Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Skúll Gunnlaugur Ólöf Vesturland Þjóðmálaspjall Skúli, Gunnlauaur og Ólöf spjalla um þjóðmálin á Grundarfirði (Alþýðubanda- lagshúsinu) þriðjudagskvöld, Hellissandi (Gimli) miðvikudagskvöld. Allsstaðar frá kl. 20.30. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavík 5. deild Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 20.00 i Gerðubergi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. Hvenær vilt þú fara í Heiðmörk til að gróðursetja? 2) Önnur mál. - Stjórnin. Vorráðstefna á Hallormsstað Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð- stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram- söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní: Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13: Ávarp í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður. Ráðstefnuslit kl. 18. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397, Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375. Kjördæmísráð Alþýðubandalagsins á Austurlandl Alþýðubandalagið Reykjavík Borgarmálaráð Fundur borgarmálaráðs 8. júní fellur niður vegna ráðstefnuhalds. Sumarferð ABR Merktu við á almanakinu núna strax! - 2. júlí Laugardaginn 2. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu), Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-þas? fórst, Hítardalur. Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim betri. Nánar auglýst síðar. Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið i þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrír um 80 manns. Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fúllt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skiþulögðum göngu- og útivistarferðum. iþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fýrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 7. júní 1988 Óvenjuleg feró Ódýr ferð — 2. júlí Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður að þessu sinni farin laugardaginn 2. júií. Farið verður á óvenjulegar slóðir og eins og venjulega í fyrri ferðum verður lögð áhersla á: 1. Úrvalsleiðsögumenn. 2. Údýra og skemmtilega ferð. Brákarey, Borg Egilssaga Farið verður um morguninn kl. 8.00 frá Umferðarmiðstöðinni. Fyrsti viðkomustaður verður Brákarey og Borgarnes og síðan Borg á Mýrum þar sem sóknarpresturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason tekur á móti ferðalöngunum. Pour quoi pas? Frá Borg verður ekið í Straumfjörð. Þar er óvenjuleg náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Þar ætlar Árni Waag að fræða okkur um fuglinn og fjöruna, en Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fræðir ferðalangana um Pour quoi pas? siysið. Hér hafa verið nefndir þrír þeirra sem koma við sögu - á tveimur aðaláningarstöðum ferðarinnar. En auk þeirra verða fleiri leiðsögumenn og fræðaþulir því farið verður víðar: Mýrahringur - Hítardalur Farinn verður Mýrahringurinn sem fáir þekkja og komið að kirkjustaðnum Ökrum. Á leiðinhi er Hítardalur sem er sögufrægur staður sem á sér sterkan sess í íslandssögunni að fornu og nýju. Söguslóðir séra Árna Vestast verður farið á söguslóðir séra Árna í Hnappadaissýslu Þar verður margt um fróðleik og skemmtun: Jarðfræði, sögur af séra Árna á Stóra-Hrauni og frásagnir af viðskiptum við Thorsarana sem enn sitja yfir hlut bænda vestra. Og þrátt fyrir það að víða sé komið við verður ferðin ekki óralöng - gert ráð fyrir að koma í bæinn upp úr kvöldmatnum, eða um áttaleytið á laugardagskvöld. Látið skrá ykkur hið fyrsta Það auðveldar skipulagningu ferðarinnar ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Allar upplýsingar eru veittar um ferðina í síma 17500 að Hveilisgötu 105 og næstu daga auglýsum við verðið. - Það á eftir að koma ykkur ánægjulega á óvart. Sumarferðin 1988 Alþýöubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.