Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR SL-deild Hlynur sólarglæta Lélegur leikur á Ólafsfirðiþegar Leiftur og Þór gerðu jafnteflil-1 Schumacher var dýrkaður og dáður en frægðarsól hans lækkaði til muna við brotið á Battiston og hneig loks til viðar þegar ævisagan kom út. Hann stendur sig samt vel og ótrúlegt að hann endi ferilinn í Tyrklandi. ÞýskalancL Tony Schumacher til Tyridands Hann var ekki upp á marga fiska leikurinn á Ólafsfirði, bæði liðin mjög slöpp, dómarinn slapp- ur og kalt í veðri. Hlynur Birgis- son var sá eini sem reyndi að spila einhverja knattspyrnu. Það gerðist hreinlega ekki neitt frásagnarvert fyrr en á 18. mínútu þegar Pórsarinn Kristján Krist- jánsson átti hörkuskot í slána og boltinn hrökk fyrir fætur Hlyns Skipuleggjendur Evrópu- keppninnar í knattspyrnu sem hefst í vikunni létu undan kröfum enska knattspyrnusambandsins um að miðar á leiki Englands í keppninni verði ekki seldir á keppnisdaginn sjálfan. Það er gert til að ekki þurfi að breyta öryggisgæslu á síðustu stundu. Þegar hafa verið seld 90% af þeim 883.000 miðum sem til sölu eru keppnin er lokapróf fyrir en- ska áhorfendur varðandi það hvort leyfa eigi enskum félagslið- um að taka þátt í Evrópukepp- num í framtíðinni. þeir hafa ekki hagað sér vel að undanförnu þó að þeir viti að vel sé fylgst þeim og er skemmst að minnast ólátanna Birgissonar sem stóð tvo metra frá marklínu en náði á einstakan hátt að skjóta framhjá. Ekki var neitt meir fyrr en um miðjan fyrri hálfleik þegar dómarinn, Ólafur Björnsson, dæmdi víti á Árna Stefánsson. Það kom öllum á óvart, bæði áhorfendum og báð- um liðunum en dómarinn taldi að Árni hefði hindrað Þórsara í ná boltanum inní teig. Júlíus sem áhangendur Chelsea stóðu fyrir um daginn og látanna sem fylgdu Englendingum í Sviss fyrir skömmu. 500.000 dreifibréfum þar sem áhorfendur eru hvattir til að vera stilltir á ensku, þýsku, spönsku og ítölsku hefur verið dreift til miðasala og einnig er tiltekið hvað má ekki hafa með sér inná stæðin. Þar á meðal eru öll vopn, flugeldar, rörbútar og kylfur sem eru lengri en einn metri og breiðari en þrír sentimetrar. Áfengi verður ekki selt á leikjun- um og engum þeim sem er undir áhrifum áfengis verðu hleypt inná völlinn. -ste Tryggvason skoraði úr vítinu 0-1. Leiftursmenn mættu með smá áhuga til síðari hálfleiks og upp- skáru mark eftir 6 mínútur. Það var Steinar Ingimundarson sem það skoraði úr þvögu fyrir fram- an Þórsmarkið 1-1. Síðan leið hálfleikurinn áfram í róleg- heitunum og það var ekki fyrr en á lokamínútunum að áhorfendur lifnuðu örlítið við er Guðmundur Valur skaut að marki Leifturs en Þorvaldur markvörður varði fal- lega. Ef hægt er að segja að annað- hvort liðið hafi verið skárra þá voru það Akureyringarnir. Þeir höfðu öll tök á miðjunni en ekk- ert kom útúr sóknarmönnunum. Liðin verða að taka sig mikið á ef þau ætla ekki að lenda á deildar- botninum. Sérstaklega gildir það um Leiftursmenn því þeir hafa leikið eintóma heimaleiki hingað til og eiga alla útileikina eftir. -jb/ste Ólafsfjörður 4.júní Leiftur-Þór A....................1-1 0-1 JúlíusTryggvason(víti)....23.mín 1-1 Steinarlngimundarson......51.mfn Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gústaf Ómarsson, Árni Stefánsson, Sigurbjörn Jakobsson, Guðmundur Garðarsson, Friðgeir Sigurðsson (Róbert Gunnarsson 72,mín), Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Höröur Benónýsson, Steinar Ingimundar- son (Óskar Ingimundarson 80.mín). Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björns- son, Einar Arason, Kristján Kristjánsson, Jónas Róbertsson, Guðmundur Valur Sig- urðsson, Siguróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Halldór Áskelsson. Spjöld: Leiftursleikmennirnir Hörður Be- nónýsson og Guðmundur Garðarsson fengu gul spjöld og Akureyringar eitt gult. Dómari: Ólafur Sveinsson slappur Maður leiksins: Hlynur Birgisson Þór. ------------4. deild Markmaðurinn umdeildi og umboðsmaður hans fóru á mið- vikudaginn til Tyrklands til við- ræðna við tyrkneska liðið Fener- bahce sem hefur unnið tyrknesku deildina 10 sinnum. Tyrkir hafa boðið honum 21 miljón í laun auk þess sem hann fær lúxusíbúð og lúxusbíl. Það verða að teljast góð laun en fót- boltaframinn er líklega fyrir bí ef af verður. Tony varð frægur þegar hann felldi Frakkann Battiston mjög gróflega í heimsbikarkeppninni 1982 sem hafði þær afleiðingar að Battiston viðbeinsbrotnaði og var frá í langan tíma. Ekki jókst hróður markmannsins þegar Beckenbauer rak hann úr þýska landsliðinu fyrir að gefa í skyn í sjálfsævisögu sinni að þýskir fót- boltamenn tækju inn ólögleg lyf fyrir leiki. Schumacher hefur þó leikið 76 leiki fyrir Þýskaland og er mjög góður leikmaður. Hann er núna hjá Schalke sem féll niður í 2. deild oger líklega að leita sér að nýju liði. -ste Dino Zoff er tekinn við ítalska liðinu Juventus. Liðinu hefur gengið afleitlega í ár og náði aðeins í 6. sæti í ítölsku deildinni þrátt fyrir að vera stjörnum prýtt og fokdýrt. Þeim tókst hins vegar að næla sér með herkjum í UEFA sæti með því að sigra Torino í vítaspyrnu- keppni. Enn selja Svíar og nú var það Hans Eskilsson sem fer frá Hammarby til Sporting Lissa- bon. Það lið er eins og Juventus með fokdýra leikmenn en gengur afleit- lega. Þýskaland Miðar ekki seldir á keppnisdag Enn er reynt að koma í vegfyrir ólœti áhorfenda á knattspyrnuleikjum Augnablik og Arvakur sluppu með skrekkinn Valur Ingimundar enn að þenja netin A-riðill Snæfell-Skotfélagið .... 2-0 Skotfélagsmenn náðu ekki að sýna sitt rétta andlit né komast í takt við leikinn gegn baráttuglöð- um Hólmurum. Snemma í síðari hálfleik skoraði Sigurður Sigur- þórsson og undir lokin bætti Bárður Eyþórsson öðru við. Skotfélagsmenn áttu nokkur færi í fyrri hálfleik en skotvissan brást. Ægir-Árvakur...........2-3 Nýliðarnir stóðu heldur betur í greifunum í Árvakri sem voru ekki með sitt besta lið. Jón Hreiðarsson kom heimamönnum í 1-0 en Guðmundur Jóhannsson jafnaði fyrir leikhlé. Sveinbjörn Ásgrímsson kom heimamönnum enn yfir en enn jafnaði Guð- mundur. Undir lokin kom Hann- es Karlsson Árvakri yfir 2-3. Augnablik-Haukar.......3-2 Augnablik sótti mestallan fyrri hálfleik og uppskar 3 mörk en af þeim átti Sigurður Halldórsson tvö og Heiðar Breiðfjörð eitt. Haukar sneru taflinu við í síðari hálfleik, Helgi Eiríksson og Sig- urður Aðalsteinsson gerðu sitt markið hvort en tréverkið bjar- gaði Augnabliki. Staöan Augnablik.........3 2 0 1 11-7 6 Árvakur...........2 2 0 0 6-2 6 Skotfélagið...... 3 2 0 1 6-6 6 Haukar............3 1 1 1 15-7 4 Snæfell...........2 10 1 3-5 3 Ernir.............2 0 11 3-6 1 Ægir..............3 0 0 3 4-15 0 B-riðill Léttir-Víkingur Ó.......0-3 Það blæs ekki byrlega hjá Létti en þeir sluppu vel frá Víkingun- um frá Ólafsvík um helgina. Her- mann Hermannsson, Bogi Pét- ursson og Guðmundur Kristjáns- son skoruðu mörk gestanna og hefði þau getað orðið fleiri. Skallagrímur-Fyrirtak.. 2-0 Unglingarnir í Fyrirtak ætla ekki að vinna leik í sumar. Skalla- grímur úr Borgarfirði tók þá í karphúsið á laugardaginn og skoruðu Jón Þór Þórisson og Hafþór Hallsson mörk Skallag- ríms. Hafnir-Hverageröi.......2-0 Sigurður Friðjónsson kom, sá og sigraði er hann var settur inná sem varamaður og byrjaði á að skora úr víti fyrir Hafnir. Hvera- gerðismönnum gekk lítið að komast inn fyrir vörn Hafna en í síðari hálfleik tóku Suðurnesja- menn við sér og Hafliði Krist- jánsson bætti marki við fyrir Hafnir. Ármann-Hvatberar frestaö Staöan VíkingurÓ.......3 2 1 0 7-2 7 Skallagrímur....3 2 0 1 6-4 6 Hafnir..........3 1114-34 Ármann..........2 110 3-24 Hveragerði......3 1113-34 Hvatberar.......2 1 0 1 6-6 3 Léttir..........3 1 0 2 3-7 3 Fyrirtak........3 0 0 3 1-6 0 C-riðill Bíldudalur-Geislinn.....1-2 Hólmvíkingar fóru létt með Bílddælinga um helgina. Harald- ur Jónsson og Atli Þorvaldsson skoruðu Geislamörkin en Logi Hannesson náði að minnka mun- inn fyrir hina. Höfrungur- Badmintonfélag ísafjaröar..........f restaö D-riðill Efling-Æskan............3-2 Þórarinn Jónsson skoraði þrennu fyrir Eflingu eftir að Æsk- an hafði komist í 0-1 með marki Atla Brynjólfssonar. Baldvin Hallgrímsson náði þó að minnka muninn í 3-2 undir lokin. Vaskur-UMSE b......frestaö íþróttaf.Neisti-HSÞ b... 2-2 Það leit lengi vel út fyrir að mörkin tvö sem Ari Hallgrímsson skoraði fyrir Húsvíkinga dygðu til sigurs. Það var þó á góðum endaspretti að Neistamenn náðu að merja inn tvö mörk sem Krist- ján Jónsson og Haukur Þórðar- son skoruðu og bjarga í jafntefli 2-2. E-riðill KSH-Valur Reyöarf......3-2 Aftur og nýbúinn þenur Valur Ingimundarson marknetin. Nú skoraði hann bæði mörk Vals frá Reyðarfirði en það dugði skammt því KSH tókst að skora fleiri mörk og stela sigrinum 3-2. Það voru Jóhann Steinþórsson, Ríkharður Garðarsson og Valg- eir Steinarsson sem skoruðu mörk heimamanna. Leiknir Fáskrúösf.-Höttur 0-0 Liðin skiptust bróðurlega á að sækja en fengu ekki af sér að gera mörk. Neisti Djúpavogi- Austri Eskifirði.........1-0 Eskfirðingarnir gerðu ekki góða ferð til Djúpavogs um helg- ina. Þeim Djúpavogspiltum tókst að sigra naumlega með marki Emils Skúlasonar. Markhæstir Sigurður Aðalsteinsson, Haukum......................5 Sigurður Halldórson, Augnabliki..................5 Ari Hallgrímsson, HSÞ b.....4 Guðmundur Jóhannsson, Árvakri.....................4 Valdimar Sveinbjörnsson, Haukum......................4 Jón ÞórÞórisson, Skallagrími ...4 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 7. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.