá að slíkir hagsmunir valda miklu um þrákelkni Reagans við stjörnustríðsáform, sem enn standa þvert í samningavegi. Það hlýtur hinsvegar að vekja bjartsýni að hápunktur Moskvu- fundarins fólst í endanlegri stað- festingu fyrsta samningsins um að fækka kjarnorkuvopnum. Þegar eru farnar að berast um það frétt- ir vestan og austan að verið sé að taka niður flaugar, flytja þær burt, eyða þeim, - og þótt þessar áætlanir taki ekki til nema örlítils hluta kjarnorkuvígbúnaðar geta þær átt þátt í að skapa gjörbreytt andrúmsloft í afvopnunarmálum. Galdur galaður Þetta breytta andrúmsloft virð- ist vera dýrmætasti árangur Moskvufundarins. Þá er rétt að horfa ekki aðeins á persónuleg samskipti æðstu manna. Þegar Reagan fer til Moskvu - í fyrstu forsetaheimsókn þangað í 14 ár - er bandaríska þjóðin að nokkru leyti að heimsækja Sovétmenn. Þótt minna hafi farið fyrir þessum leiðtogafundi en hinum fyrri í ís- lenskum fjölmiðlum og raunar um Evrópu hefur varla komist annað að í bandarískum fjölmiðlaheimi. Allar stærstu sjónvarpsstöðvarnar höfðu í Moskvu viðbúnað enn meiri en í Reykjavík um árið, með stöðug- um beinum fréttasendingum, og sennilega hafa Bandaríkjamenn fræðst meira um Sovétríkin þessa einu helgi en í nokkra áratugi. Og slík kynning getur í sjálfu sér vegið þungt til að yfirvinna tortryggni og skapa pólitískar forsendur fyrir samstarfi. í dan- ska blaðinu „Information“ var um daginn fullyrt að eitt helsta tákn breyttra tíma í risavelda- samskiptum væri ameríski pítsu- vagninn sem búið er að setja upp í hjarta Moskvu og gengur skín- andi vel: hvernig á Könum að detta í hug að bombardera fólk sem borðar pítsur? Moskvufundurinn er sumsé fyrst og fremst þessi galdur galað- ur, þetta leikrit leikið, og slíkar sýningar eru forsendan fyrir frek- ari árangri, bæði í afvopnunar- málum og öðrum verkefnum. Botninn í Borgarfirði Moskvufundurinn hefur aukið bjartsýnina. En fundurinn hefur á sinn hátt líka aukið óreiðu vest- antjalds, þarsem leiðtogar hafa átt erfitt með að fylgja Gorbat- sjov eftir, átt í vandræðum með samstillingu og ekki tekist að móta sér nýja stefnu við nýjar kringumstæður. Bandaríkjaforseti hefur tekið undir við Gorbatsjov um að markmiðið sé fullkomin útrým- ing kjarnavopna. Hann hefur þannig fallist á sjálfa nauðsyn þess að kjarnorkuveldin reyni að íosa sjálf sig við nafngiftina, - og hann hefur meira að segja boðið Sovétmönnum einhverskonar samvinnu um geimvarnaáætlun- ina, áróðursbragð vissulega, en hefur það innihald að áætlunin geri vopnin óþörf. Bandaríkjaforseti hefur þann- ig tekið að nokkru undir grundvallarforsendurnar í af- vopnunarstefnu Gorbatsjovs, það tilboð hans að tímabil sam- eiginlegs öryggiskerfis taki við af kalda stríðinu. Þessar hugmyndir eru raunar ættaðar frá vestrænum friðar- hreyfingum að því leyti sem þær eiga sér uppruna. Rökin eru auðvitað þau að styrjöld geti eng- um verið í hag; þessvegna eigi hernaðartól öll og áætlanir að miðast við varnir, menn leitist við að fylgjast sem best með hvorir hjá öðrum, búi til vopnlaus svæði og „stuðpúða" ýmsa, efli alþjóð- lega samvinnu í afvopnunarmál- um, feli óháðum stofnunum eftir- lit ýmislegt og afskiptavald, - hér nyrðra þekkjum við meginlínurn- ar undir heitinu kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Að Bandaríkjaforseti skuli að nokkru hafa tekið undir þessa stefnu eru í rauninni mestu tíð- indi úr afvopnunartafli síðustu ára, og afstaða hans hefur komið bandamönnum hans, heima og þó sérstaklega heiman - í Vestur- Evrópu, svo óþægilega á óvart að þeir eru ennþá að jafna sig eftir Reykjavíkurfundinn þarsem þessi neisti kviknaði. Hugmyndir um sameiginlegt öryggiskerfi eru nefnilega í al- gerri andstöðu við gömlu Nató- kenninguna um fælingarmátt kjarnorkuvopna, kenningu sem gerir ráð fyrir kjarnorkuvopnum sem hrygglengjunni í tilveru Vesturlanda, að helsta trygging fyrir öryggi þeirra sé að þau séu á hverri stundu reiðubúin til að jafna hin Sameinuðu sósíalísku ráðstjórnarríki við jörðu. Með auknu samstarfi risaveld- anna færist botninn í þessari kenningu lengra suðrí Borgar- fjörð, og fylgismenn standa eftir ráðþrota. Úr því ráðþroti verða svo til vandræðalegar söguskýr- ingar einsog þær að forsenda INF-samningsins sé uppsetning Pershing-flauganna í Evrópu, meðan hitt er miklu nær sanni að sú mótspyrna sem Pershing- flaugarnar vöktu hafi átt mikinn þátt í að fá leiðtogana að samn- ingaborðinu. Hœtta? Hættan við leiksýningar einsog þá sem mannkynið var að horfa á í Moskvu er svo sú að það skapist fölsk öryggiskennd. Þeir séu að tala saman, að semja, að redda málunum, og aðrir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Aukið samneyti æðstu manna eystra og vestra hefur meira að segja gefið því undir fótinn að ekki megi hreyfa við vígbúnaðarmálum með sjálf- stæðum hætti netfna á risavelda- fundunum, - einsog haldið var að Dönum fyrir kosningarnar um daginn. fyrir að hér næðist samstaða um allra fyrstu skref, - til dæmis um öryggi gegn kjarnorkuvopnum bæði gagnvart hernum og í sam- vinnu við Norðurlönd. Það má hinsvegar teljast meðal þeirra áhrifa sem fundir Reagans og Gorbatsjovs hafa haft að utan- ríkisráðherra íslendinga hefur sýnt frávik frá hefðinni, og það hlýtur að verða verkefni þeirra sem eru að hugsa í alvöru um utanríkismál að skapa hér pólit- ískar forsendur fyrir því að sjón- armiðum afturhaldsmannanna og gróðapunganna verði komið þangað sem þau eiga heima: á öskuhauga sögunnar. Mörður Árnason Nicaragua Vegna forfalla er hægt aö bæta viö einum þátt- takanda í vinnuferö Alþjóölegra ungmennaskipta til Nicaragua. Ferðin hefst um miðjan júlí og stendur í 3 mánuði. Skilyröi er aö þátttakendur hafi spænskukunn- áttu. Frekari upplýsingar á skrifstofu AUS s. 24617, eða hjá Högna, s. 623752. Dagvistarfulltrúi Félagsmálastofnun HAFNARFJARÐAR AUGLÝSIR STARF DAGVISTARFULLTRÚA LAUST TIL UMSÓKNAR. Starf dagvistarfulltrúa er m.a. fólgið í: - Stefnumörkun í dagvistarmálum í samráði við bæjaryfirvöld, - leiðbeiningum og ráðgjafarstörfum á dag- heimilum, leikskólum, gæsluvöllum og hjá dagmæðrum, - innritun barna í samráði við forstöðumenn, - ráðgjöf við nýframkvæmdir. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist félagsmálastjóra á Strandgötu 4 Hafnarfirði fyrir 14. júní n.k. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Laugardagur 4. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.