Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 10
iNu tölvuvindan veiðir fyrir þig DNG tölvu- vindan er óþreytandi vinnukraftur, algjör sjálf- virkni með tölvu stýringu eykur hraða og sparar ómælda vinnu. DNG tölvuvindan er byggð úr seltuþolnu áli og ryðfríu stáli. Stjórnkerfið er þakið plastefni til varnar titringi, höggum og raka. Vindan er þrýstiprófuð í vatni áður en hún fer frá verksmiðju, þannig er tryggt hámarks öryggi og lágmarks viðhald. Þjónustu- aðilum DNG fjölgar sífellt um allt land. Kappkostað er að hafa þjónustuna mjög góða. Það er á færi flestra að eignast það besta, DNG tölvuvindu, því við bjóðum góð greiðslukjör og kaupleigusamninga. Óseyrií, Akureyri. PóstbóH 157 Síldarvirmslan hf. Neskaupstað - Sími 97-71500 Starfrækjum: Frystihús Saltfisk- og skreidarverkun Síldarsöltun bræðslu og reykingu Vélsmiðju bíiaverkstæði og dráttarbraut. Gerum út ettirtelin skip: B/V Birtingur NK 119 B/V Barði NK 120 B/V Bjartur NK 121 M/B Börkur NK 122 M/B Beitir NK 123 Chester Whitmore, stjórnandi og kóreógraf Black Ballet Jazz, en hópurinn kemur fram á Listahá- tíö. Black BalletJazz á Listahátíð: saga dansinsíAmeríku Í200ár „ Ef þú rankar ekki við þér fyrr en allt er orðið uppselt verðurðu að fara á stjáog sníkja eða stela miða. Ef þú missir af þessu áttu eftir að sjá eftirþvíallaæfi. Þessi ummæli er að finna með- al lofsamlegra dóma sem Black Ballet Jazz hópurinn hefur feng- ið, en hann hefur komið fram víða um heim undanfarin þrjú ár við mikla hrifningu. Nú er komið að okkur að sjá dýrðina, en hóp- urinn kemur fram í Þjóðleikhús- inu undir Iok Listahátíðar. Black Ballet Jazz er 17 manna hópur, en með dansi, látbragðs- leik og akróbatík sýnir hann sögu dansins í Ameríku í 200 ár, allt frá afríska arfinum til þeirra dansa sem helst eru á dagskrá í dag. Markmið hópsins er að varðveita sögu dansins í Ameríku, og á sýn- ingum hans kemur skýrt í ljós hversu mikil áhrif menning svert- ingja hefur haft á dansinn í þess- um parti heims. Stjórnandi hópsins og kóreó- graf, steppdansarinn Chester Whitmore, komst í læri hjá ein- um besta steppdansara í heimi, Fayard Nicholas, fyrir algera til- viljun. Eitt sinn var hann á heim- leið á hjólinu sínu að afloknum danstíma, og hjólaði þá fram á ökuþór nokkurn sem var að bjástra við að skipta um sprungið bfldekk. Whitmore rétti mannin- um hjálparhönd, en sá tók eftir dansskóm hjálparhellunnar sem héngu á stýrinu á hjólinu hans. Þannig komst það upp að bfl- stjórinn var ekkert blávatn í dansfræðunum, og í framhaldi af umferðarbjástrinu bauð hann sínum nýja vini tilsögn sem var þakksamlega þegin. Whitmore hefur einnig numið ballett, nútímadans og kóreó- grafíu, og áskotnast margvíslegur sómi fyrir frammistöðu sína. Hann hefur haldið fyrirlestra um danshefðir svertingja við fjöl- marga háskóla í Bandaríkjunum, en Black Ballet Jazz er honum vettvangur til að miðla þekkingu sinni á dansi svertingja um víða veröld. Meðal annarra í hópnum er fjöllistakonan Trina Parks sem margir kannast við úr sjónvarps- þáttunum FAME, og James Bond aðdáendum til glöggvunar má nefna að hún háði frægt kar- ateeinvígi neðansjávar við Sean Connery í myndinni Diamonds Are Forever. Black Ballet Jazz hópurinn nýtur mikillar viðurkenningar, og hafa meðlimir hans meðal annars verið útnefndir „menn- ingarlegir sendiherrar“ Los Angeles borgar, en þaðan er hóp- urinn upprunninn. HS 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.