Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 13
ARNA- LAÐSÍÐAN Hvernig er þetta krakkar, vœri ekki alveg þjóðráð að setjast niður og skrifa smásögu eða frásógn af einhverj- um atburði, sönnum eða skálduðum, og senda okkur hérna í „Barnablaðsíðuna“? Utanáskriftin er: Barna- blaðsíðan, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Hvað heitir fuglinn? Ef þú þekkir ekki fuglinn af mynd- inni eða lýsingunni, skaltu athuga hvort þú getur raðað stöfunum hér fyrir neðan rétt saman. Pó fœrðu nafnið á fuglinum. Fuglinn er sjófugl og ó myndinni er hann með fullan gogginn af fiski. Fuglinn er að mestu svarfur nema bringan er hvít og einnig höfuðið, nema kollurinn sem er svartur. Hann er með marglitan stóran gogg. Fuglinn er hljóðlótur Hann verpir einu eggi og ungur fugl er kallaður pysja. Fuglinn er töluvert veiddur. Fuglinn heitir: U I L N D Völundarhus Fiðrildin litlu langar alveg óskaplega að komast niður til blómanna. Getið þið hjólpað þeim? Ég veit að sum komast ekki alla leið, en önnur nó ó leiðarenda. Reynið að finna hver þau eru. J rzz~i I Uc» /• CXy jQ^x^cx--jCí^ RkAí- Smásagan Það var 11 ára stelpa úr Reykjavík sem ímyndaði sér að hún vœri fréttaritari „Barnablaðsíðunnar“ á Ítalíu. Hér á eftir fer frásögn af atburðum sem hugs- anlega hefðu getað átt sér stað þar í landi í borg sem heitir Mílanó. Mílanó í molum Öll Mílanó liggur nú í hláturskasti vegna furðulegs atburðar er gerðist í óperuhúsinu „La Scala" í Mílanó. Söngvarinn frœgi Placi- do Domingo söng síðastliðinn laugardag í uppfœrslu Scala á Nabucco, óperu Verdis. Hann stóð sig mjög vel í fyrsta og öðrum þœtti og sýndi þar allar bestu hliðar sön- graddar sinnar. í hléinu á meðan Domingó tróð í sig 18 samlokum og 9 bjórdósum (með bjór 0 fann hann ekkert skrítið bragð af bjórnum, en gárungar einhverjir höfðu nefninlega hellt fullum bauk af raddtöflum út í. Raddtöflur geta leitt til algjörs radd- leysis ef meira en 6 töflur eru teknar inn. Hrekkjalómarnir sáu til þess að hin volduga rödd Domingós vœri vel kœfð niður. í þriðja þœtti eftir hlé fór hann vel af stað en allí í einu fór rödd hans að verða falskari og falskari. Loks dó hún alveg út. Áhorfendur gerðust reiðir mjög og einn œstur grýtti steini íhausinn á Domingó þannig að hann steinrotaðist. Áhorfandinn var handtekinn og dœmdur íþriggja mánaða gœsluvarð- hald og háa sekt. Forstjóri og hluthafi „La Scala“ segir þetta sína mestu niðurlœg- ingu og ef hann nœði þrjótunum skyldu þeir sko beint í fallöxina. Ekki fengu blaða- menn tœkifœri til að tala við kappann því ekki er hann enn raknaður úr rotinu. Eyrún 11 ára Sunnudagur 5. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.