Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 6
Vinningstölurnar 4. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.274.166,- 1. vinningur var kr. 2.140.958.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 641.240.- og skiptist hann á 205 vinningshafa kr. 3.128,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.491.968,- og skiptist á 6.016 vinningshafa sem fá 248 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands Eriim að Garðastræti 17, 3. hæð. Verðum til aðstoðar um kjörskráratriði og aðrar upplýsingar varðandi forsetakosningarnar. Opið frákl. 10 til 19 alla daga. Símar: 17765-17823-17985-18829-18874-11651. Vegna fjölda fyrirspurna frá fólki, sem leggja vill fé af mörkum til að standa straum af auglýsinga- kostnaði o.fl. höfum við opnað gíróreikning í Bún- aðarbankanum nr. 301-26-66000. Ef þið verðið að heiman á kjördag, 25. júní, munið að greiða atkvæði utan kjörfundar. Faðir okkar Jón Valdimarsson vélsmiður Hlíðarvegi 25 ísafirði verður jarðsettur frá ísafjarðarkapellu miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Börnin Afmœliskveðja Brynjólfur Einarsson Mig iangar til að senda Brynj- ólfi ömmubróður mínum stutta afmæliskveðju í tilcfni 85 ára af- • mælis hans, 7. júní 1988. En þar sem ég er hvorki hagmælt né bý yfir mikilli ritsnilld, þá vona ég að viljinn verði tekinn fyrir verkið. Já, árin eru orðin svona mörg, kæri frændi, og þó hefur mér alltaf fundist við vera jafnaldrar og enn ertu léttur á fæti, brosið strákslegt, og þótt brýnnar séu loðnar, þá leynir glampinn í augunum sér ekki. Eftirminnilegastur er mér í okkar viðkynningu veturinn sem ég dvaldi í Vestmannaeyjum og gat brugðið mér í heimsókn til Brynjólfs, frænda míns, án fyrir- vara. Hann er með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst og ekki þykir mér verra að vera hon- um skyld. Á þessum vetrardögum skemmti hann mér með sögum og vísum eða sýndi mér einhvern hagleiksgripinn, sem hann hafði nýlega smíðað. Því ekki aðeins er Brynjólfur smiður góður, heldur eru vísurnar hans „hreinasti hum- all“. Þar er kímnin sjaldan langt undan, og verður stundum lítið og hversdagslegt atvik tilefni til skemmtilegrar (og stundum tví- ræðrar) vísu. En tvíræðnin byggir auðvitað fyrst og fremst á hugarf- ari þess sem heyrir og túlkar með sjálfum sér. Ein þessara vísna hefur verið mér sérstaklega kær og sú sem að ég man best, þó trúlega séu aðrar sem dýrar eru kveðnar. Hún er svona: Pó að striti þétt og jafnt þurrki út dags og nœtur skil, þá verður alltaf eitthvað samt ógert sem mig langar til. Á hún vel við um líf Brynjólfs, mitt og margra annarra. Fleiri eru þó vísurnar sem hafa losað Seyðisfjörður Blásið til sóknar Stefnt að stofnun hlutafé- lags til skipakaupa með þátttöku almennings, fyr- irtœkja og bœjarsjóðs Mýlega var haldinn undirbún- ingsfundur að stofnun al- menns hlutafélags á Seyðisfirði til kaupa á togskipi með þátttöku bæjarbúa, fyrirtækja og bæjar- sjóðs. Tilgangurinn er að stuðla að aukinni og meiri stöðugleika í hráefnisöflun fyrir atvinnulíf staðarins en verið hefur. Að sögn Adolfs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Fisk- vinnslunnar hf. voru undirtektir fundarmanna á undirbúnings- fundinum mjög góðar og hugur í staðarmönnum að feta í fótspor Suðurnesjamanna sem í árslok í fýrra stofnuðu útgerðarfélagið Eldey sem hefur vegnað vel til þessa. Stefnt er að söfnun 35-50 milljóna króna í hlutafé til að byrja með til að geta keypt 300 tonna togskip fyrir um 120-180 milljónir fyrir árslok. Tveir togarar eru gerðir út frá Seyðisfirði í dag og hefur annar þeirra verið í siglingum en hinn landað aflanum heima. Næg atvinna hefur verið á Seyðisfirði að undanförnu og sagði Adolf að þó ekki hefði dottið niður dagur í vinnslunni hingað til væri lausa- fjárstaða fiskvinnslunnar slæm og dygði rétt til að borga starfsfólki út launin í vikulok: -grh brosið en ekki ætla ég að tiltaka fleiri hér. Ái langri ævi er margt hægt að taka til frásagnar, en hér verður aðeins stiklað á stóru. Brynjólfur fæddist á Brekku í Lóni, 7. júní 1903, sonur hjón- anna Guðnýjar Benediktsdóttur og Einars Pálssonar. Þau söfnuðu ekki auðlegð hér í veröld annarri en bama auðlegð og er saga þeirra ein af raunasögum íslensks alþýðufólks um aldamótin. Þau bjuggu síðast á Eskifirði og bjó Brynjólfur þar hjá þeim til þrí- tugs. Hann byrjaði snemma að stunda sjóinn, strax um ferm- ingu, en var alltaf sjóveikur. En á þessum árum var ekki spurt að slíku og hann þraukaði á sjónum á annan áratug. Þá tók við bátasmíðin, sem átti eftir að verða hans ævistarf og hann við hana kenndur. En list- rænt eðli Brynjólfs og hagleikur hefði nú einnig notið sín vel í ým- issi fínni smíð og til þess stóð hug- ur hans, en það átti ekki fyrir honum að liggja nema í hjáverk- um. Hann kvæntist Hrefnu Hálf- dánardóttur 1926 og eignaðist með henni tvo syni: Hálfdan Brynjar (d.1950) og Gísla Hjálm- ar, málarameistara. Fyrir hjóna- band átti Hrefna son: Vilberg Lárusson, Egilsstöðum. Árið 1933 flytjast þau Brynj- ólfur og Hrefna til Vestmanna- eyja. Hrefna lést árið 1982 en Brynjólfur býr enn í Eyjum og er til heimilis að Hraunbúðum Ég óska þér innilega til ham- ingu með daginn, kæri frændi, og hafðu þökk fyrir þær ánægju- stundir sem samveran við þig hef- ur verið. Harpa Björnsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF 5192-125 REYKJAVÍK • SÍMI 28088 ^ Námsgagnastofnun auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar Deildarstjóri í Kennslumiðstöð: Starfið felst í yfirumsjón með rekstri og starfsemi Kennslumiðstöðvar, þ.m.t. skipulagningu á dag- skrám, ráðstefnum, kynningarfundum o.s.frv. Viðkomandi þarf að hafa kennaramenntun og reynslu af skólastarfi. Framhaldsmenntun í uppeldis- og kennslufræðum æskileg. Starfið krefst frumkvæðis og skipulagshæfileika. Fulltrúi í Kennslumiðstöð Áskilið er að umsækjendur hafi kennarapróf og kennslureynslu á grunnskólastigi. Auk al- mennrar (jjónustu á starfsmaðurinn að annast fræðslustarf og ráðgjöf fyrir kennara og aðra um námsefni og kennslutækni. Deildarsérfræðingur í námsefnisgerð: Starfið felst m.a. í umsjón með námsefnisgerð í tilteknum námsgreinum, mati á aðsendu náms- efni, undirbúningi að samningum við höfunda og vinnu við framkvæmda- og útgáfuáætlanir. Starfið reynir á frumkvæði, samstarfshæfni og skipulagshæfileika. Viðkomandi þarf að hafa kennarapróf og kennslureynslu á grunnskólastigi. Framhalds- menntun í uppeldis- og kennslufræðum æskileg sem og reynsla af námsefnisgerð og útgáfustarf- semi. Ofangreind störf henta vel áhugasömum, dríf- andi og hugmyndaríkum aðilum sem vilja starfa hjá opinberu fyrirtæki með fjölbreytta og líflega starfsemi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192, 125 Reykjavík, eigi síðar en 21. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 28088. Hornsófi Ljós, 6 sæta finnskur hornsófi til sölu. Keyptur fyrir6 árum hjá Kristjáni Siggeirssyni. Upplýsinq- ar i síma 621486. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.