Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 7
ÍÞROTTIR
Guðmundur Steinsson skoraði hat-trick gegn Víkingum og hér er tyrsta mark hans í uppsiglingu. Guðmundur afgreiðirboltann með skemmtilegu
utanfótarskoti. ^ fejfá
ir Framarar
Guðmundur Steinsson skoraði öllþrjú mörk Framara íöruggum sigri.
Guðmundur Hreiðarsson bjargaði liðisínufrá stórtapi
Leikur Reykjavíkurfélaganna
Fram og Víkings á sunnudags-
kvöld var einstefna nánast allan
tímann. Víkingar voru ótrúlega
slakir og Framarar færðu sér það
svo sannarlega í nyt og unnu ör-
uggan sigur, 3-0. Ef ekki hefði
komið til stórleikur Guðmundar
Hreiðarssonar í marki Víkinga
hefði getað reynst erfitt að telja
mörkin, slíkir voru yfirburðirnir.
Oft á tíðum var sem aðeins eitt
lið væri á vellinum því Framarar
fengu að leika óhindrað sín á
milli. Þá var vörn Víkinga afleit
með öllu og reyndist þeim sér-
staklega erfitt að senda boltann á
samherja. Ekki er gott að segja
hvað veldur þessum leik Víkinga
en eitt er víst að ef þeir halda
áfram á sömu braut þá bíður
þeirra ekkert nema fallið. Þá er
ljóst að Framarar verða erfiðir
viðureignar í sumar og ekki
versna þeir við liðsaukann sem er
væntalegur.
Strax á 11. mínútu munaði litlu
að Pétri Ormslev tækist að skora
beint úr aukaspyrnu rétt utan vít-
ateigs, en boltinn fór í utanverða
stöngina. Framarar sóttu látlaust
og á 18. mínútu kom fyrsta mark-
ið. Steinn Guðjónsson átti þá
góða sendingu inn á Guðmund
Steinsson sem afgreiddi boltann
mjög skemmtilega með viðstöðu-
lausu utanfótarskoti. Nafni hans í
markinu átti ekki möguleika á að
verja. Safamýrarliðið fékk síðan
mörg tækifæri til að bæta við
mörkum fyrir leikhlé en Víkingar
sluppu með skrekkinn.
Noregur
Gunnar stjómaði
eins og herforingi
Moss komið íþriðja sœti íNoregi eftir
stórsigur 6-0
Framarar héldu áfram að
sækja í síðari hálfleik og Guð-
mundur bætti öðru marki við
strax á 2. mínútu hálfleiksins.
Hann var með boltann fyrir utan
vítateig Víkinga og gaf sér góðan
tíma til að athafna sig áður en
hann hleypti af. 2-0.
Á 55. mínútu áttu Framarar
sérlega fallega sókn. Þeir léku vel
sín á milli þar til Guðmundur gaf
háa sendingu frá vinstri kanti.
Ormarr Örlygsson kom á fleygi-
ferð og tók boltann vel á lofti en
Guðmundur Hreiðarsson varði
meistaralega. Framarar náðu frá-
kastinu og drituðu á Guðmund
en alltaf var hann á réttum stað.
Á næstu mínútum hélt Guð-
mundur áfram að vef ja frá Fröm-
urum úr dauðafærum en hann réð
ekki við skot nafna síns Steins-
sonar þegar sá síðarnefndi
fullkomnaði „hat-trick"ið. Hann
fékk sendingu inn í vítateig og
enginn Víkingur sjáanlegur.
Hann var í nokkuð þröngu færi
en hafði nægan tíma til að miða
framhjá góðum markverði Vík-
inga. Öruggur Framsigur var í
höfn og haf a Víkingar eflaust ver-
ið fegnir þegar leikurinn var
flautaður af.
England
I kvöld
Fótbolti
1.d. KR-Fram kl, 20.00 á KR-
vellinum.
4.d. Léttir-Skallagrímur kl, 20.00 á
gervigrasinu.
Stakir Víkingar
Framarar sýndu hér sinn besta
leik í sumar á meðan Víkingar
gerðu hið gagnstæða. Guðmund-
ur Steinsson sýndi nú sitt rétta
andlit eftir fremur daufa leiki að
undanfórnu. Aðrir leikmenn
stóðu vel fyrir sínu og því óþarfi
að nafngreina einhvern sérstak-
an. Víkingar hljóta að geta betur
en þetta en eins og áður sagði þá
var liðið lélegt að Guðmundi
markverði undanskildum. Lárus
Guðmundsson lék þarna sinn
fyrsta leik og sýndi engin tilþrif
enda hlýtur það að vera erfitt í
leik sem þessum. -þóm
Staðan
Fram .....................3 3 0 0 5-09
KR " ........................... 3 2 10 8-37
|A ........................ 3 2 10 3-17
KA'................................. 2 2 0 0 3-16
Leiftur.............................3 0 3 0 1-13
|BK ......................... 3 10 2 5-63
Þór ......................... 2 0 111-21
Valur.............................. 3 0 12 0-21
Víkingur..........................3 0 12 2-61
Völsungur.......................3 0 0 3 2-80
Markahæstir
GuðmundurSteinsson, Fram..................4
AðalsteinnVíglundsson.lA.....................3
Björn Rafnsson, KR................................3
PéturPétursson, KR...............................3
Fatlaðir
Sigurður
fékk silfur
Norðurlandamót fatlaðra í
boccia fór fram í íþróttahúsinu
Digranesi um helgina. Keppend-
ur voru 60 frá Danmörku, Finn-
landi, Noregi, Svíþjóð og íslandi
og var keppt bæði í einstaklings-
og liðakeppni.
í liðakeppninni urðu íslend-
ingar í þriðja sæti og hlutu
jafnmörg stig og Danir 6, en
Norðmenn unnu með 7 stig. Fyrir
íslands hönd kepptu Sigurður
Björnsson, Haukur Gunnarsson
og Halldór Guðbergsson, allir úr
ÍFR.
Betur gekk í einstaklings-
keppninni þar sem náði Sigurður
Björnson í silfur í flokki sitjandi
en aðrir íslendingar komust ekki
á verðlaunapall.
Keppendur frá íslandi voru:
Sigurður Björnsson ÍFR, Haukur
Gunnarsson ÍFR, Halldór Guð-
bergsson ÍFR, Elvar Thoraren-
sen ÍFA, Björn Jónsson ÍFA,
Sigurrós Karlsdóttir ÍFA, ína
Valsdóttir Ösp, Sigrún Guðjóns-
dóttir Ösp og Hjördís Magnús-
dóttir Ösp.
Lionsklúbbar hafa verið bocci-
afólki mikið innan handar og á
þessu móti voru félagar frá Li-
onsklúbbnum Hæng á Akureyri,
Lionsklúbbnum Ý úr Kópavogi
og JC Kópavogi til aðstoðar og
dómgæslu.
-ste
Laugardalsvöllur 5. júní
1988
Fram-Víkingur 3-0 (1-0)
18.GuðmundurSteinsson..............1-0
47. Guðmundur Stelnsson..............2-0
83. Guðmundur Steinsson..............3-0
Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þor-
steinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev,
Viðar Þorkelsson, Kristinn Jónsson, Pétur
Arnþorsson, Guðmundur Steinsson,
Steinn Guðjónsson (Kristján Jónsson 85.),
Arnljótur Oaviðsson (Helgi Bjarnason 85.),
Ormarr Örlygsson.
Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Andri
Marteinsson, Gunnar örn Gunnarsson,
Einar Einarsson (Atli Helgason 46.), Jón
Oddsson, Stefán Halldórsson (Þórður
Marelssson 46.), Jóhann Þorvarðarson,
Trausti Ómarsson, Atli Einarsson, Lárus
Guðmundsson, Hlynur Stefánsson.
Gul spjöld: Lárus Guðmundsson Vikingi
og Ormarr Örlygsson Fram.
Dómari: Guðmundur Sigurðsson.
Maður leiksins: Guðmundur Steinsson
Fram.
Moss-Kongsvinger......6-0
Gunnar Gíslason fær mikið
hrós í blöðunum og var valinn í
lið ársins af stærstu blöðunum
Noregi. Hann var potturinn og
pannan í leik Moss og sögðu
blöðin að hann stjórnaði liðinu
eins og herforingi. Moss átti allan
leikinn þó að staðan í leikhléi
væri aðeins 1-0.
Rosenborg-Brann........1-1
Brann náði forystunni snemma
í fyrri hálfleik en Rósaborgararn-
ir náðu að jafna skömmu síðar og
voru úrslitin frekar sanngjörn.
Bjarni stóð sig að venju vel.
Tromsö-Molde............................1-0
Strömme-Voleringen..................2-5
Bryne-Lilleström.........................2-3
Djerv1919-Sogndal....................1-2
Moss er nú komið í þriðja sætið
á eftir Rosenborg og Lilleström
en Brann er um miðja deild, ekki
langt frá botninum.
-bp/ste
Engin mínusstig, takk!
Enskir vilja ekki að stig séu dreginfráfyrir spjöld
Nýlega greiddu 92 formenn í
ensku fótboltadeildunum atkvæði
gegn tillögu þess efnis að stig skuli
dregin frá ef leikmaður í viðkom-
andi félagi fær að sjá gult eða
rautt spjald hjá dómara.
Graham Taylor, ritari enska
knattspyrnusambandsins, var
ekki par ánægður með úrslit at-
kvæðagreiðslunnar. „Formenn-
irnir eru svo blindir á hagsmuni
sinna félaga að þeir sjá ekki hvað
er fþróttinni fyrir bestu. Við
erum að reyna að segja þeim að
þeir beri ábyrgð á sínum liðum en
á meðan það ber ekki árangur,
munum við eiga í stöðugum
vandamálum með leikmenn,
réttarhöld og slys."
Formennirnir segja hins vegar
að slíkt ákvæði myndi setja gífur-
lega pressu á leikmenn og dóm-
ara, sérstaklega í fall- eða topp-
baráttu. Það sé heldur ekki sann-
gjarnt að lið geti fallið um deild
vegna brots eins leikmanns fyrr á
keppnistímabilinu. -ste
|_----------------------- -------------------------__-------
Umsjón: Þorfinnur Omarsson og Stefán Stefáns
son
______________________i
Þrlðjudagur 7. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7