Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnan I rósa- garöinum EKKERT MÁ MAÐUR Ég hlýt að vera einfær um að meta mínar hugsanir sjálfur. Stelngrímur Hermansson i viðtali við DV. ÞÖRF HAGFRÆÐI En mér fannst þetta vera þröngt svið og innflutningurinn skapaði ekki miklar gjaldeyris- tekjur fyrir ísland. DV GREIDDIÉG ÞÉR LOKKA... Vertu ekki þarna fyrir með rassgatið ástin mín, segja elsk- endur þegar þeir biðja ástvin sinn að færa sig ögn til. DV HÆFILEIKAR SEM DUGA Steingrímur er betri en enginn að hafa með sér i pólitíska brim- garðinum, því hann hefur mikið flot. Morgunblaðlð LOFSVERT RAUNSÆI Það er þýðingarlau9t að banna kynlif. Landlæknlr í vlðtali við Tímann. HAFI HALLDÓR LAXNESS SKARPA SKÖMM FYRIR Sífellt er verið að vitna í ör- eigasetningar eins og þá að lífið . sé saltfiskur. Þaö er ekki meiri saltfiskur en svo, að hann sést varla á nokkurs manns borði svona daglega. Tímabréf. ÞVÍ ALLIR MYRÐA YNDIÐ SITT Bubbi sagði eitt sinn í viðtali, þegar hann var spurður um það hvers vegna pönkararnir væru að ráðast á hann: það er af því að ég er holdtekinn draumur þeirra. Morgunblaðið ERÞAÐ HUGGUN HARMI GEGN? Ef alit fer á hausinn úti á landi - er þá ekki hætt við að kaupend- um DV fækki þar töluvert? Tfmlnn. SKAÐI SKRIFAR LÍTILL LEÐAR- VÍSIR UM VERÐMÆTA- SKÖPUN Ég, Skaði, er alinn upp í gömlum dyggðum en þær segja, að hver sá sem ekki fæst við nytsamleg störf til sjós eða lands eins og að draga ýsur eða skera hrúta, hann sé reyndar afæta í þjóðfélaginu og ætti að skammast sín fyrir að vera til. En svo lengi lifir sem lærir og ég hefi smám saman verið að brjótast út úr þessari þröngsýni sem ég tók í arf frá afa mínum sem eitt sinn hljóp yfir Mosfellsheiði með þrjú hangikrof á bakinu og til baka með þrjátíu fiska salta. Ég hefi verið að átta mig á hagvextinum og markaðssköp- uninni sem er listgrein út af fyrir sig eins og segir í Við- skiptablaði Morgunblaðsins míns, og ég hefi dregið mínar ályktanir af niðurstöðum. Mér hefur til dæmis skilist að það þýðir ekkert að standa í neikvæðri verðmætasköpun eins og margir halda áfram að bisa við í sjávarútvegi af einhverri úreltri íhaldssemi. Ég lít á það dæmi sem hér segir: Fyrst er fiskurinn veiddur og fyrir hann greitt of hátt verð. Svo er hann unninn í frystihúsi sem tapar líka á vinnslunnni. Að lokum er hann seldur á markaði sem er að falla. Þetta heitir neikvæð verðmætasköpun og nær engri átt. Landið fer á hausinn með þessu áframhaldi. Annað mál er með verðmætasköpun í peningageiran- um sjálfum. Þar sannast enn hið fornkveðna að þangað vill fé sem fé er fyrir. Kunningi minn úr skáldskapnum heldur því fram að bækur fæði af sér bækur (og í rauninni sé allfar verið að yrkja tíu helstu Ijóðin og segja fimmtán helstu sögurnar). Og þetta á enn frekar við peninga: peningar geta af sér peninga og úr því verða maryir peningar. Gott dæmi gerðist núna á dögunum í sambandi við gengisfellinguna, sem endilega þurfti að vera vegna þess að þessir neikvæðu verðmætaskaparar í fiski eru alltaf að steyta görn. Þá hvarf fjórðungur af þessum gjaldeyris- sjóði og allskonar upphlaupslýður fór að glotta út í bæði og rægja ríkisstjórnina fyrir að hún hefði látið taka sig í rúminu eins og það heitir ( ekki kunna þessir menn að blygðast sín; halda þeir að ríkisstjórn lýðveldisins sé ein- hver hóra eða lausaleiksdrós eða hvað er þetta eigin- lega?). Nújæja. Þetta reyndist ekki svona, heldur var hér um verðmætasköpun að ræða. Bankarnirfærðu sín í milli miljarð krónur í kringum gengisfellingu og til urðu hjá þeim fyrir bragðið hundrað nýjar miljónir sem ekki höfðu verið til áður. En það er eins og við manninn mælt, menn hafa hvorki ráð né rænu til að fagna þessu. Menn snúa upp á sig og saka bankana um þjófnað og guð má vita hvað, náttúrlega allt í þessari plebbaöfund sem kommúnistar hafa lengi alið á og segir: ef ég get ekki grætt á því þá skal enginn fá að gera það heldur. Og mætti þó hver maður segja sér það sjálfur, að þessar hundrað miljónir koma sér vel fyrir aumingja bank- ana, sem hafa tapað heilmiklu fé á undanförnum árum á sínu þjóðlega og kristilega trausti og umburðarlyndi í garð þessara manna sem standa í útgerð og öðru veseni en kunna ekki annað en neikvæða verðmætasköpun. Sjálfur hefir ég fyrir löngu komið mér inn á þá verð- mætasköpun í peningaferlinu sjálfu sem hvorki mölur né ryð eyðir. Það er voða lítill vandi. Ég erfði hús eftir föður minn en ég fór ekki að flikka það upp fyrir morð fjár eða svoleiðis heldur seldi ég húsið. Og ég fór ekki að sólunda peningunum heldur keypti ég fjárfestingarbréf. Svo tók ég Kjarvalsmálverkið sem ég fékk í brúðargjöf frá sérvitr- um frænda mínum og seldi það, og ég eyddi ekki pening- unum, heldur keypti ég mér kjarabréf. Svo fékk ég Volvo í happdrætti, og ég fór ekki að spana á honum eins og vitleysingur, heldur seldi ég hann og lagði peningana á bótarreikning og gullreikning og í ríkisskuldabréf. Ég vann mér inn utanlandsferð í spurningakeppni, því enginn maðurfrýr mér vits, en ég fór ekki að flækjast út um allt og eyða og spenna, heldur seldi ég farmiðana manni sem á of mikið af peningum og keypti meiri skuldabréf. Þetta er ekkert flókið. Ég er búinn að reikna það út, að á bara einu ári hefi ég grætt átján miljónir á þessum tilfærslum einum saman. Ég er búinn að reikna það út að með sama áframhaldi þá gæti ég verið búinn að eignast hálfa Kring- luna eða farþegaþotu eða eitthvað svoleiðis þegar ég verð sjötugur. Ef ég kæri mig um. Eða eins og segir í Hávamálum: aur með eyri auðs leitaði geð er það mitt og gaman. '2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. júní 198B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.