Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. júní 1988 129. tölublað 53. árgangur Ríkisstjórnin Missir niður um sig Álitríkislögmanns kom ríkisstjórninni íopna skjöldu. Stjórnin ráðalaus. ^^ Friðrik Sophusson: Álit ríkislögmanns enginn dómur. VSI og verkalýðsfélögin beðin um að setja saman ritgerðir um ísalsamninginn Ríkisstjórnin viröist gjörsam- lega hafa týnt áttum við að fá í hendur álitsgerð ríkislögmanns. Eftir að hafa lúrt á álitsgerðinni í sólarhring, voru fulltrúar VSÍ og verkalýðsfélaganna 10 sem sömdu á dögunum í Straumsvík kallaðir á fund í Stjórnarráðinu í gær. Það helsta sem stjórnin hafði fram að færa var að biðja VSÍ og verkaslýðsfélögin um að skila greinargerðum um samn- ingana fyrir mánudag og meta hvort þeir samrýmast bráða- birgðalögunum. Friðrik Sophusson, sem gegnir forsætisráðherraembætti í fjar- veru Þorsteins Pálssonar, segir niðurstöðu ríkislögmanns ekki vera dóm, hún sé bara hans prívat sköðun - aðrir geti sett fram jafngilt álit og breytt afstöðu ríkisstjórnarinnar. Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur í álverinu sagði eftir fundinn með ráðherra, að verkalýðsfé- lögin teldu sig hafa fullgildan samning og eftir honum yrði far- ið. Til þess hefði ekki verið horft Við samningsgerðina hvernig ein- hverjir og einhverjir túlkuðu 1 mt' J í • 0 • I "'C-'< f njM-: m J|fS'aB19Vj 1 íl jgfe v - Listahátíð Enn af menningunni Umfjöllun um viðburði á Listahátíð er ríkuleg í blaðinu í dag. Andrés Sigurvinsson kemur lesendum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali, en hann er einmitt leik- stjóri leikrits Þorvarðar Helga- sonar Ef ég væri þú, sem Þjóðl- eikhúsið frumsýnir í kvöld. Sverrir Hólmarsson skrifar gagnrýni á verðlaunaballett Hlífar Svavarsdóttur og kórverk- ið Tímann og vatnið, tónlistar- gagnrýni og fleira. Sjá síðu 8-9 samninginn og lögin. Samningar hefðu verið gerðir til að tryggja fullan rekstur álversins. Meðan ríkisstjórnin hefur ekki enn gert upp við sig hvort Isal- samningarnir samrýmist bráða- birgðalögunum eða ekki, eru hin ýmsu verkalýðsfélög smám sam- an að ljúka samningum, sem voru misjafnlega vel á veg komnir fyrir gildistöku lagasetningarinnar. Síðast til að semja var verka- lýðsfélagið Jökull á Höfn fyrir starfsfólk gaffalbitaverksmiðj- unnar á Höfn. - Þetta er samn- ingur sem gengur á svig við bráð- abirgðalögin, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls. Sjá síðu 3 Fulltrúar verkalýðsfélaganna 10 í álverinu ganga úr Stjórnarráðinu í gær. Ekki var annað að sjá á þeim en þau skildu áhyggjur ríkisstjórnarinnar eftir í Stjórnar- ráðinu. Mynd: E.ÓI Fornleifar Vióeyjargrafir grafnar upp MargrétHall- grímsdóttir: Ég er himinlifandiyfir þessum fundi Tveir kirkjugarðar á sama stað. Annar frá miðöldum, hinn frá því eftir að núverandi kirkja var reist f Viðey. Þetta hefur komið í ljós við fornleifagröft í Viðey. Nú er unnið af miklum krafti við fórnleifauppgröft þar. Því verki stjórnar Margrét Hall- grímsdóttir fornleifafræðingur. - Ég er himinlifandi yfir þess- um fundi hér bakvið kirkjuna, sagði hún í gær. Sjá síðu 2 Zsuzsu, Judit og Karl efct í gærkvöldi var tefld 3. umferð á opna Austurlandsmótinu, sem fram fer á Egilsstöðum. I A-flokki gerðu systurnar Judit og Zsuzsu Polgar jafntefli og eru efstar með 2 1/2 vinning, ásanit Karli Þor- steins. Skák hans við Sævar Bjarnason lauk með jafntefli og söiiiu lyktir urðu í skákum Helga Ólafssonar og Mark Orr, Björg- vins Jónssonar og Þrastar Þór- hallssonar. Hannes Hlífar Stefánsson vann skák sína við James Plasket, sem féll á tíma og hefur Hannes nú 1 1/2 vinning. I B-flokki heldur sig- urganga Zofi Polgar áfram. í gær vann hún Guðmund Ingva Jó- hannesson og hefur því hlotið 3 vinninga í þremur fyrstu umferð- unum. í dag verður 4. umferð tefld en á föstudaginn er hvílst. Zsuzsu og Judit nota fríið til að tefla fjöltefli á Stöðvarfirði og Seyðisfirði og hefjast þau kl. 21 á föstudags- kvöldið. mj \ Hernaðarumsvif í Danmörku var efnt til kosn- inga vegna átaka um afstöðuna gagnvart kjarnorkuvopnum NATÓ. Er ólíku saman að jafna hér og þar? Eru samþykktir al- þingis um að hingað skuli ekki þokast? flutt kjarnorkuvopn marklaust plagg? Steingrímur J. Sigfússon fjallar um afstöðu alþingis. Sjá síðu 5 Fótbolti ili Fram Ólafsfirðingar tapa ífyrsta sinn ífyrstu deild Nokkrir leikir voru í fyrstu deild íslandsmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Á Húsavík lögðu Valsmenn Völs- unga að velli 1-3, Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fram, Þórsarar gerðu einnig 1-1 jafntefli við Skagamenn en Víkingum tókst að ieggja Ól- afsfirðinga að velli á nýja grasinu 2-1. Sjá síður 14 og 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.