Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Álverið Ríkisstjómin bjargarlaus Samningarnir brotálögum. VSÍog verkalýðsfélögunum boðið að leggjafram greinargerð. Örn Friðriksson: Samningarnir gilda. Alit ríkislögmanns breytir engu Blaðamannafélagið Blaðamenn HP í fullum rétti Blaðamannafélagið: Skorar á félagsmenn sína að ganga ekki inn ístörffráfarandi starfsmanna HP Á fundi stjórnar Blaða- mannafélags íslands í gær var ijallað um þá atburði sem gerst hafa á Helgarpóstinum og í álykt- un stjórnarinnar er harðlega mótmælt vinnubrögðum stjórnar Goðgár hf. við lögmætum að- gerðum starfsmanna Helgar- póstsins til að knýja á um að fá laun sín greidd samkvæmt ráðn- ingarsamningi og kjarasamning- um BÍ. í ályktun sinni bendir stjórn Blaðamannafélagsins á, að í kjar- asamningum félagsins standi eftirfarandi um útborgun launa: „Laun þessi greiðist fyrirfram 1. hvers mánaðar". Stjórn BÍ telur þetta ákvæði hafa verið brotið á starfsmönnum Helgarpóstsins og því höfðu þeir allan rétt til að leggja niður vinnu, þar sem þeir fengu ekki greitt fyrir sína vinnu og í framhaldinu af því litið svo á að þeim hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum. Jafnframt samþykkti stjórn BÍ að skora á alla félagsmenn þess að ganga ekki inn í störf fráfar- andi starfsfólks Helgarpóstsins þar til það hefur fengið tryggingu fyrir greiðslu á vangreiddum launum og einnig á launum sínum á samningsbundnum uppsagnar- fresti sem eru þrír mánuðir. -grh Nýgerðir kjarasamningar í ál- verinu brjóta í bága við bráðabrigðalög rfldsstjórnarinn- ar um kjarasamninga. Friðrik Sophusson starfandi forsætisráð- herra kynnti þetta álit ríkislög- manns fyrir fulltrúum 10 verka- lýðsfélaga í stjórnarráðinu í gær. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um aðgerðir í framhaldi af þessu. En VSÍ og verkalýðsfélögunum er gefinn frestur fram á mánudag til að skila eigin greinargerð um málið Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur í álverinu sagði eftir fundinn með ráðherra að hér væri um álit eins lögmanns að ræða. Til þess hefði ekki verið horft þegar samningurinn var gerður hvernig einhverjir og einhverjir túlkuðu hann og bráðabirgðalögin. „Það er kominn á samningur, við mun- um skila okkar vinnuframlagi og ég á ekki von á öðru en vinnu- veitendur skili því aftur til baka í launum.“ „Það er gjörsamlega ómögu- legt að reka þessa verksmiðju nema með miklu vinnuálagi starfsmanna,“ sagði Örn. Starfs- menn hefðu fallist á þetta og ynnu við mjög erfiðar kringum- stæður. M sagði Örn að verkalýðsfé- lögin teldu sig hafa fullgildan samning og eftir honum yrði far- ið. „Við getum ekki breytt samn- ingi sem gerður hefur verið, undirritaður og samþykktur," sagði Örn. Friðrik Sophusson sagði að VSÍ og verkalýðsfélögunum hefði verið gefinn kostur á að skila eigin greinargerð um málið fyrir nk. mánudag og ákvarðana um frekari aðgerðir væri ekki að vænta fyrr en eftir það - ef ríkis- stjórnin gripi þá til einhverra að- gerða. Ráðherrann telur samn- inga sem brjóta gegn lögum vera jafnólöglega hvort sem refsiá- kvæði eru í lögunum eða ekki. „Lögin voru sett í trausti þess að menn virtu lög án þess að refsiá- kvæði þyrftu að fylgja.“ Frið- rik teiur ástandið í álverinu ekki hafa áhrif á viðræður um stækkun álversins. Það kæmi hins vegar í ljós í næstu viku þegar rætt verð- ur við fulltrúa þeirra sem sýnt hafa stækkun álversins áhuga. -hmp Þetta er alveg ólöglegt og eiginlega bannað. En hvað getum við gert? Friðrik Sophusson tekur á móti Erni Friðrikssyni í Stjórnarráðinu í gær. Mynd E. Ól. Ölduselsskóli Starf Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, að hefja skólastarfið í haust með því að ráða kennara til kennslu i stað íeirra sem hóta að segja upp? Fjöldauppsögnum hútað KáriArnórsson: Daníel út íkuldann vegna pólitískra skoðana. Birgir ísleifur: Faglegt mat réðiferðinni. Til viðræðu um að almenningur velji í stöður Menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson, vísar til faglegs álits. Eg er síður en svo andsnúinn því að efla sjálfstæði skólanna og auka tengsl heimila og skóla, en undirskriftasöfnun til stuðnings öðrum umsækjandanum er ekki rétt aðferð til að gera slíkt. Hins vegar er ég til viðræðu um að taka upp lýðræðislegar kosningar í hverfum um stöðuveitingar sem þessar, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson aðspurður um gagnrýni þá sem kom fram á fundi starfsfólks Ölduselsskóla þar sem Birgir er sakaður um að vinna gegn sjálfstæði skólanna. Á fundi starfsmanna í gær kom fram að hluti þeirra segist reiðu- búinn að segja upp störfum setjist Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í skóla- stjórastólinn. - Ég harma það að faglegu mati skuli vera ýtt til hliðar og annarleg pólitísk sjónarmið skuli ráða ferðinni í þessu máli. Virð- ingarleysi ráðherra gagnvart starfsfólki Ölduselsskóla og for- Borgarspítalinn Ný röntgentæki liggja ónotuð 15-20 milljóna króna tœki rykfalla í geymslu spítalans Iágúst í fyrra voru keypt ný röntgentæki fyrir 15-20 milljónir króna fyrir Borgar- spítalann. Síðan þá hafa þessi rándýru tæki legið óhreyfð í kössum og rykfallið. Hægt er að nota þessi tæki vegna æðarann- sókna en læknar vilja kaupa við- bótartæki svo hægt væri að nota þau til kransæðamyndatöku í hjarta. Að sögn Arnars Smára Arn- aldssonar yfirlæknis röntgendeildar Borgarspítalans hafa tækin ekki verið sett upp enn þann dag í dag vegna þess að beð- ið er eftir fjárveitingu til að kaupa viðbótartækin fyrir kransæða- myndatökur í hjarta og ennfrem- ur er beðið eftir stærra húsnæði fyrir tækin en til staðar er í dag. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði að Borgarspítalinn hefði fengið fé og lánafyrirgreiðslu vegna tækjakaupanna fyrir æða- rannsóknir en það væri ekki ætl- unin að koma tækjunum fyrir í B-álmu spítalans sem væri ætluð fyrir aldraða og þegar væri búið að taka kjallara þeirrar byggingar í noktun fyrir endurhæfingar- stöð. Bæði fyrrverandi og núver- andi heilbrigðisráðherra hefðu synjað beiðni þar um að koma röntgentækjunum fyrir í B- álmunni. Páll sagði að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka tækin í noktun fyrir æðarann- sóknir enda verið keypt til þess í upphafi. Órn Smári yfirlæknir bjóst við að tækin yrðu sett á endanum upp í gamla húsnæðinu þrátt fyrir þrengslin. Hann sagði að þetta mál væri hluti af þeirri fjárþörf sem stæði uppbyggingu sjúkra- húsa hér á landi fyrir þrifum á sama tíma sem uppbygging á verslunarhúsnæði blómstraði og vildi hann kenna stefnunni í efna- hagsmálum þar um. -grh eldrum nemenda er líka ámælis- vert. Hann beinlínis gefur þá yfir- lýsingu opinberlega að þeirra álit skipti hann engu máli, sagði Kári Arnórsson skólastjóri Fossvogs- skóla. Menntamálaráðherra sagði að einmitt hin faglegu sjónarmið hefðu ráðið ferðinni í setningu þessarar stöðu. - f grunnskóla- lögunum er gert ráð fyrir því að leitað sé álits fræðsluráðs á hæfni umsækjenda, og sem kunnugt er mæltu 4 af 5 meðlimum ráðsins með Sjöfn. Ég tel að þessi niður- staða í fræðsluráði hafi verið byggð á faglegu mati. Kári sagði það engum vafa undirorpið að Daníel hafi meiri menntun og starfsreynslu á sviði grunnskólastarfs,- Mð má vel vera að Sjöfn hafi víðtæka al- menna menntun en það sem hér skiptir máli er menntun hennar, þekking og reynsla á sviði grunn- skóla, en hún hefur ekki kennt við grunnskóla sl. 13 ár. Mð sem réði afstöðu fræðsluráðs er það að Daníel hefur ekki réttan pólit- ískan lit, sagði Kári. - Pólitísk sjónarmið koma þessu máli ekkert við og ef hægt er að tala um pólitíska andstæð- inga þá er Daníel síður en svo meiri pólitískur andstæðingur minn en Sjöfn, sagði Birgir. Foreldrafélag Ölduselsskóla hélt fund um skólastjóramálið í gærkvöldi. Fundi var ekki lokið er blaðið fór í prentun. -*Þ Fimmtudagur 9. júnf 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Höfn Samiðáská við lögin Björn Grétar Sveins- son, Höfn: Tókst ekki að Ijúka samn- ingumfyrir bráða- birgðalög. Samið á ská við lögin Samningar um kaup og kjör starfsmanna í nýju gaffalbita- verksmiðjunni á Höfn voru undirritaðir í fyrrakvöld. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, var samningsgerð- in vel á veg komin fyrir gildistöku bráðabirgðalaganna, en - vegna tæknilegra örðugleika var ekki unnt að ljúka þeim á tilsettum tima. Björn sagði að um væri að ræða sk. premíusamning, en hann vildi ekki tjá sig að svo stöddu frekar efnislega um samninginn. - Eigum við ekki að segja að samið hafi verið á ská við bráða- birgðalögin. í samningnum er miðað við að fólk beri eitthvað úr býtum miðað við ákveðna fram- leiðni, sagði Björn, en samkvæmt heimildum blaðsins felast all nokkru meiri hækkanir í samn- ingnum en bráðabirgðalögin kveða á að verkalýðsfélögunum sé heimilt að semja um. Samningurinn tekur til um 15 til 20 starfsmanna gaffalbita- verksmiðjunnar. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á stærsta hlutinn í fyrirtækinu. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.