Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Lög á þunnum ís Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því við ríkislögmann að hann kanni hvort nýgerðir kjarasamningar í álverinu séu brot á bráðabirgðalögunum frá 20. maí þar sem ríkisstjórnin bannaði frjálsa samninga um kaup og kjör. í bráðabirgðalögunum voru bannaðar meiri hækkanir en tíu prósent, og einnig tiltekið að atvinnurekendum sé óheimilt „að hækka laun, þóknanir og hlunnindagreiðslur hvers konar um- fram það sem samið hefur verið um í kjarasamningum eða kveðið er á um í lögum þessum". Rembihnútinn bundu ráðherramir svo með hinni frægu fjórðu grein þar sem bönnuð eru „verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir um". Fyrrverandi atvinnurekendur Þorsteins Pálssonar hafa þeg- ar leyst úr þeim yanda sem ríkislögmaður glímir við. Fram- kvæmdastjórn VSÍ telur að samningur ísals við starfsmenn sé innan ramma laganna. Þórarinn Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ segir að vísu í samtali við Þjóðviljann í dag að ísinn sé þunnur, en hann telur sig ennþá ofan íss, enda eins gott, því að annars gæti Þorsteinn Pálsson sent á hann lögregluna. Þjóðviljinn er minnugur þess að okkur ber að gjalda keisar- anum það sem keisarans erog guði það sem guðs er. Þjóðvilj- inn ætlar þessvegna að láta réttum yfirvöldum það eftir að úrskurða um það hvort 13 prósent kauphækkun í Isal sé meiri en sú 10 prósent kauphækkun sem bráðabirgðalög Þorsteins Pálssonar og félaga kveða á um. Og skilgreininguna á „öðrum aðgerðum sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir um" er einnig rétt að láta bráðabirgða- löggjafann um. Það er hinsvegar full ástæða til að óska starfsmönnum álversins til hamingju með nýja samninginn sem fékkst fram þrátt fyrir lagasetninguna. Það er líka fróðlegt að fylgjast með því að erlendur auðhringur virðist svo hundóánægður með launastefnu Garðastrætisliðsins að forstjórinn - einn helsti forystumaður VSÍ - og Verslunarráðsklíkunnar - er látinn víkja í miðjum samningum við starfsmenn. Bráðabirgðalögin sem afnema verkfallsréttinn og banna frjálsa samninga eru í sjálfu sér svívirða, - og allt bendir til þess að vegna þeirra verði ráðherrar þríflokkastjórnarinnar flengdír opinberlega á torgum Genfarborgar. Lögin eru líka á afskaplega „þunnum ís" og hálum. Víða í samfélaginu er nú verið að gera samninga sem gerðir eru á skjön við lögin, framhjá lögunum eða bakvið lögin. Þetta vita allir sem vilja vita. Lögin eru ekki aðeins brot á lýðræðishefðum í íslensku samfélagi, heldur er alls óvíst að þau virki, - nema sem sér- stakur hemill á þá hópa launamanna sem helst eiga undir högg að sækja og lægst hafa launin fyrir. Og eru þar komin enn þyngri rök til þess að brjóta ísinn endanlega undan bráðabirgðalögum Þorsteins, Jóns og Stein- gríms um afnám grundvallarmannréttinda. Sífelldur minnihluti Það er ekki vert að taka of mikið mark á einstökum skoðana- könnunum, þótt niðurstöður DV-könnunarinnar í gær hljóti að teljast athyglisverðar, einkum fyrir Alþýðuflokksmenn. Það er hinvegar ekki hægt annað en að taka mark á þeim samhljóða niðurstöðum í átta skoðanakönnunum frá janúar til júní að ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar er í minnihluta meðal kjósenda. Þessar stöðugu og samfelldu óvinsældir ríkisstjórn- arinnar eru einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu síðari ára, og hljóta að teljast afar athyglisverðar. Einkum fyrir Alþýðuflokks- menn. -m Ber er hver aöbaki... Á sjómannadagshátíða- höldunum í Reykjavík er eitt dagskráratriðið gjarnan það að sjávarútvegsráð- herra ávarpar sjómenn. Á sunnudaginn var gat þetta þó ekki orðið því að Halldór Ásgrímsson var í Nýja Sjá- landi á hvalaráðstefnu að vinna fræga diplómatíska sigra. En jafnan fer svo að maður kemur í manns stað og enginn er algjörlega ómissandi. Þetta sannaðist þegar Steingrímur Her- mannson utanríkisráðherra sté í pontu og mælti í orða- stað flokksbróður síns. „Það fór þó aldrei svo að maður fengi ekki ráðherra- ræðu," sagði gamall sjómað- ur og var mjög erfitt að ráða af svip hans hvort honum létti. Hann hafði yfirbragð þess manns sem vanur er að ganga möglunarlaust í þau verk sem vinna þarf, og skiptir þá engu hvort það er að gera að fiski, bæta gauð- rifið troll í nöpru frosti eða hlusta á hátíðaræðu ís- lenskra fyrirmanna. Og svo byrjaði Steingrím- ur að tala og menn hlustuðu grannt því að hér talaði for- maður eins af ríkisstjórnar- flokkunum. Ríkisstjórnin var nýbúin að rétta íslensk- um fiskimönnum 5% kauphækkun. Prentsvertan á bráðabirgðalögum ráð- herranna var varla þornuð og samkvæmt þeim eiga allir aðfáa.m.k. 10% kauphækkun 1. júnímiðað við þau laun sem þeir höfðu um síðustu áramót. En þeg- ar kom að sjómönnum töldu ráðherrarnir af einhverjum ástæðum nóg að hafa þetta 5%. Það var því engin furða að menn sperrtu eyrun þegar Steingrímur Hermannsson fór að tala. Nú hlyti að koma einhver skýring á þessum tvískinnungi hjá ríkisstjórn- inni. Skrýtin ræða Og Steingrímur Her- mannsson hafði ekki lengi talað þegar upp úr honum stóð að yfir hátíðahöldunum þennan sjómannadag grúfði skuggi og sá skuggi stafaði af því að ekki tókst að ná samkomulagi við sjómenn um fiskverð. Ráðherra taldi það af hinu illa að ekki væri unnt að greiða það verð fyrir fiskinn sem nauðsynlegt er til að sjómenn hafi viðun- andi kjör. En síðan sagði utanríkisráðherra: „Sumir halda ef til vill að unnt sé að leiðrétta þau mis- tök, sem orðið hafa í efna- hagsmálum, með því að þrengj a sem mest að sj ávar- útveginum. Það er mikill misskilningur.... Að sjávar- útvegi og fiskvinnslu verður þvíað búa vel. Sækja verður sjóinn á bestu skipum. Búa verður sjómönnum hina fullkomnustu aðstöðu og bjóða þeim kjör sem eru góð. Þvíverðurfiskvinnslan að haf a þann rekstrargrund- völl sem gerir henni kleift að greiða það fyrir fiskinn sem nauðsynlegt er til þess að undir slíku verði staðið." Boðskapurinn er skýr og augljós: Það þýðir ekkert að vera að væla um hærra fisk- verð fyrr en búið er að leiðrétta þau mistök sem orðiðhafaíefna- hagsmálum. Klippari spyr: Er ekki óeðlilegt að láta þá sem mistökin gerðu ráða áframferðinn'i? Siðaskipti? Á sínum tíma andmælti Marteinn Lúter aflátssölu og ýmissi annarri fjáröflun- arstarfsemi pápískrar kirkju. Þjóðhöfðingjarog aðrir stjórnmálaleiðtogar í Norður-Evrópu sáu að Marteinn Lúter hafði lög að mæla: það var engin ástæða til að of miklir fjármunir rynnu suður til Rómar, betra að halda einhverju eftir heima í héraði. Þeir rrsu því upp margir hverjir og mótmæltu hvers konar fjárpynd af kirkjunnar hálfu. Eins og kunnugt er fóru leikar þannig að vest- ræn kirkja klofnaði og í Norður Evrópu fengu ein- valdskonungar og aðrir full- trúar vaxandi ríkisvalds að pína fé út úr almenningi nokkurn veginn í friði fyrir kirkjunnar mönnum. Norður á Húsavík hugn- ast ekki öllum gjaldtaka presta. Ekki er vitað til að skrifleg andmæli hafi verið fest á upp kirkjuhurðina þar en hitt er víst að einhver órói í þessum efnum blasir við lesendum Víkurblaðsins. Svo er að sjá að nýr sálna- hirðir á Húsavík hafi tekið nútíma tækni í þjónustu sína við innheimtu á þjónustu- gjöldum og sóknarbörnin virðast ekki öll yfir sig ánægð. Hvort af þeim óá- nægjuneista tendrast það bál, sem ekki verður slökkt, skal ósagt látið en haf a ber í huga að almennt álíta menn að í upphafi sinna andmæla hafi Marteinn Lúter ekki látið sér detta í hug að segja skilið við móðurkirkjuna. Kíkjum á grein eftir BE ' sem birtist í Víkurblaðinu 1. júní. íhænsnagarðinum „Um leið og skipti urðu á handhöfum hins geistlega valds í „hænsnagarðinum", urðu líka siðaskipti. Upp var tekinn hinn hvimleiði, en að öllum lík- indum Guði þóknanlegi, gíróseðlasiður. Það er að vísu satt og rétt, og hefur ekki verið vefengt, eins og Jón Baldvin segir, að fyrrverandi umboðsmaður himnarfkissæluferða, með eða án morgunverðar, fékk bæði seint og illa greitt fyrir veitta þjónustu, enda ekki vitað til að nokkurn tíma væri farið fram á slíkt. En að senda út reikning þremur dögum fyrir veitta þjónustu, eins og gerðist fyrir síðustu fermingu, finnst mér einum oflangtgengið. Þaðgengurglatt Hér í bæ hefur um langan tíma verið rekið fyrirtæki, sem hefur haft það orð á sér að vera búið harðskeyttu rukkaraliði, og hef ur við- bragðsflýtir þeirra þótt með eindæmum, og það svo að kúnnarnir hafa mátt þola það að sjá þá koma í spora- slóð sína með reikninginn. En að þeir væru á undan, og það svo dögum nemur, hef ég aldrei heyrt minnst á. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þessi nýi siður hefur haft góð áhrif á mig. Um langan tfma hefur hrjáð mig ljótur hósti sem hefur endað í ein- hvers konar hryglu. En nú þori ég ekki fyrir mitt litla líf að hósta, svo ekki komi til ótímabærra gíróseðla." ÓP þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfulélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, MagnfríðurJúlíusdóttir, Magnús H. Gfslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Porfinnur Ómarsson (íbr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHatldórsson. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnusdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. SkrlfstofustJórhJóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristln Pétursdóttir. AuglýsingastiórhSigriðurHannaSigurbiörnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. B(lstJórl:JónaSigurdórsdóftir. Útbreiðslu- og afgrelðslust|ári: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhiálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rilstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavlk, simar: 681333 & 681663. Auglyslngar: Siðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 60 kr. Helgarblðð:70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.