Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 18
BRIDGE KROSSGÁTAN Nr. 620 7 2 3 ¥ s Z (o 7 7 7 1? 9 )D n 12. /3 )0 )S ) )<* to 3 1 )2 )?■ )9 lo )e 7 ) 20 V zX n )8 )9 3 22 23 <fl J? )B 7 ) £ 21 7 ) 8 W ¥ 2t) ) 2S c? ) H9 xx 2á> £ 20 i 22 3 22 J8 4 J 2? J6> ¥ V e S- /<? 17 V / ) 8 % )0 ie t* ) )# )b 6 )£ <P 28 27 2 )8 )kK V U ie )0 b> 7 )t ÍO (o )8 22 V ? (o V 22 T é> lé 9 ¥ 22 n 22 /¥ 2Í 22 22 3 ) V ) 23 ? 7 v- S' 8 8 18 30 7 S U> e )9 7 4 18 <* sz 3/ 8 n y )0 k> )B V )8 22 )0 )8 7 ¥ 22 2/ ¥ )é h? /0 7 3 32. i ¥ 13 18 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stati í reitina hór fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, merkt: „Krossgáta nr. 620". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. é 21 23 J J/ 8 25 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið á krossgátu 617 var beiskaldi. Dregið var úr réttum lausnum, og upp kom nafn Jóhannesar Jósepssonar, Rauðamýri 4, Akureyri. Hann fær send bókaverðlaunin í pósti innan tíðar: Vefurinn sífelldi, Ijóðabók eftir Helga Sæmundsson, gefin út af Skákprenti 1987. Verðlaun fyrir krossgátu 620 verður Náttuglan „Ekki kven- mannsverk," eftir P. D. James. Bikarkeppnin hafin Dregið hefur verið í 1. og 2. umferð Sanitas-Bikarkeppni Bridgesam- bandsins Eftirtaldar sveitir mætast (heimasveit talin á undan); Valtýr Pálsson Self. - Stefanía Skarp- héðinsdóttir Skógum Guðmundur Magnússon Reyðarfj. - Romex Reykjavík Delta Reykjavík - Ármann J. Lárus- son Kópavogi Ásgr. Sigurbj. Siglufj. - Zarioh Ham- adi Akureyri Ingi St. Gunnlaugss. Akranesi - Gunnar Þórðarson Sauðárkr. Samv.ferðir Landsýn Rvk - Guð- mundur M. Jónsson ísafirði Bragi Hauksson Reykjav. - Þórarinn Sófusson Hafnarfj. Gylfi Pálsson Akureyri - Þorsteinn Bergsson Fáskrúðsfj. 2. umferð Modern Iceland Reykjavík - Sigfús Örn Árnason Reykjavík Kristján Guðjónsson Akureyri - Gylfi Pálss./Þorsteinn Bergsson Eskfirðingur - Stefán Pálsson Reykjavík Hellusteypan Akureyri - Eiríkur Ell- ertsson Keflavík Sigurður Sigurj. Kópavogi - Ung- lingalandsliðið Ásgrímur/Zarioh-Burkni Dómalds- son Reykjavík Örn Einarsson Akureyri - Sigmund- ur Stefánsson Reykjavík Magnús Sverrisson Reykjavtk - Lár- entsínus Kristjánsson Stykkish. Pólaris Reykjavík - Björn Friðriks- son Blönduósi Guðmundur Magn./Romex-Ingi St. Gunnl./Gunnar Þórðarson Delta/Ármann J. Lárusson - Valtýr Jónasson Siglufj. Valtýr Pálss./Sefanía Skarph.- Ragnar Haraldsson Grundarfj. Flugleiðir Reykjavík Samv.Landsýn/Guðm. M. Jónsson K.K. Reyðarfirði - Eðvarð Hall- grímsson Skagaströnd Björgvin Þorsteinsson Reykjavík - Bragi Hauksson/Þórarinn Sófusson Grímur Thorarensen Kópavogi - Jón Hauksson Vestm.eyjum. Leikjum í 1. umferð skal vera lokið fyrir sunnudaginn 26. júní og leikjum í 2. umferð skal vera lokið fyrir sunn- udaginn 24. júlí. Fyrirliðar athugi að koma úrslitum leikja og nöfnum spil- ara, ásamt tilkynningu um leikdaga og greiðslu kr. 7000 pr. sveit til BSI í tíma. Dregið verður í 3. umferð um miðjan júlí. Allar nánari uppl. varð- andi Sanitas Bikarkeppni Bridgesam- bandsins 1988 eru veittar á skrifst. BSÍ. Meistarastigaskrá (vorskýrsla) frá 1. mars 1976 til 16. maí 1988, hefur verið dreift til allra félaga (formanna) innan BSÍ. f skránni (tölvulisti) er að finna nöfn 3209 spilara, í um 50 fé- lögum innan BSÍ. Stigefsti spilarinn er Jón Baldursson, með 1153 stig en næstir koma Sigurður Sverrisson og Þórarinn Sigþórsson með 1106. Þórarinn lætur því eftir efsta sætið, að sinni, en hann hefur vermt það undanfarin ár. Sigurður Sverrisson hefur bætt flestum stigum við sig frá síðustu skrá, eða 112 stigum, en aðrir yfir 100 stig eru þeir Aðalsteinn Jörg- ensen og Valur Sigurðsson. Alls hafa 20 spilarar hlotið stór- meistaranafnbót (yfir 500 stig) og 98 spilarar spaðagráðu (150 stig eða meir). Næsta skrá kemur út í janúar 1989. Líklegt er að tvær sveitir fari héðan til keppni á Alþjóðlega mótinu í Am- sterdam helgina 18.-19. júní. Auk þeirra Magnúsar Ólafssonar, Jakobs Kristinssonar, Ólafs og Hermanns Lárussonar, hefur sveit Braga Hauks- sonar sýnt viðleitni til að taka þátt í mótinu. Um 100 sveitir munu vera skráðar til leiks. ÓLAFUR LÁRUSSON Bridgesambandið hefur auglýst eftir umsóknum stighærri para, til þátttöku í 60 ára afmælismóti Stúdenta-klúbbsins í Kaupmanna- höfn, sem spilað verður í september. Um 180 pör munu taka þátt í mótinu, þaraf 20 af sterkustu pörum Evrópu. Frestur til að sækja um þátttöku renn- ur út 15. júlí nk. Sveit Málningalagersins frá Bol- ungarvík, skipuð þeim Guðmundi Þorkelssyni, Jóni H. Gunnarssyni, Jóhanni Ævarssyni og Júlíusi Sigur- jónssyni, varð Vestfjarðameistari í sveitakeppni, um síðustu helgi. 11. sveitir tóku þátt í mótinu, sem spiluð var á Núpi í Dýrafirði. Keppnisstjóri var ísak Örn Sigurðsson. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði, skipuð þeim Stefaníu Sig- urbjörnsdóttur, Antoni Sigurbjörns- syni, Boga Sigurbjörnssyni og Jóni Sigurbjörnssyni, ásamt Ásgrími, varð Norðurlandameistari (bæði svæðin) í sveitakeppni um síðustu helgi. 13 sveitir tóku þátt í mótinu, sem spilað var á Sauðárkróki. Keppnis- stjóri var Albert Sigurðsson. Dregið hefur verið um töfluröð á Norðurlandamótinu, sem spiluð verður á Loftleiðum dagana 26. júní til 2. júlí nk. í opnum flokki er hún þannig: 1. fsland 2. Svíþjóð 3. Finn- land 4. Noregur 5. Danmörk 6. Fær- eyjar. í kvennaflokki; 1. Noregur 2. fsland 3. Danmörk 4. Svíþjóð. Spiluð verður tvöföld umferð í Opnum flokki en þreföld umferð í kvennafloki, 32 spil í leik. __________________FJÖLMIÐLAPISTILL___________ Að ná eynjm 75% þjóðarinnar Nú eru Ijósvakamiðlarnir að íklæðast sumarfötunum og sýnist mér það einkum vera í því fólgið að fækka orðunum og fjölga lög- unum. Þannig er Dægurmálaút- varpið á Rás 2 stytt um klukku- tíma í báða enda og í staðinn sett- ir tónlistarþættir. Vissulega er það skiljanlegt að reynt sé að létta dagskrána yfir sumarmánuðina. Þá er fólk í öðr- um stellingum en að vetri til. Fötunum fækkar og áhuginn á þjóðmálum minnkar. Tími hinna alræmdu sumarsmella rennur upp og útvarpshlustun, í það minnsta um helgar, á sér aðallega stað í bílnum með íslenskt lands- lag sem bakgrunn. Og þá fara þeir Þorsteinn og Steingrímur og hinir álfamir ótrúlega langt niður eftir vinsældarlistanum. Á einkastöðvunum bregðast menn við hækkandi sól með því að efna til leikja sem eru hver öðmm bjánalegri en eiga það sammerkt að virkja hlustendur til þátttöku. Um síðustu helgi stóð ég í mesta grandaleysi og beið eftir afgreiðslu í ísbúð í miðbæn- um þegar bifreið er lagt við gangstéttina og út steðjar ein af hláturvélum ljósvakans. Eftir að hafa sagt einhverja brandara um ísát á kostnað tæknimannsins (mikið má sú stétt þola) og hlegið drjúgt að þeim sjálfur fór þessi fjallhressi útvarpsmaður að æsa hlustendur upp í að leita að ein- hverjum hamri sem lá falinn á ó- nefndum stað í miðbænum. Ekki varð ég nú var við að fólk færi í flokkum í leit að hamrinum en frétti þó síðar um daginn í sjoppu á allt öðrum stað í bænum að hann hefði fundist við Bæjarins bestu. Æ, hvað á maður að segja um svona útvarp? Sennilega er best að segja sem minnst. Hins vegar heyrði ég þá sögu að þessum leikjum hefði snarfjölgað í maí- mánuði síðastliðnum. Skýringin var sögð sú að þá hefðu stöðvarn- ar fengið að vita að til stæði að gera hlustendakönnun. Ekki var vitað nákvæmlega hvaða dag hún færi fram og þess vegna stóðu leikirnir yfir lungann úr mánuð- inum. Mér finnst dálítið kúnstugt að fylgjast með útvarpsstöðvunum feta sig inn á braut sem blöð og tímarit hafa troðið um árabil. Þar hafa tíðkast lengi alls kyns get- ÞRÖSTUR HARALDSSON raunir, happdrætti og spurninga- leikir sem hafa það markmið fyrst og síðast að hala inn fleiri krónur í kassann, ýmist í gegnum fleiri kaupendur, meiri auglýsingar eða bein styrktarframlög. Eins og aðrir í þessu samfélagi hafa blöð- in, og nú Ijósvakamiðlarnir, mak- að krókinn á þeirri staðreynd að íslendingar eru óðir í allt sem heitir happdrætti og svipuðum nöfnum og gefur séns á vinning- um. Að sjálfsögðu hefur Ríkisút- varpið sýnt töluvert meiri hóf- semi í þessu leikjafári. Enda happadrýgsta og besta leiðin til að auka tekjur RÚV að bæta dagskrána og laða fleiri hlustend- ur að með því móti. Það er nefnilega geysistór ó- plægður akur fyrir útvarpsstöðv- arnar þar sem er fólk sem lítið hlustar á útvarp. í hlustenda- könnunum þeim sem gerðar hafa verið hefur komið í ljós að yfir- leitt hlusta svona 25-30% að- spurðra yfirhöfuð á útvarp. Hinir' - 70-75% - hlusta lítið sem ekk- ert. Ef maður heldur áfram með þetta dæmi þá ætti að blasa við að það sem gæti orðið til að laða þennan stóra hóp að viðtækinu er ekki popptónlist. Það er nóg framboð af henni. Enda sést það einnig í könnunum að í einu skiptin sem hlustunin fer upp fyrir áðurnefnda hundraðshluta er þegar útvarpað er fréttum. Lengi framan af virtist mér stjórn RÚV vera þeirrar skoðun- ar að besta leiðin til að keppa við einkastöðvarnar væri að ganga fram af þeim í því að útvarpa poppi. Og eingöngu því sem kalla má listapopp, magnið skyldi ráða fremur en gæðin. Bitur reynsla kenndi ráðamönnum að þetta var ekki rétta leiðin. Með stofnun dægurmálaút- varpsins var farið inn á aðra braut. Það var reynt að höfða til annarra en aðdáenda Madonnu og félaga. Það var ákveðið að það væri í lagi að tala samfellt í lengri tíma en 45 sekúndur. Mér sýnist reynslan hafa sýnt að þetta er leiðin í samkeppninni við stjörnubylgjuna. Kannanirnar sýna að Rás 2 kemst þá aðeins á blað að dægurmálaútvarpið sé í gangi. Vonandi verður það lengt í báða enda eftir að gúrkutíð lýk- ur. 18 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 5. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.