Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 12
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð Maóurínn í forgmnni Sýning að Kjarvalsstöðum 5.júní-10. júlí Á Listahátíð 1988 verður brugðið ljósi á manninn í ís- lenskri myndlist og litið á hvernig íslenskir myndlistarmenn hafa málað og mótað, túlkað og tjáð myndefnið „Maðurinn'* í mis- munandi formgerðum og stíl. Sýningin sem haldin verður að Kjarvalsstöðum fjallar um hvern- ig fígúran birtist í verkum ís- lenskra listamanna - málara og myndhöggvara - síðastliðna tvo áratugi. Ákveðið var að reyna að halda sýningunni að mestu innan tíma- marka tveggja áratuga (1965- 1985); þetta hefur þó reynst nokkrum vandkvæðum bundið og við úrvinnslu hefur verið hliðr- að til og tekin með bæði eldri og yngri verk, í þeirri trú að þau auki styrk sýningarinnar og gefi henni heillegri mynd. Hér má einnig nefna, að þessi sýning telst liður í sögulegum yfirlitssýningum á vegum Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, og er á viss- an hátt hugsuð sem framhald af abstraktsýningunni sem haldin var að Kjarvalsstöðum í byrjun árs 1987. Þegar byrjað var að velja myndir á sýninguna kom fljótt í ljós að í raun er listasagan oftast lagskipt. Á þeim tíma, sem fram koma afgerandi breytingar í ís- lenskri myndlist og fígúran öðlast meira rými um miðjan 7. áratug- inn, voru einmitt nokkrir af eldri listamönnum þjóðarinnar, svo sem þeir Jóhannes Kjarval, Eiríkur Þorvaldsson listfræðingur við verk eftir Þorbjörgu Pálsdóttur. Gunnlaugur Scheving og Jóhann Briem, á hátindi ferils síns sem fígúratífir listmálarar. Það varð því samdóma álit sýningarnefnd- arinnar að sýna ákveðið sam- hengi í fígúratífri myndlist á fs- landi. En jafnframt voru valin til sýn- ingar verk eftir helstu listamenn, sem haft hafa manninn að megin myndefni sínu á þessu tímabili, og með fáeinum verkum reynt að sýna þróunina í list þeirra. Alls eru hér rúmlega 130 verk eftir 47 listamenn, og eiga listamenn og fjölmargir eigendur einstakra listaverka þakkir skildar fyrir að lána verk sín á sýninguna. Sýningin verður opnuð sunnu- daginn 5. júní kl. 14, og stendur til 10. júlí. MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Áttrœður snillingur Grappelli! Djasstónleikar í Háskólabíói á mánudagskvöldið Stephane Grappelli, franski djassfiðlarinn frægi sem ætlar að halda tónleika í Háskólabíói á mánudagskvöldið, er fæddur í París í janúar 1908, og varð því áttræður á þessu ári. Hann eignaðist sína fyrstu fiðlu þcgar hann var tólf ára og lærði að leika eftir eyranu, var ráðinn til að spila í kvikmyndahúsi tveimur árum seinna, lærði að lesa nótur og kenndi sjálfum sér á píanó. f byrjun fjórða áratugarins kynntist hann Django Reinhardt, og þá hófst samstarf sem stóð til ársins 1953, með fimm ára hléi á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð, en þá varð Grappelli inn- lyksa í Bretlandi. Þeir eiga heiðurinn af því að koma djassin- um á framfæri í Frakklandi, auk þess sem þeir stofnuðu fyrsta djasskvintettinn sinnar tegundar, en það voru fiðlan, þrír gítarar og bassi. Django Reinhardt lést árið 1953, en Grappelli hélt áfram að spila djass, og hefur leikið víða um heim, svo sem í Ástralíu, Bandarfkjunum, Japan og á Nýja Sjálandi. Hann hefur leikið með færustu tónlistarmönnum heims og spilað inn á plötur með meðal annars Yehudi Menuhin, Oscar Peterson, Duke Ellington, Ba- den Powell, Earl Hines og Gary Burton. Honum dettur ekki í hug að draga sig í hlé, í viðtali við Rol- ling Stone sagði hann meðal ann- ars: „Tónlistin er mér allt. Hún er lífsgleði mín og veitir mér þá ánægju að hræra áheyrendur á öllumaldri. Þarað aukigefurhún mér endalaus tækifæri til að ferð- ast, og því hef ég mikinn áhuga á. Ég hef líka gaman af því að hitta ungt fólk, tala við það og fylgjast með í því sem er að gerast, því morgundagurinn ákvarðast í dag. Ég er næstum því viss um að ég held áfram að spila til dauðadags. Tónleikarnir í Háskólabíói hefjast kl. 20:30. Með Grappelli spila bassaleikarinn Jack Sewing og gítarleikarinn Marc Fossit. Uppselt er á tónleikana en ósótt- ar pantanir verða seldar á mánu- daginn. lg Stephane Grappelli: Tónlistin er mér allt. Chagall, konkretlist og Penderecki Listahátíð sett í Listasafni íslands í dag Og þá byrjar það, listafylliríið mikla. Listahátíð 1988 hefst kl. 14:00 í dag með pomp og prakt, - í Listasafni íslands, eins og vera ber. Hornaflokkur Kópavogs leikur fyrir utan á meðan gestir marsera inn í safnið til að hlusta á Jón Þórarinsson, formann fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, Birgi Isleif Gunnarsson mennta- málaráðherra sem setur hátíðina, Beru Nordal, forstöðumann Listasafnsins sem opnar sýning- una Norræn konkretlist, og síðast en ekki síst Vigdísi Finnbogadótt- ur sem opnar sýninguna á verk- um Marcs Chagalls. Næsta hálfa mánuðinn mun þjóðinni gefast kostur á að velta sér uppúr menningunni og belgja sig út af listum af öllum stærðum oggerðum, litum og lögunum. Þó fylgir sá böggull skammrifi að menn verða að eiga fyrir herleg- heitunum, listin er ekki ókeypis og er miðaverð á bilinu 990 til 2.200 krónur, en dýrasti dag- skrárliðurinn mun vera Listahá- tíðaraukinn svokallaði, tónleikar Leonards Cohens, sem verða fyrst þegar mönnum hefur verið gefið færi á að jafna sig eftir listneysluna í tæpa viku. í dag verða opnaðar fjórar myndlistarsýningar; sýningarnar 2 í Listasafninu, sýning á verkum Donalds Judds, Richards Longs og Kristjáns Guðmundssonar í Nýlistasafninu og sýning á gleri, keramik og batik í verslun ís- lensks heimilisiðnaðar. Auk þess verður opnuð sýningin Gamlar glæsibækur í Stofnun Árna Magnússonar, en það eru ljós- prentaðar útgáfur af handritum allt frá 5. öld. Síðast á dagskrá Listahátíðar í dag eru svo tón- Ieikar Fflharmóníuhljómsveitar- innar frá Poznan og Fílharmóní- ukórsins frá Varsjá sem flytja Pólska sálumessu eftir K. Pend- erecki undir stjórn höfundar. Á morgun verða opnaðar tvær sýningar: Á Kjarvalsstöðum sýn- ingin Maðurinn í forgrunni, en það er sýning á íslenskri fígúrat- ívri list, aðallega frá árunum 1965-1985. í FÍM-salnum verður opnuð sýning á grafíkverkum breska listamannsins Howards Hodgkins. Tvennir tónleikar verða á morgun: tónleikar Kol- beins Bjarnasonar flautuleikara, sem flytur samtímatónlist fyrir flautu í Listasafni fslands, og tón- leikar pólsku Fflharmóníuhljóm- sveitarinnar og kórsins í Háskóla- bíói. Á mánudagskvöldið verða tón- leikar franska djassfiðlarans Stephanes Grappellis, og jafn- framt upphafið á Listdjasskvöld- um í Djúpinu við Hafnarstræti, en þann hálfa mánuð sem Lista- hátíð stendur verður leikinn djass á hverju kvöldi í Djúpinu kl. 22:00-01:00. Meðal Listahátíðartíðinda í næstu viku má telja ballettinn Af mönnum, verðlaunaverk Hlífar Svavarsdóttur sem íslenski dansflokkurinn sýnir í Óperunni. Á sömu sýningu flytur Hamra- hlíðarkórinn verkið Tíminn og vatnið, sem Jón Ásgeirsson samdi við samnefndan kvæða- bálk Steins Steinarrs. Tvö íslensk leikrit verða frumsýnd í vikunni, en það eru Marmari eftir Guð- mund Kamban og Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason. Sinfóní- uhljómsveitin heldur tónleika, fluttir verða fyrirlestrar og opn- aðar sýningar. Það verður sem sagt mikið að gera fyrir þá sem vilja kasta sér fagnandi út í menn- ingarneysluna þessa fyrri viku Listahátíðar. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.