Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 2
 Manns saknað af bát Mikil leit stendur yfir að manni frá Djúpavopi, sem féll út af gúmm- bát miðja vegu á milli Þvottáreyja og Djupavogs. Atburðurinn átti sér stað á Iaugardagskvöld, en maðurinn hafði þá nýlokið við að flytja hóp af fólki úr eyjunum til Djúpavogs og var á leið út aftur til að sækja fleira fólk. í gær voru gengnar fjörur og kafað og leitað af sjó. Nauðlending í Keflavík Lítil tveggja hreyfla flugvél, með níu manns innanborðs, nauðlennti á Keflavíkurflugvelli á laugardag vegna bilunar í hjólabúnaði. Lend- ingin tókst giftusamlega og sakaði engan. Vélin var á leið frá Blönduósi til Egilsstaða. Skömmu eftir flugtak uppgötvaðist að annað vænghjól vélarinnar dróst ekki inn og var henni snúið til Keflavíkurflugvallar til lendingar.. Vélin er í eigu Flugtaks en var í leiguflugi fyrir Arnarflug. Flugstjóri var Ágúst Arnbjörnsson. íkveikja í Torfufelli Maður um þrítugt hefur játað að hafa verið valdur að íkveikju í íbúð í Torfufelli í Reykjavík á laugardag. f búðin sem var mannlaus, er mikið skemmd af völdum reyks, elds og vatns. Kópavogskonur rækta skóg Kvenfélagskonur í Kópavogi ætla á morgun kl. 20 að hlúa að birki- plöntum sem gróðursettar voru af félagskonum Kvenfélagsins 1985. Skógræktarnefndin skorar á konur að mæta við Einbúann annað- kvöld. ■ / / jum Ársrit Kvenréttindafélags ís- lands 19. júní er komið út. Að venju er ritið helgað baráttumál- um kvenna og er í þetta sinn megin áherslan í efnisvali lögð á dagvistunarmálin. Einnig er að finna í ritinu viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra, þar sem hún talar m.a. um „strákana“ í ríkisstjórninni og grein um endurvakinn áhuga hins kynsins á fegurðarsamkeppnum, tísku og snyrtivörum. Ritstjóri 19. júní er Jónína Margrét Guðnadóttir. Blaðinu er dreift um allt land, en einnig er hægt að fá það keypt í gegnum áskrift hjá skrifstofu út- gefanda. Fyrirlestur Daníels Graffins Franski myndlistarmaðurinn Daníel Graffin heldur fyrirlestur í Norrænahúsinu í kvöld kl. 20.30. Graffin flytur má sitt á ensku. Fjallar fyrirlesturinn um samband myndlistar og byggingarlistar og sýnir lit- skyggnur af verkum sínum. Graffin er vel kunnur fyrir myndlist sína og prýða verk hans söfn og stofnanir víða um heim. Uppá síðkastið hefur hann haft náið samstarf við arkitekta og unnið að listskreytingum við fjölda stórbygginga. Fyrirlesturinn er liður á Listahátíð og er aðgangur að honum ókeypis. Leikfimi og dans í Kramhúsi Kramhúsið gengst fjórða sumarið í röð fyrir námskeiðum í dansi, leikfimi og skapandi hreyfingu. Til leiðbeiningar hafa verið fengnir íslenskir og erlendir kennarar. Um síðustu mánaðamót hófst þriggja vikna leikfiminámskeið undir stjórn Elísabetar Guðmundsdóttur fastakennara Kramhússins. Meðal annarra námskeiða sem Kramhúsið stendur fyrir á næstunni er dags kennaranámskeið 11.-16. júní fyrir íþrótta-, tón- menntakennara og aðra þá sem vilja virkja hljóðfall og hreyfingu við kennslu, 13.-30. júní gefst fullorðnum tækifæri til að taka þátt í danss- punanámskeiði og 22. júní til 2. júlí verður haldið námskeið í argentín- skum tangó. Allar upplýsingar eru veittar í Kramhúsinu. 1 rt.i* ». >».x \ t. >. i. *. r. v, *. ». r. % %> V'# \ FRÉTTIR Akureyri Samið vlð bæinn Laun hækka um 16%. Afgreiddirfyrir bráðabirgðalög. Samræmingu lauk í síðustu viku IsíðustM viku gengu verkalýðsfé- lagið Eining og Akureyrarbær frá nýjum kjarasamningum. Samningarnir voru í raun frá- gengnir snemma í maí en vegna ákveðinnar samræmingar var ekki gengið frá þcim fyrr en sl. þriðjudag. Félagsmenn Einingar hjá bænum fá 16% hækkun launa við undirskrift sem er 6% hærra en þak bráðabirgðalaga gerir ráð fyrir. Afangahækkanir verða eins og í „Akureyrarsamningnum“ sk. Sævar Frímannsson formaður Einingar sagði félagið hafa fjóra kjarasamninga við Akureyrarbæ. Þeir væru við ræstingarfólk, starfsfólk á sjúkrahúsinu, verka- menn og síðan þá sem vinna við sorphreinsun. Vegna þessa hefði þurft að sarmræma samninga og "því ekki verið gengið frá þeim fyrr Byrjunarlaun Einingarfólks hjá bænum eru nú 36.500 krónur. En Sævar sagði mjög fáa vera á þeim launum. Nú væri einnig te'kið tillit til lífaldurs fólks en ekki bara starfsaldurs. Þannig fær 26 ára gömul manneskja laun eins og eftir 6 ára starf. Að sögn Sævars eru flestir með laun í kring um 40 þúsund. Sævar telur fráleitt að samn- ingarnir brjóti gegn bráðabirgða- lögunum þar sem þeir voru til- búnir löngu áður en þau voru sett. Félagar Einingar á Dalvík hafa einnig nýlokið samningum við fjögur fiskverkunarfyrirtæki á Dalvík. Álagstímagreiðsla hækk- áði úr 26 krónum upp í 90 krónur. En í þessum fyrirtækjum er eng- inn hraðabónus. -hmp Grásleppa Dræm veiði Búið að salta í 6800 tunnur og tryggja sölu á 9 þúsund tunnum. Sama verð íkrónutölu og í fyrra Grásleppuvertíðin hefuy verið mun slakari til þessa en hún var í fyrra. Eftirspurnin eftir hrognum er mun minni en þá og verðið hefur ekki hækkað í krónutölu. Um síðustu mánaða- mót var búið að salta í 6800 tuiín- ur og búið að tryggja sölu á uþb. 9 þúsund tunnum. Orn Pálsson for- maður Landssambands smábáta- eigendá sagði þetta vera lélega vertíð þar sem í fyrra var saltað í 17-18 þúsund tunnur. Örn sagði að verðið fyrir tunn- una hefði ekki lækkað í krónu- tölu, er ennþá 26 þúsund krónur, en hins vegar fengjust nú 1100 mörk fyrir tunnuna en á síðasta ári var verðið 1200 mörk. Að sögn Arnar hefur veiðin allsstaðar verið dræm nema á - norðausturlandi. Vertíðin hefur verið sérstaklega góð í Leirhöfn á Melrakkasléttu og tók aflahæsti báturinn, María, upp netin á föstudag. Skipstjórinn á Maríu, Hans Alfreð Kristjánsson sagði í samtali við Þjóðviljann að þetta væri hans besta vertíð. Hans sagðist hafa lagt fyrstu netin þann 1. apríl og hefði fengið 108 tunn- ur. „Ég er ánægður með vertíð- ina, við höfum verið heppnir og allt gengið mjög vel - lítill þari osfv.,“ sagði Hans. Helgarpósturinn Málalyktir ídag Starfsmenn Helgarpóstsins á- kváðu í gær að framlengja frest sinn um að ganga út þar, til klukkan þrjú í dag. En starfs- mennirnir höfðu hótað að ganga út í gær, væri ekki búið að greiða . laun þeirra þá. Mikil fundahöld hafa verið um helgina um framtíð Helgarpósts- ins. Mun allt vera stál í stál í deilum hluthafafylkinganna sem deila um viðskiínað fráfarandi stjórnar. Að sögn starfsmanna Helgarpóstsins eru þeir ákveðnir í að ganga út ef laun verða ekki * greidd í dag. í gær gerðu stjórnendur blaðs- ins starfsmönnum munnlegt til- boð um að greiða launin í tvennu lagi, en þegar starfsmenn vildu fá það skriflegt var tilboðið aftur- kallað. Að sögn Helga Márs Arthurs- sonar annars ritstjóra blaðsins, mun Helgarpósturinn koma út á fimmtudaginn ef deilan Ieysist í dag. -sg Byggðaráðstefna AB Trú á landsbyggðina Landsbyggðin líðurfyrwranga efnahagsstefnu. Fólkfinnur til áhrifa- leysis gagnvart samþjöppun valds ogmiðstýringu. Svanfríður Jónas- dóttir: Alþýðubandalagið getur veitt trúverðug svör Aráðstefnu Alþýðubandalags- ins um byggðamál, sem hald- in verður á Dalvík um næstu helgi, verður megin áhersla lögð á að finna leiðir til að spyrna fótum við ríkjandi ástandi í byggðamál- um. Að sögn Svanfríðar Jónas- dóttur, varaformanns flokksins, verður leitast viðí sameiningu að finna leiðir til að endurvekja bjartsýni manna á að lands- byggðin geti boðið upp á spenn- andi og fjölbreytt verkefni á sviði atvinnu og félagsmála. - Ef við erum sammála um, að „Reykjavíkurvaldið“ sé höfuðó- vinurinn, þá þarf að skilgreina það betur og ráðast að því með skýrum kröfum um breytingar. Þá verðum við líka sjálf að skapa þær aðstæður heima fyrir, svo að landsbyggðin sé færi um að taka við auknum verkefnum, bæði á sviði stjórnkerfisbreytinga og atvinnumála. Svanfríður kvaðst telja Al- þýðubandalagið geta veitt trú- verðug svör í þessu efni vegna þess trúnaðar sem flokkurinn nýtur vegna fyrri verka í ríkis- tjórnum. - Nægir þar að nefna ríkisstjórnina 1971-1974 þar sem tókst að tengja saman bylt- ingu í sjávarútvegi við uppbygg- ingu á landsbyggðinni, sagði Svanfríður og benti á að flokkur- inn væri ekki tengdur þeim sam- tökum eða „kerfum“, sem mest ættu komið undir lítt eða óbreyttu ástandi. Ráðstefnan hefst föstudaginn 10. - Við ætlum þá að velta upp spurningunni, hvort einhvern tíma hafi verið reynt að andæfa þeirri byggðaþróun sem verið hefur við lýði. Ef svo er, þá hve- nær og hvernig. Á laugardaginn ætlum við að fást við atvinnumál- in. Velta fyrir okkur sóknarfær- um sem ný tækni og viðhorf hafa skapað, sagði Svanfríður. Ráðstefnan er öllum opin bæði á föstudag og laugardag. Á sunn- udag verður unnið að stefnu- mótun. Svanfríður kvaðst vera bjartsýn á þátttöku í ráðstefn- unni, en viidi hvetja þá sem ætl- uðu á ráðstefnuna, en ekki hefðu skráð sig, að gera það strax. Einnig geta menn slegið upp Svanfríður Jónasdóttir: Reynum í sameiningu að finna leiðir til að rétta við hlut landsbyggðarinnar. Mynd Ari. tjaldi á tjaldsvæði í námunda við hótelið, kjósi menn það frekar. -gjh 2 SfDA - r Irínvil MNH Þriftjudasur 7. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.