Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 15
FLÓAMARKAÐURINN Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verð- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1 -3. Upplýs- ingar í síma 621309. Trjáú&un Tek að mér úðun á trjám. Nota skordýralyf sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Uppl.s. e. kl. 19 39706. Gunnar Hannesson garðyrkjufræðingur. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm- merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verð í bænum. Uppl. I síma 621083 og 11048. Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. Ef einhverjir lúra á gömlum þrí- hjólum í geymslum eða á háaloftum, munu börnin á Sunnuborg taka þeim tveim höndum. Hafið samband í síma 36385 á daginn. Gólfteppi gefins Grænleitt, stærð ca. 3x4 m. Uppl.s. 39536. Sjónvarp óskast Helst gefins eða ódýrt. Uppl.s. 39536. Gerist áskrifendur að hugsjónakaffinu frá Tanzaníu. Uppl.s. 621309. Gott mál í alla staði. Píanó til sölu Verðhugmynd 40-50 þús. kr. Ný- stillt gæðapíanó. Uppl.s. 622154 á kvöldin. Sófasett og fleiri húsgögn til sölu Selst ódýrt. Uppl.s. 617931. Frystikista til sölu Á sama stað óskast gamaldags sófasett eða stakur sófi. Sími 41596. Lítið notað telputvíhjól fyrir 5-7 ára til sölu. Verð kr 3.500. Einnig ónotaður strákleðurjakki á <ta 11 ára. Verð kr. 4.000,-. Uppl. í s. 79248 á kvöldin. Trjáplöntur Alaskaösp 80-150 cm kr. 300-600 stk. Reyniviður 80-120 cm kr. 300- 400 stk. Birki 80-120 cm kr. 250- 300 kr. stk. Birkið er beinvaxið og skjótvaxið. Fræið er af 7 metra háu tré. Uppl.s. 681455. Járnrennibekkur óskast 1-2 m á lengd. Uppl.s. í s. 44937. Vinnupláss í hjarta borgarinnar Ertu í hjarta borgarinnar? Ertu að vinna að verkefni í stuttan tíma? Vinnuaðstaða mín í miðbæ Reykja- víkur er til leigu í 5 vikur frá ca 15. júní. Uppl.s. 22705 fyrir hádegi og 623909 á kvöldin. íbúð óskast 3ja manna fjölskylda óskar eftir íbúð sem fyrst. Uppl.s. 661461. Fjölærar plöntur til sölu Uppl.s. 17193. Til sölu 3 góð dekk á felgum. Stærð 145x13 á Golf '82. Uppl.s. 36687 eftir kl. 15. Gamalt eikarborðstofusett til sölu. Borðið á renndum fótum og leðurseta á stólum. Uppl.s. 53972. Burðarrúm Til sölu vel með farið burðarrúm úr vínrauðu flaueli. Sími 53972. Til sölu Honda Accord árg. '80. Þarfnast smá viðgerðar en lítur vel út. Selst á kr. 80 þús, stgr. Uppl.s. 72930. Flott hjól fyrir 5-8 ára til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 37865. Candy þvottavél til sölu Verð 7-8 þús. Einnig gangfær Austin '78 númerslaus, verð 5 þús. Einnig Nordmende litasjónvarp 27“ með fjarstýringu. Verð 60 þús. Kostar nýtt 88 þús. Sími 45196. Óska eftir að kaupa eða helst fá gefins ísskáp, má líta illa út. Uppl.s. 45196. Vantar bókahillur t.d. hansahillur fyrir lítið, helst ekk- ert. Sími 14967 e. kl. 18. Vantar meðleigjanda Ég er 25 ára háskólapiltur og óska eftir kvenkyns meðleigjanda. Ég er með íbúð en væri til að leigja stærri íbúð t.d. 3-5 herb. Ég útvega innbú- ið og skemmtilegt andrúmsloft ef þú slærð til. Frekari upplýsingar í síma 622118. Jakob Þór. P.s. Kæri íbúð- areigandi. Ef þú vilt leigja reglu- sömu skólafólki íbúð þína til lengri tíma gegn skilvísum greiðslum og góðri umgengni, vinsamlegast sláðu á þráðinn. Jakob 622118 (623631). Gamall isskápur fæst gefins og eldavélarhellur óskast. Sími 75619. Til sölu Tölva Amstrad pc 1512 6 mán. gömul ásamt mús og ýmsum forri- tum staðgreitt 40 þús. Barnakerra m. skermi á kr. 5 þús. Regnhlífar- kerra kr. 1.500. Uppl.s. 656757 eftir kl. 18. Tveir sófar til sölu 2ja og 3ja sæta. Áklæði á sætum þarfnast lagfæringar. Sófaborð get- ur fylgt. Verð kr. 8 þús. Uppl.s. 74288. Góð kaup Til sölu Skoda árg. 1987 vel með farinn og lítið keyrður. Uppl.s. 686575 eða 694545 vinna. Ásdís. Til sölu Blátt Velamos 20" hjól fyrir 7-9 ára og blátt Raleigh á 16“ dekkjum fyrir 7-10 ára og blátt DBS 20“ frekar illa útlítandi. Ennfremur barnavagga, burðarpoki o.fl. á vægu verði. Sími 30704. Kettlingar 3 fallegir kettlingar fást gefins. Sími 19624 e. h. Bára þvottavél til sölu 31/2 árs. Selst á hálfvirði. Uppl.s. 656825. Meðleigjandi óskast að 4ra berb. íbúð í júní, júlí og ágúst. Uppl. hjáÁsu ísíma30589 e. kl. 18. Hjónarúm Kromvik/Sultan frá Ikea til sölu. Nánast ónotað. Uppl.s. 27801. Sófi 2ja sæta Svefnsófi til sölu ódýrt. Nýr. 84285 og 42787. Svefnsófi til sölu Eins manns svefnsófi fæst ódýrt. Einnig þvottavél, Candy 98 gefins. Sími 686406. Til sölu er Discomyndavél og innihurð úr mahogni að stærð 200x80 cm. All- ar upplýsingar er að fá í síma 76046 eftir kl. 7. Af mönnum: Hany Hadaya, Katrín Hall og Patrick Dady. Listahátíð 1988 Afmönnum Verðlaunaballett Hlífar Svavarsdóttur og tón- verkið Tíminn og vatnið flutt í íslensku Operunni í kvöld og annað kvöld verða kórverkið Tíminn og vatnið, og ballettinn Af mönnum flutt í íslensku Óperunni. Fyrir hlé flytur Hamrahlíðar- kórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórverkið Tímann og vatnið, sem Jón Ásgeirsson samdi við samnefnt ljóð Steins Steinarrs. Eftir hlé flytur svo íslenski dansflokkurinn ballettinn Af mönnum, sem Hlíf Svavarsdóttir samdi við tónlist Þorkels Sigur- björnssonar. Sem kunnugt er vann Hlíf Petrusjka verðlaunin fyrir ballettinn í Norrænni dans- skáldakeppni sem haldin var í Osló í maí. Ballettinn varð til í samvinnu þeirra Hlífar og Þor- kels, og var samstarfsgrundvöllur þeirra ljóðið Borgin hló, eftir Matthías Johannessen, þó loka- niðurstaðan muni vera nokkuð langt frá Ijóðinu. Dansarar í Af mönnum eru Birgitte Heide, Guðmunda Jó- hannesdóttir, Helena Jóhannes- dóttir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir og gesta- dansararnir Patrick Dady og Hany Hadaya. Sjö manna hljómsveit, þau Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari, Óskar Ingólfsson klarin- ettuleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari, Rúnar Vilbergs- son fagottleikari, Sverrir Birgis- son trompetleikari, Edward J. Frederiksen básúnuleikari og Richard Kom kontrabassa- leikari, flytur tónlist Þorkels undir stjórn JóhannsG. Jóhanns- sonar. Búninga hannaði Sigrún Úlfarsdóttir. lg VR a moti bráðabirgða- lögum Stjórn VR hefur á fundi sínum 1. júní sl. mótmælt harðlega setn- ingu bráðabirgðalaga ríkistjórn- arinnar, sem afnema rétt stétt- arfélaga til að semja um kaup og kjör. Stjórn VR mótmælir því að umsamdir kauptaxtar séu orsök efnahagsvandans. „Nær væri að leita orsakanna í hinni gegndar- lausu óarðbæru fjárfestingu og skipulagsleysi í atvinnurekstrin- um, sem leitt hefur til þenslu og óráðsíu í þjóðfélaginu," segir í lok samþykktar stjórnar VR. gjh Ársrit Kvenréttindafélags íslands er komið út Blaðið verður til sölu í bókaverslunum, blaðsölu- stöðum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands Nám í fiskeldi Viltu læra fiskeldi við Kirkjubæjarskóla í Kirkju- bæjarklaustri og útskrifast sem fiskeldis- fræðingur eftir tvo vetur? Inntökuskilyrði: Eins til tveggja vetra nám í framhaldsskóla eða 20 ára og eldri ásamt starfsreynslu. Enn örfá pláss laus. Upplýsingar gefa Jón Hjartarson, sími 99-7640, og Þuríður Pétursdóttir, sími 99-7657. (MÓOVIUINN Iiminn T' 68 13 33 V 68 18 66 Ií r 68 63 00 Blaðburóur er lÉÉ BESTA TRIMMIÐ og borgar sigLÆm* BLAÐBERAR ÓSKAST Vafltar blaðbera víðs vegar um bæinn þlÓÐVIUINN Hafðu samband við okkur þlÓÐVILIINN Siðumúla 6 0 6813 33 M&iudagur 7. júni 19M ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.