Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 20
Fyrsti plastseðill heims hefur nú litið dagsins Ijós í Ástralíu, og var hann geröur í tilefni af 200 ára afmælis landsins. Gripur þessi er í senn endingarbetri en fyrirrenn- arar hans og verri viðfangs föls- urum. Ertu að flytja? Mikilvægt er að tilkynna flutning tímanlega. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að þú borgir ekki raf- magnið fyrir þann sem flytur inn! Ef þú býrð á orkuveitusvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur afgreiðir þú þetta með einu símtali við okkur. Síminn er 68-62-22. RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SIMI686222 Guarneri-strengjakvartettinn, einn sá besti í heiminum í dag, spilar á Listahátíð. Myndin minnir reyndar mjög á Abbey Road uppstillingu annarra þekktra fjórmenninga, en víst er um það að meðlimir kvartettsins njóta ekki síður hylli, þótt áhyerendahópurinn sé kannski ekki alveg sá sami. ^ FAGUN I ARATUGI Guarneri-strengjakvartettinn ertalinn einn besti strengja- kvartett í heimi, og taka margir svo djúpt í árinni að fullyrða að hann beri af öðrum. að vonum verður ekki kveðið upp úr um slíkt og skiptir raunar engu meginmáli; hittergleðiefni að kvartettinn verður meðal gesta á Listahátíð. Guarneri-strengjakvartettinn hefur verið við lýði í 22 ár. Allan þann tíma hefur hann verið skip- aður sömu hljóðfæraleikurum, og segir þvílíkur stöðugleiki væntanlega allt sem segja þarf. Þeir eru Arnold Steinhardt (fiðla), John Dalley (fiðla), Mic- hael Tree (viola) og David Soyer (selló). Kvartettinn er ekki einasta í miklum metum í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, heldur einnig víða um lönd. Fyrir vikið hefur hann spilað í öllum heimshornum, og eru nýlegir við- komustaðir til marks um það; Tékkóslóvakía, Japan, Argen- tína og núna ísland. Guarneri-strengjakvartettinn leikur á lokadegi Listahátíðar, í Óperunni. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Mozart og Janacek. HS Andfœtl- inga- peningar úr plasti Nýju, áströlsku seðlana má sjóða og þvoí þvottavél Nú eru þeir farnir að búa til peningaseðla úr plasti í Ástra- líu. Þessirnýjuseðlarstanda af sér ýmsar hremmingar sem léku gömlu pappírskollegana grátt; hvorki þvottavélar né suðupottar vinna á þeim, og eins má grafa þá í jörð og geyma mánuðum saman án þessaðáþeimsjái. Tilefni þessarar nýstárlegu peningaútgáfu er 200 ára afmæli Ástralíu. Plastseðillinn jafngildir tíu áströlskum dollurum, og hafa þarlendir hugvitsmenn gætt af- urðina hinum ýmsu eiginleikum sem valda því að falsanir eru því sem næst útilokaðar. Mynd af James Cook er á báð- um hliðum seðilsins, en Cook „fann“ Ástralíu árið 1772 eftir okkar sögubókum, þótt efalaust séu frumbyggjar á öðru máli. í kringum myndirnar af honum er nokkursslags sporöskjulaga geislabaugur sem hýsir litrófið að mestu leyti, en litirnir taka stöð- ugum breytingum eftir því hvern- ig ljósið fellur á þá. Þannig skiptir seðillinn litum þegar hann skiptir um eiganda og gengur handa á milli. Geislabaugur Cooks er gagnsær, og eins sá partur seðils- ins þar sem númerið er letrað. Sé horft á seðilinn gegn ljósi má greina demantslaga form á báð- um hliðum, en að öðru leyti er hann þakinn þunnu állagi. Fing- urnir nema það ekki, en állag þetta endurvarpar ljósi og því verða myndirnar skýrar. James Cook prýðir sumsé báð- ar hliðar nýja plastseðilsins, en aðalmyndirnar eru þó aðrar; á annarri hliðinni er mynd af skipa- kosti „landnemanna“ þar sem þau fljóta með fríðasta lið, eins og segir í Jónasi, en hinum megin getur að líta frumbyggja, prýdd- an að hefðbundnum sið. Plastseðill þessi er gerður í til- efni 200 ára afmælisins og verður því prentaður út árið en síðan ekki söguna meir. Stærðin: 15,5 x 7,75 sentímetrar. Illustreret Videnskab/HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.