Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 13
Noregur Sjóður til Mengunarvama Norski umhverflsmálaráðherr- ann, Sissel Rubenbeck, sagði frá því í gær að norska stjórnin hefði stofnsett sérstakan sjóð til þess að berjast gegn mengun hafs- ins. Hún hvatti aðrar þjóðir til að taka höndum saman og gera slíkt hið sama því hér væri um alþjóð- legt vandamál að ræða sem snerti allar þjóðir heims. „Iðnaðarúrgangur og ekki hvað síst áburður frá landbúnað- arhéruðum er orsökin fyrir þör- ungaplágunni (grænu leðjunni) sem herjað hefur á norskar strendur að undanförnu. Ég hef engan áhuga á því að benda á eitthvert eitt land sem sökudólg í þessu efni. Við vitum að iðnaðar- úrgangur veldur því að þörung- arnir vaxa hraðar og því hlýtur það :að vera hlutverk iðnaðar- samfélagsins að leysa þetta mál," sagði ráðherrann. Minnihlutastjórn Verkamann- aflokksins leggur til rúman milljarð íslenskra króna á þessu ári til að koma í veg fyrir mengun við Noregsstrendur. Þá hefur verið komið á fót sérstakri nefnd Norðurlandaþjóðanna sem mun fást við mengunarvandamál sjáv- ar í framtíðinni. Reuter/-gsv. ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Þriggja daga verkfall Nærri tvœr milljónir mannafóru ekki til vinnu. Fjöldi barna hafa verið fangelsuð og pyntuð I 3 gær hófst eitt víðtækasta verk- Mest var þátttakan í Jóhannesar- borg og nágrenni hennar. AHt að 90% svartra verksmiðjuverka- manna og verslunar- ogiþjónustu starfsfólks mætti ekki tíl vinnu. Samgöngur eru hálf lamaðar vegna verkfallsins og hermenn vakta járnbrautar-, alnjennings- vagna- og leigubílastöðvar til að Nicaragua Við samningaborðið á ný D. Ortega: Reagan mun ekki takastþað á 7mánuðum sem honum hefur mistekist á 7 árum tryggja vinnufrið þeirra fáu sem eru við vinnu. Eftir eyðilegum götum borgarinnar aka næstum eingöngu hertrukkar sem stoppa jafnvel og bjóða því fólki far sem vill komast leiðar sinnar. Með verkfalli þessu vilja and- stæðingar aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar mótmæla banni því sem sett var á 17 samtök þeirra í febrúar og þeim lögum sem nú er verið að undirbúa í þinginu. Lagasetning þessi mun beinast gegn verkalýðsfélögum svartra, opna þau fyrir fjármálalegum áhrifum atvinnurekenda og banna alfarið samúðarverkföll. Þá bárust þær fréttir frá London í gær að BBC hafi sýnt mynd af börnum og unglingum sem hafa verið í haldi öryggislög- reglu og pyntuð á hinn grimmi- legasta hátt. Myndinni var smygl- að úr landi og í henni lýsa börnin meðferðinni sem þau fengu. Tal- ið er að allt að tíu þúsund börn •hafi verið fangelsuð og pyntuð af öryggislögreglu suður-afrísku stjórnarinnar Reuter/-gsv. Idag setjast Sandinistar og Contraskæruliðar að samning- aborðinu að nýju og reyna að koma á sáttum í borgarastríðinu sem geisað hefur í landinu í sjö ár. Daniel Ortega sagði um helg- ina að Sandinistar myndu hvorki semja við Contra-samtökin um stjórnun landsins né lýðræði. Hann segir að foringi Contranna, Enrique Bermudez, hafi verið í þjóðvarðliði einræðisherrans Somoza og við slíka menn sé ekki hægt að semja um lýðræði til handa íbúum Nicaragua. Vopnahléið sem nú er í gildi og hefur staðið frá 1. apríl átti að Daniel Ortega: Bylting Sandinista mun lifa Reaganstjórnina! renna út nú um mánaðamótin en stjórn Sandinista hefur framlengt það einhliða í mánuð í viðbót. Foringjar Contranna ætla að virða það a.m.k. þar til friðarvið- ræðum lýkur þann 9. júní. Efnahagsástand landsins er mjög bágborið og eru ástæðurnar fyrst og fremst styrjaldarástandið í landinu undanfarin ár og harka- leg meðferð stjórnar Reagans á því. Nú hefur ríkt langþráður friður í landinu síðustu tvo mán- uði og Bandaríkjastjórn hefur slakað heldur á klónni þannig að friðarviðræður nú gefa íbúum þessa stríðshrjáða lands ef til vill einhverjar vonir um betri fram- tíð. Stjórn Sandinistanna stendur frammi fyrir því að gera róttækar efnahagsráðstafanir. „Aukin framleiðni og aðgerðir til að styrkja gjaldmiðilinn okkar, cor- duba, virðast einu raunhæfu leiðirnar til að efla efnahagslíf- ið," sagði Ortega við fréttamenn. Reuter/-gsv. Frakkland Harður slagur í vikunni Sósíalistarunnuminnaenbúistvarvið, enfáirefastummeirihlikta. Le Pen tapar, PCF hressist. Miklar heimasetur Franskir kjósendur virðast hafa litið á fyrri umferð þing- kosninganna sem afgreitt mál. Að minnsta kosti sat einn af hverjum þremur heima á sunnudaginn og er sú kjörsókn hin slakasta við þingkosningar í fimmta lýðveld- inu. Sigur sósíalista í kosningun- um var mun minni en búist var við fyrirfram og eru flokkarnir þegar komnir á fullt fyrir síðari umferðina næsta sunnudag. Kosningabaráttan hefur hing- aðtil verið heldur í daufara lagi en af fyrstu viðbrögðum stjórnmála- leiðtoga eftir að úrslit lágu fyrir er ljóst að hvergi verður slakað á í vikunni, - og takmark frambjóð- endanna allra er það sama: að ná stuðningi þess þriðjungs sem heima sat í fyrradag. Úrslitin á sunnudag urðu þau í stórum dráttum að bandalag ný- gaullista (RPR) og mið- hægrisamsteypunnar UDF fékk 40,5%, og má muna fífil sinn fegri, en náði þó frammúr sósíalistum og stóð sig betur en gert var ráð fyrir. Sósíalistaflokk- urinn fékk 37,6% atkvæði, sem eittsinn hefði þótt afar glæsilegt, en þykir nú ekki um of í kjölfar stórsigurs Mitterrands. Kom- múnistaflokkurinn fékk 11,3% sem eru skárstu niðurstöður hans frá 1981 og nokkur viðreisn frá forsetakosningunum þarsem frambjóðandi hans fékk aðeins rúmlega 7 prósent. Þjóðfylking Le Pens fékk 9,4%, og þykir súrt í broti miðað við tæp 15% forin- gjans í forsetakosningunum. Af 577 þingsætum unnust 120 á hreinan meirihluta á sunnudag- inn. RPR og UDF náðu 79, sósí- alistar 40 og Kommúnistaflokk- urinn 1. Þessar tölur segj a auðvit- að lítið þarsem hægrimenn buðu fram sameiginlega. Þegar hefur náðst samkomulag sósíalista og kommúnista um stuðning hvorir við aðra í seinni umferð, en allt er óljóst um stuðning Þjóðfylking- armanna við hina hófsamari hægrimenn. Le Pen hefur hvatt til samfylkingar gegn blokk „sósí- al-kommúnista", en félagar Chir- acs, Barres og Giscards vilja fæst- ir sjá né heyra um slíkt opinber- lega. Þeir ætlast auðvitað til að Þjóðfylkingaratkvæðin skili sér án opinberrar áreynslu, - en Le 'Pen er hinn fúlasti og liggur sú hótun í loftinu að félagar hans dragi sig ekki í hlé í síðari umferð. Fýla og iðrun Fúllyndi Le Pens er skiljanlegt. Flokkur hans hafði 32 menn á því þingi sem upp var leyst og kosið var 1985 með hlutfallsreglum, en það varð fyrsta verk hægrimanna á þvf þingi að breyta aftur yfir í einmenningskjördæmi, og útlit er fyrir að Þjóðfylkingin missi alla þingmenn sína. George Marchais fþrmaður PCF var líka óhress yjfir nýrri skipan á kosninganóttina - og voru leiðtogar kommúnista þó með hýrri há nú en endranær -, ekki er búist við að flokkurinn nái nema 10-20 þingmönnum, en ættu að vera um 60 samkvæmt kjörfylgi. Á fyrra þingi hafði PCF 35 þingmenn með minna fylgi en nú. Munur á þingstyrk PCF og FN stafar einkum af því að kommúnistar hafa sterka svæðis- bundna stöðu, en Le Pen-menn miklu dreifðara fylgi, og raunar lítið um fylgismikla einstalkinga í einstökum kjördæmum. Tölvuspár ýmissa könnunar- stofnana franskra benda allar til : að sósíalistaflokkurinn fái að lok- um meirihluta þingmanna, 290- 330 menn, á móti 230-285 frá UDF/RPR, en spár hafa áður brugðist og mikið er komið undir þeim sem sátu heima. Víst er að stjórnmálamönnum og fréttaskýrendum komu úrslit- in á sunnudag heldur á óvart og voru skýringar í þynnra lagi. Þó er bent á að hér kunni kjósendur með sínum hætti að vera að taka undir með Mitterrand, sem var farinn að vara við of stórum sigri sósíalista, og vill greinilega fá fram þær aðstæður sem kalli á samstarf við miðju franskra stjórnmála. Á það var líka bent að úrslitin styrktu Mitterrand persónulega þar sem ljóst væri að Rocard ásamt fyrirrennara sínum Chirac. Eftir fyrri umferðina á sunnudaginnviröastallirsæmilegahressiríFrans- nema Le Pen. En það stefnir í verulega hörku nú í vikunni. hann hefði sjálfur fylgi langt um- fram kjósendahóp Sósíalista- flokksins. Enn var sagt að hér sýndi sig enn að franskir kjósend- ur vildu jafnvægi í pólitík lands- ins, og framhald á einhverskonar „cohabitation", sambúð hægri- ¦og vinstriafla nálægt stjórnveli. Og bent er á að tap Þjóðfylkingar ásamt sæmilegri útkomu PCF kunni að vera skýranlegt með einskonar iðrun þeirra kjósenda sem í forsetakosningunum eru tsídir hafa hlaupið alla leið þar á milli. Að minnsta kosti þykir at- hyglisvert að enn eru þessar fylk- ingar samanlagt með svipað fylgi, kringum 20 prósent. Michel Rocard forsætisráð- herra lýsti ánægju sinni með úr- slitin í fyrradag og fagnaði sér- staklega því að Le Pen og félagar skyldu koma verr út en vænst var: „sönn gleði hverjum lýðræðiss- inna". -m/reuter og e.m.j/París Þriðjudagur 7. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.