Þjóðviljinn - 09.06.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Qupperneq 1
Fimmtudagur 9. júní 1988 129. tölublað 53. árgangur Ríkisstjórnin Missir niður um sig Álit ríkislögmanns kom ríkisstjórninni íopna skjöldu. Stjórnin ráðalaus. Friðrik Sophusson: Álit ríkislögmanns enginn dómur. VSÍ og verkalýðsfélögin beðin um að setja saman ritgerðir um ísalsamninginn Ríkisstjórnin virðist gjörsam- lega hafa týnt áttum við að fá í hendur álitsgerð ríkislögmanns. Eftir að hafa lúrt á álitsgerðinni í sólarhring, voru fulltrúar VSÍ og verkalýðsfélaganna 10 sem sömdu á dögunum í Straumsvík kallaðir á fund í Stjórnarráðinu í gær. Pað helsta sem stjórnin hafði fram að færa var að biðja VSÍ og verkaslýðsfélögin um að skila greinargerðum um samn- ingana fyrir mánudag og meta hvort þeir samrýmast bráða- birgðalögunum. Friðrik Sophusson, sem gegnir forsætisráðherraembætti í fjar- veru Þorsteins Pálssonar, segir niðurstöðu ríkislögmanns ekki vera dóm, hún sé bara hans prívat sköðun - aðrir geti sett fram jafngilt álit og breytt afstöðu ríkisstjórnarinnar. Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur í álverinu sagði eftir fundinn með ráðherra, að verkalýðsfé- lögin teldu sig hafa fullgildan samning og eftir honum yrði far- ið. Til þess hefði ekki verið horft 'við samningsgerðina hvernig ein- hverjir og einhverjir túlkuðu Listahátíð Enn af samninginn og lögin. Samningar hefðu verið gerðir til að tryggja fullan rekstur álversins. Meðan ríkisstjórnin hefur ekki enn gert upp við sig hvort Isal- samningarnir samrýmist bráða- birgðalögunum eða ekki, eru hin ýmsu verkalýðsfélög smám sam- an að ljúka samningum, sem voru misj afnlega vel á veg komnir fyrir gildistöku lagasetningarinnar. Síðast til að semja var verka- lýðsfélagið Jökull á Höfn fyrir starfsfólk gaffalbitaverksmiðj- unnar á Höfn. - Þetta er samn- ingur sem gengur á svig við bráð- abirgðalögin, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls. Sjá síðu 3 Fulltrúar verkalýðsfélaganna 10 í álverinu ganga úr Stjórnarráðinu í gær. Ekki var annað að sjá á þeim en þau skildu áhyggjur ríkisstjórnarinnar eftir í Stjórnar- ráðinu. Mynd: E.ÓI Zsuzsu, Judit og Karl efst Fornleifar Viðeyjargrafir grafnar upp Margrét Hall- grímsdóttir: Ég er himinlifandi yfir þessum fundi Tveir kirkjugarðar á sama stað. Annar frá miðöldum, hinn frá því eftir að núverandi kirkja var reist í Viðey. Þetta hefur komið í ljós við fornleifagröft í Viðey. Nú er unnið af miklum krafti við förnleifauppgröft þar. Því verki stjórnar Margrét Hall- grímsdóttir fornleifafræðingur. - Ég er himinlifandi yfir þess- um fundi hér bakvið kirkjuna, sagði hún í gær. Sjá síðu 2 í gærkvöldi var tefld 3. umferð á opna Austurlandsmótinu, sem fram fer á Egilsstöðum. í A-flokki gerðu systurnar Judit og Zsuzsu Polgar jafntefli og eru efstar með 2 1/2 vinning, ásamt Karli Þor- steins. Skák hans við Sævar Bjarnason lauk með jafntefli og sömu lyktir urðu í skákum Helga Ólafssonar og Mark Orr, Björg- vins Jónssonar og Þrastar Þór- hallssonar. Hannes Hlífar Stefánsson vann skák sína við James Plasket, sem féll á tíma og hefur Hannes nú 1 1/2 vinning. 1 B-flokki heldur sig- urganga Zofi Polgar áfram. í gær vann hún Guðmund Ingva Jó- hannesson og hefur því hlotið 3 vinninga í þremur fyrstu umferð- unum. í dag verður 4. umferð tefld en á föstudaginn er hvflst. Zsuzsu og Judit nota fríið til að tefla fjöltefli á Stöðvarfirði og Seyðisfirði og hefjast þau kl. 21 á föstudags- kvöldið. mj Hernaðarumsvif Hefur eitthvað þokast? í Danmörku var efnt til kosn- inga vegna átaka um afstöðuna gagnvart kjarnorkuvopnum NATÓ. Er ólíku saman að jafna hér og þar? Eru samþykktir al- þingis um að hingað skuli ekki flutt kjarnorkuvopn marklaust plagg? Steingrímur J. Sigfússon fjallar um afstöðu alþingis. Sjá síðu 5 menningunni I ÍUmfjöllun um viðburði á Listahátíð er ríkuleg í blaðinu í dag. Andrés Sigurvinsson kemur lesendum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali, en hann er einmitt leik- stjóri leikrits Þorvarðar Helga- sonar Ef ég væri þú, sem Þjóðl- eikhúsið frumsýnir í kvöld. Sverrir Hólmarsson skrifar gagnrýni á verðlaunaballett Hlífar Svavarsdóttur og kórverk- ið Tímann og vatnið, tónlistar- gagnrýni og fleira. Sjá síðu 8-9 Fótbolti ÍBK stöðvar Fram Ólafsfirðingar tapa í fyrsta sinn ífyrstu deild Nokkrir leikir voru í fyrstu deild Víkingum tókst að leggja Öl- fslandsmótsins í fótbolta í gærkvöldi. afsfirðinga að velli á nýja grasinu 2-1. Á Húsavík lögðu Valsmenn Völs- unga að velli 1-3, Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fram, Þórsarar gerðu einnig 1-1 jafntefli við Skagamenn en Sjá síður 14 og 15.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.