Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 10
I DAG Samsæri hins illa Ekki væri meö sanni hægt aö segja, að veðurguðirnir hafi verið sjó- mönnum neitt sérlega hliðhollir, þeg- ar þeir síðarnefndu héldu upp á hál- frar aldar afmæli dags síns, sjómann- adagsins nú á sunnudaginn var í suð- austan rigningu og roki.Slíkt beit auðvitað ekki neitt á hetjur hafsins, enda hertir í áratugabaráttu við ægi konung og örugglega velkunnugir fangbrögðum hans. Við kulvísir blaðasnáparnir, sem hímdum í nepjunni þennan vota og stormsama sjómannadag vorum ekki jafn borubrattir og hetjur hafsins, enda hugsuðum við veðurguðunum, sem þessari óáran ollu, þegjandi þörfina. Slíkt veðurfar hefði út af fyrir sig ekki þótt ástæða til umfjöllunar í málgagni sósíalismans, ef sú stað- reynd hefði ekki blasað við, að veður- far dagana á undan hafði verið með allt öðrum hætti. Alla vikuna á undan hafði verið blíðskaparveður, þannig að blaðamann fór að gruna margt. Gat veriö, að um skipulagt sam- særi væri að ræða? Samsæri gegn sjómönnum og öðru vinnandi fólki, sem átti frí þennan umrædda dag? Gat verið að þetta samsæri væri sameiginlegt kappsmál almættisins, veðurstofunnar og hugsanlega lög- regluyfirvalda í ofaná lag? Ég geri mér Ijóst, að slíkar hugsanir bera ekki góðu hugarfari fagurt vitni. Hinsvegar hljóta allir að sjá að málið er meira en lítiðgrunsamlegt. Trú mín á almættinu hefur aldrei rist mjög djúpt, þótt vægt sé að orði komist. Frekar hef ég reiknað með einhverjum óþokkabrögðum, heldur en „prógressívu" hlutverki. Hvað veðurstofuna snertir, þá hef ég yfir- leitt tekið hana sem einhverskonar „andmeldingar" stöð, að ef hún spái rigningu þá verði bjart o.s.f. í þessu lágu líklega stærstu mistök min á sunnudaginn var, en það staðfestir en sem fyrr, að engu er treystandi. Ekki einu sinni að veðurstofan sþái vitlaust. Hvað lögregluna varðar, má benda á að hún er oftast nærstödd þegar einhvervandræðieruáferðinni. Það má benda á gagnbyltingarsinnað eðli hennar skv. viðurkenndum formúlum sósíalismans. Og við hverju er svo sem að búast þegar þetta þríeyki, almættið, veðurstofan og lögreglan nærsaman? Grói í dag er 7. júní, þriðjudagur í sjöundu viku sumars, átjándi dagur skerplu, 159. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.08 en sest kl. 23.47. Viðburðir FæddurTómas Sæmundsson 1807. íslandsbanki stofnaður 1904. Þjóðviljinn fyrir50árum (5.6.) Frá Akureyri til Reykjavíkur á 1 klst. 55 mín. Agnar Kofoed- Hansen, flugmaöur, flaug fyrri- partinn ígærfráAkureyri til Reykjavíkurá 1 klst. 55mínútum, og mun það vera skemmsti tími, sem flogið hefir verið á milli þess- ara staða. - Hátíðahöld sjó- mannadagsins hefjast kl. 8 í fyrramálið. Hópganga um bæinn, samkoma við Leifsstyttuna, íþróttakeppni, fagnaður á Borg. Rásirnar með UM UTVARP & SJONVARP sumar- svip Eins og landsmenn hafa tekið eftir hafa orðið nokkrar breyting- ar á dagskrá rásar eitt og tvö sam- fara sumarkominni. Nokkrir nýir þættir hefja göngu sína, aðrir hætta eða fara í sumarfrí. Ástæður þessara breytingar eru tvíþættar, að sögn Elvu Bjarkar Gunnarsdóttur fram- kvæmdastjóra hljóðvarpsins. Fjárhagsrammi Útvarpsins er þröngur og nauðsynlegt að spara í dagskrágerð og hins vegar verða töluverðar breytingar á þjóðfé- lagstaktinum yfir sumartímann, og nauðsynlegt fyrir útvarp að mæta því með breyttri dagskrá. Helstu breytingar verða að samtenging rásanna verður nú klukkutíma fyrr fimm daga vik- unnar eða strax á miðnætti. Þó- verða engar breytingar á föstu- dögum og laugardögum frá því sem var í vetrardagskránni. Hlut- fall endurtekins efnis eykst með sumardagskránni. Það er ekki bara gert í sparnaðarskyni heldur einnig til að stuðla að því, góðir þættir nái eyrum sem flestra, að sögn Elvu Bjarkar. Við hér á blaðinu höfum þegar kynnt nokkrar þeirra breytinga sem nú eiga sér stað hjá Útvarpinu. Þess vegna verður hér aðeins gerð I sumar ætlar rás eitt að bjóða upp á óperukynningar hálfsmánaðarlega. grein fyrir þeim breytingum sem ekki hefur verið minnst á áður. Barnatíminn sem er á dagskrá rásar eitt rúmlega níu á mor- gnana verður endurtekinn klukk- an átta um kvöldið. Landpóstur- inn verður á dagskrá eftir morg- unleikfimi sem lýkur klukkan hálftíu, á þriðjudögum, miðviku- dögum og fimmtudögum, og verður endurtekinn um kvöldið kl. 21. Þó nokkrar breytingar verða á kvölddagskrá. Þar koma á dag- skrá nýir þættir um náttúru- skoðun sem verða á föstudögum, þáttur um ferðamál á miðviku- dögum og í stað þriggja lestra á útvarpssögunni verða þeir tveir í sumar, á sunnudögum og mánu- dögum, í stað lestrarins á þriðju- dögum verður nú leikin íslensk tónlist. Aðal breytingarnar á dagsk- ránni verður um helgar. Hér verða þó aðeins minnst á þá nýju þætti sem verður boðið uppá um helgar og ekki hefur verið minnst á hér á þessum stað áður. Fyrst er þar að nefna á laugar- dagsmorgnum verður þáttur frá Akureyri sem heitir „Ég fer í fríið“ en sá þáttur er ætlaður allri fjölskyldunni, á laugardagsk- völdum verða mannlífsþættir til skiptis frá Austfjörðum og Vest- fjörðum. Einnig verða þá lesnar smásögur eftir þekkta höfunda. í stað gamalla útvarpsleikrita sem hafa verið á dagskrá á laugar- dögum hálfsmánaðarlega verður nú boðið uppá óperukynningar í sumar. Á sunnudögum verður nýr þáttur sem fengið hefur heitið „Á slóðum Laxdælu." Þá má einnig nefna að í stað Pallborðsins sem verið hefur á dagskrá síðdegis á sunnudögum kemur þáttur fyrir börn og unglinga. Uppbygging rásar 2 verður með svipuðu sniði og verið hefur, en við hér á Þjóðviljanum höfum þegar gert grein fyrir þeim breytingum sem þar eiga sér stað samfara sumarkominni. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Nú? Þá er ég sennilega að rugla þér saman við einhvern kollega minn. Við erum jú allir eins á skýlunni! Hahaha... JL 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 7. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.