Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 17
EYLANDSPÖSTURINN ___ _____ Orri Jónsson og Rúnar Gcsisson skrifa PIXIES:SURFER ROSA Undanfarin ár hefur mikiö bor- iö á hljómsveitum sem hafa til- einkað sér hinn svokallaöa „feedback" hljómburö í verkum sínum og hafa skosku bræðurnir í The Jesus And Mary Chain verið þar fremstir (flokki. Það sem hef- ur einkennt þessar hljómsveitir frá öðrum er hið skerandi og þétta gítarsþillerí ásamt einföld- um og aðgengilegum lagasmíð- um sem mjög hafa aukið við vin- sældir sínar upp á síðkastið. Hljómsveitina Pixies má kann- ski ekki flokka með hinum hefð- bundnu „feedback" sveitum (t.d. Primitives) vegna þess að hún leggur alla áhersluna á hinn nátt- úrulega kraft, þ.e.a.s. þann kraft sem kemur beint frá hljóðfæra- leikaranum en ekki úr einhverri vélvæddri hljóðdós. Pixies er mjög hrá og kraft- mikil hljómsveit með barm- mikinn kvenskörung í broddi fylkingar, sem setur mjög skemmtilegan svip á tónlistina ekki síður en umslagið. Ekki veit ég hvort vert er að líkja Pixies við einhverja aðra hljómsveit sökum sérstöðu sinnar, en vera má að lesendur verði einhverju nær ef ég segi að hún sé ef til vill á svip- aðri línu og bandaríska neðan- jarðarsveitin Sonic Youth. Trommuleikarinn hjá Pixies sker sig nokkuð úr, því hann er einfaldur en kraftmikill og hið harða og hráa „sánd'1 sem þar er notast við er með því skemmti- legra sem ég hef heyrt frá hljóm- sveit sem leikur tónlist í líkingu við þá sem flutt er af Pixies. Gítarleikarinn er einnig mjög skemmtilegur, kraftmikill og stundum mjög skerandi en jafn- framt eru lagasmíðarnar víða svo melódískar og vandaðar að mús- íkin verður mun aðgengilegri en oft vill verða hjá grúbbum sem leika svipaða tónlist. Ég ætla mér ekki að fara nánar í saumana á nýjustu plötu Pixies. „Surfer Rosa“, heldur hvet ég alla þá sem gaman hafa af fersk- um^kraftmiklum en jafnframt fjörugum rokksveitum að kynna sér hljómsveitina, því hér er á ferðinni eitt skemmtilegasta band sem komið hefur fram á þessari „bylgjulengd" í lengri tíma Félagsmólastofnun i|r Reykjavíkurborgar Fjölskyldudeild Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa við Fjölskyldudeild. Um er að ræða stöðu fulltrúa sem fer með sérverkefni á sviði barnaverndarmála, einkum ráðgjöf vegna vist- ana barna á vistheimili og fjölskylduheimili, ráðgjöf á mæðraheimili og fleira. Reynsla á meðferðarstarfi áskilin. Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns í Unglingaathvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun á sviði sálar- eða uppeldisfræði, ásamt starfsreynslu í meðferðarmálum. Upplýsingar um báðar stöðurnar veitir yfirmaður Fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 13. júní nk. y Útboð Klæðningar á Suðurlandi 1988 f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Lengd vegarkrafla 25 km, alls 150 þús. fermetrar. Verki skal lokið 31. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. júní 1988. Vegamálastjóri Alltaf bætast við fleiri og fleiri hljómsveitir í þann hóp tónlistar- manna sem ætla að spila á tón- leikum til styrktar mannréttinda- samtökunum Amnesty Internati- onal sem haldnir verða í Englandi seinna í þessum mánuði. Nú hafa Strangiers tilkynnt þáttöku sína en áður höfðu hljómsveitir eins og Aztec Camera, Asward, Joe Strummer og fleiri látið bóka stuðning sinn. Sögur hafa flogið um að The Jesus And Mary Cha- in, Wedding Present, The Men They Couldn’d Hang og Jimmy Cliff hyggi á þátttöku en ekki veit ég það svo obboslega gjörla. Prince á víst í einhverju basli útí Ameríkunni vegna umslagsins utan um nýju plötuna sína „Lo- vesexy“. Eins og flestir vita er prinsinn brókarlaus meðal blóma á umslaginu og eitthvað virðist það hafa farið fyrir brjóstið á Könunum, því það er altalað að sú þjóð er sú siðmenntaðasta í svona efnum og líður engan dónaskap í verslunum sínum. Sumar þarlendar plötubúðir hafa tekið upp á því að stilla plötunni ekki upp útí glugga eða neins staðar annars staðar í búðum sín- um, heldur selja hana eins og hverja aðra bannvöru undir borðið. Aðrar verslanir hafa tekið fastar á málunum og hrein- lega bannað slíkan sora í plötu- rekkum sínum. Hinn víðfrægi soul-tónlistar- maður James Brown á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Nýverið var hann ákærður fyrir að hafa reynt að koma kellu sinni fyrir kattarnef, en það nýjasta er að nú hefur hann verið sakaður um að hafa eiturlyfið PCP undir höndum og gert misheppnaða til- raun til að flýja undan löggunni þegar hún mætti á svæðið. Mr. Brown ku hafa verið fangelsaður (sem oft áður) en síðar látinn laus gegn tryggingu. Morrissey er nú að senda frá sér aðra smáskífu af nýju plöt- unni sinni „Viva Hate“ og varð lagið „Everyday Is Like Sunday“ fyrir valinu. Á litlu plötunni mun verða eitt aukalag sem aldei hef- ur litið dagsins ljós fyrr, en á 12“unni munu aukalögin verða 3 talsins. Hinir fjölmörgu áskrifendur Eylandspóstsins hafa vafalaust tekið eftir því hér í vetur að breska poppblaðið N.M.E. stóð fyrir endurvinnslu gömlu Bítla- plötunnar „Sgt. Peppert Lonely Hearts Club Band“, þar sem ýms- ar nýbylgjusveitir vorra daga op- inbera túlkun á hinum fornu lögum. Það er skemmst frá því að segja að gripurinn, sem ber heitið „Sgt Pepper Knew My Father“, varð svo eftirsóttur að ákveðið var að gefa plötuna út opinber- lega á merki Island records. Nú geta semsagt allir (flestir alla- vega) sem áhuga hafa á gripnum, nálgast hann í næstu plötubúð. n(ni i. Vélaverkstæði, Grandagarði 18, sími28922 Tökum að okkur: vélaviðgerðir, niðursetningu á vélum og vélbúnaði í skip, vökvakerfi og fi. Framleiðum austursskiljur. Kennarar íþróttakennara vantar að Höfðaskóla Skaga- strönd auk kennara til almennrar kennslu. í boði eru ýmis hlunnindi. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 95-4800 eða formaður skólanefndar í síma 95-4798. Skólastjóri Sóknarfélagar Sumarferð Sóknar verður farin 1. til 3. júlí n.k. í Þórsmörk. Gist verður í skálum Austurleiða í Húsadal. Þátttaka tilkynnist skrifstofu félagsins í síma 681150 fyrir 24. júní n.k. Ferðanefndin Sunnudagur 5. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.