Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISnil Þeir vito það er djöfullinn sem rœður Ekki alls fyrir löngu var í Morg- unblaðinu vitnað rækilegatil ræðu, sem Davíð Oddsson borgarstjóri hafði haldið á fundi flokksmanna sinna í Garðabæ. Þar velti hann því mjög fyrir sér hvernig á því stæði, að Sjálfstæðisflokkur- inn reyndist í skoðanakönn- unum ekki nema næststærst- urflokka og hefði allsekki jafnað sig eftir albertsklofn- inginn, enda þótt Borgara- flokkurinn sýnist hruninn. Hvar er andskotinn? Eitt af því sem Davíð tiltók, þegar hann talaði um tilvistar- kreppu síns flokks, var skortur á óvini. Hann sagði að margir hefðu stutt Sjálfstæðisflokkinn, þótt þeir væru ekki alltof ánægðir með hann, vegna þess að í honum sáu þeir traustasta vörn gegn kommúnisma eða þá SÍS og Framsókn. Nú þættust menn ekki lengur þurfa að óttast hina rauðu byltingu eða þann marghöfða þurs, SÍS frænda, og því væri hlaupin í hægriliðið lausung og önnur óáran. Petta er vissulega ekki út í hött sagt. Það er gömul og ný reynsla að ekkert dugir betur til að fá fólk til að snúa bökum saman og gleyma væringum við grannan en raunverulegur eða ímyndaður háski að utan. Þjóðareining er sjaldséð ástand nema þjóð eigi í stríði við innrásarmenn eða kúg- ara. Tökum annað dæmi: Fá samtök hafa jafn lítið skipulag (og komast reyndar með öllu af án kjörinna eða sjálfskipaðra leiðtoga) og AA. Samt munu fá samtök í rauninni samheldnari og ríkari að samstöðu þeirra sem að þeim standa: alkóhólista sem í þeim hjálpa sér og öðrum til að lifa án vímugjafa. Og tökum eftir því, að alkóhólistar eiga innbyrð- is ekkert sameiginlegt nema höfuðóvininn sjálfan, alkóhólið. En það reynist líka alveg nóg. Nei svo sannarlega er Óvinur- inn nauðsynlegur hreyfingum - hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eða hafa menn það til dæmis ekki fyrir satt að guðs kristni hafi stórlega hrakað eftir að Djöflinum var að mestu eða öllu kippt út úr umræðunnni og hinu kristna heimsdrama? Enda segir þjóðsagan, að Djöfsi hafi sérstakar mætur á þeim útsend- ara sínum sem sannfærði lærða menn um það að Sá Vondi væri ekki til! 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur Týndur óvinur Því er það að Sjálfstæðisflokk- urinn þarf sinn andskota á vegg- inn og hann sem ljótastan. Og ekki bara hann. Framsóknar- flokkurinn hefur lengi lifað á því að elsku hjartans kaupfélögin væru í bráðri hættu stödd vegna bellibragða íhaldspúkans - en eftir því sem hið fræga hugsjóna- leysi verslunarinnar þróast lengur verður erfiðara að sam- fylkja mönnum gegn þeim fjanda. Sósíalistar áttu sér tvo óvini ágæta: auðvaldið yfirleitt og bandaríska auðvaldið sérstak- lega. En strax fyrir fjörtíu árum hófst nokkur ringulreið í óvina- málum: sósíalistar fóru að skipta auðvaldinu í nokkuð svo gott og þjóðlegt framleiðsluauðvald og afleitt braskara- og afætu- auðvald, og þar með fóru línur að dofna og ekki hafa þær skýrst síð- an. Og hinn amríski óvinur er ekki nærri eins spennandi og ugg- vænlegur og áður - bæði vegna þess að hann stendur ekki alblóð- ugur upp að hnjám lengur í jafn vondum málum og Víetnamstríð- ið var, og svo vegna þess að lang- varandi nærvera hans verkar sljóvgandi („hugurinn dofnaruns sljóleikinn gerist hans brynja" segir skáldið). Verst hefur svo Alþýðuflokkurinn verið settur í óvinamálum: hann var stofnaður til að berjast gegn íhaldinu en hefur lengst af lotið forystu manna sem áttu erfitt með að koma auga á aðra óvini en helvít- is kommana - er ekki nema von að á fylgi þess flokks hefur verið meiri sveifla en nokkurs annars 5. júní 1988 Lítil hugleiðing um nauðsyn þess að eiga séróvin hefðarflokks í íslensku stjórnmálakerfi. Heppnar konur Og svo er það Kvennalistinn. Velgengni hans á sér ýmsar ástæður eins og nærri má geta - en ein veigamikil forsenda þess er sú, að konurnar hafa Óvininn al- veg á hreinu. Konur eru náttúr- lega jafnólíkar innbyrðis að and- legri innréttingu og hagsmunum og karlar - en samt geta þær, sé vel á málum haldið, átt sér Óvin sameiginlegan, sem skyggir á all- an meiriháttar ágreining eða frestar honum amk. rækilega. Þessi óvinur hefur verið nefnd- ur karlveldið. Karlveldið er einstaklega heppilegur óvinur - vegna þess að það er í senn afstrakt og áþreifanlegt, heimssögulegt og nálægt, skelfilegt en þó óljóst. Það er tengt við persónur og framgöngu þeirra í lífinu - án þess að nauðsynlegt sé að gera persónur (nema stöku römm karlkvikindi) að einskonar hold- tekningu þess. Tökum dæmi. Hver og ein kona getur hugsað sem svo: bróðir minn, maki, kær- asti eða sonur - þeir eru ekki karlveldið. En það sem er að hjá þeim, er karlveldinu að kenna. Þeir væru ágætir ef það ekki spillti þeim. Konur eru náttúr- lega allavega, má líka segja, - en það sem er að hjá þeim - hvort heldur væri í misheppnuðum starfsferli eða einkalífsólukku, það er karlveldinu að kenna. Mannkynið er ekki rétt upp alið við aðstæður sem þessar, vitund- in er skæld og brengluð, verð- mætamatið í mestu óreiðu - og það er allt þeim eina óvini að kenna, sem nefndur var. Allt er pottþétt Og þessi málatilbúnaður er þeim mun sterkari og áhrifaríkari vegna þess að það er í sjálfu sér hvorki hægt að sanna hann né af- sanna. Og Óvinurinn mikli getur enga formælendur fundið sér. Það er rétt að margt er að í heiminum og það er líka rétt að karlar hafa ráðið miklu meiru en konur um þróun hans. Þess vegna hlýtur ótal margt að vera þessu forræði karla að kenna - en um leið er hér um bil ómögulegt að höndla það með vissu, hvað þeim (eða karlveldinu) er EKKI að kenna - þrátt fyrir allt. Hitt er svo annað mál að mann- lífið væri mun skemmtilegra ef menn treystu sér til þess að kom- ast af án Óvinar, sem þeir og þær gera sér að einskonar allsherjar skyldufanti, að fljóttekinni út- skýringu á eigin vandkvæðum og óláni og um leið að samstöðu- kveikju í uppákomum lífsins. En því miður: fáir munu það eftir leika, síst af öllu fjölmennar hreyfingar. Gáum að þessu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.