Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Hver ber ábyrgðina? Hinn 14. apríl á síðasta ári var haldin gríðarleg veisla suður með sjó. Þar voru samankomnir þrjú þúsund gestir og drukku kampavín undir fíkjutrjám í beinni sjónvarpsútsendingu; pótin- tátar stigu í prédikunarstól og þjóðin varð glöð í hjarta. Henni hafði nefnilega verið gefið andlit, sem lengi hafði vantað fram- aná hana, og nú loksins var hún blessunin orðin boðleg í alþjóðaveislu nútímasamgangna. Þá var einmitt tekin í notkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, og ekki var betur vitað en að kaninn, utan- ríkisráðherrar Sjálfstæðisflokksins og hin fjölmenna bygging- arnefnd hefðu unnnið í sameiningu mikið verk og snjallt, enda voru þessari heilögu þrenningu flutt mörg þakkarávörp, bæði í veislunni miklu og með auglýsingum frá Sjálfstæðisflokknum vikurnar á eftir. Nú er að hálfu búið að setja byggingarnefndina af með því að sérstökum starfshópi tveggja ráðuneyta hafa verið falin öll völd. Núverandi fjármálaráðherra á heiður skilinn fyrir að hafa notað þaðtækifæri sem gafst í hjöktandi stjórnarsamstarfi til að vekja enn einu sinni athygli á ömurleika þeirra Pótemkíntjalda sem reist voru suðrá Velli þennan apríldag í fyrra. Hann hefur hingaðtil neitað að borga 120 miljón króna reikning frá utan- ríkisráðuneytinu umfram fjárlagaheimild og þæfast málin nú í ráðuneytanefnd. Þessar 120 miljónir eru auðvitað smotterí, og fyrst og fremst táknrænar fyrir þá tröllauknu dollaraveislu og það ævintýralega bruðl sem staðið hefur síðustu misserin í kringum bygginguna. Og 120 miljónirnar geta einnig gefið mönum litla hugmynd um þann hagnað sem einstakir verktakar hafa haft af Leifshús- inu vegna óstjórnar og heimsku þeirra sem um áttu að véla, - eða kannski slægðar og samábyrgðar? Þegar fyrstu áætlanir um flugstöðina voru lagðar fram var gagnrýni á þær einkum tvennskonar. Annarsvegar þótti bæði óráðlegt og ósmekklegt að íslendingar byggðu sér alþjóðaflug- stöð sem jafnframt væri eitt af hernaðarmannvirkjum Banda- ríkjahers. I öðru lagi töldu margir að flugstöðin væri óþarflega íburðarmikil af umferðarmiðstöð að vera, og kynnu fjármunir íslenskra skattborgara að vera betur niður komnir annarsstað- ar. Þá var um það rætt að úr ríkissjóði kæmu 25 miljónir Banda- ríkjadala á móti 20 miljónum dollara að vestan, en sú fjársend- ing var síðan notuð sem ein helsta röksemd fyrir bráðnauðsyn- legum fjáraustri héðan sem allra fyrst. Lokaniðurstöður urðu þær eftir kosningar í fyrra að flugstöð- in kostaði um 70 miljónir dollara. Úr ríkissjóði komu 50 miljónir, helmingi meira en áætlað var. Og enn er ekki allt talið einsog deilan um aukareikningana sýnir. Það bætir ekki úr að sögur berast sífellt um hönnunargalla og missmíði á byggingunni, að aðstaða flugfélaga og ýmissar verslunar er keypt svimhárri leigu, að flugfarþegum sjálfum er gert að greiða sérstakan skatt fyrir herlegheitin, að framtíðarút- lit í flugrekstri er nú orðið allt annað en skammsýnir áætlendur gerðu ráð fyrir. Það er auðvitað neyðarlegt fyrir Steingrím Hermannsson núverandi utanríkisráðherra að eiga nú hlut að því að taka loksins völdin af byggingarnefndinni, eftir að hafa hvítþvegið bæði hana og fyrirrennara sína, þá Matthías Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson þegar málið kom upp í þinginu í vetur. Og eiga menn nú eftir að sjá hvort ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson þora að segja bé eftir hikandi a; hvort þeir þora að svara spurningunni um pólit- íska ábyrgð. -m Kjarabaráttan í nýútkominni Veru er mikið fjallað um kjaramál og kemur ekki á óvart að áherslan er þar einkum lögð á kaup og kjör kvenna. Mar- grét Guðmundsdóttir hefur komist í gamlar dagbækur á handritadeild Landsbókas- afnsins. Höfundurinn er Elka Björnsdóttir sem fædd- ist að Reykjum í Lundar- reykjadal 1881 og vann lengst af ýmiss konar verka- mannavinnu, aðallegaí Reykjavík. Imaí 1915 vann Elka við að vaska fisk hjá Kveldúlfi og fékk 25 aura á tímann. Vinnutíminn var frá 7 á morgnana til 6 á kvöldin. Þann 20. maí kaupir hún sér ódýra skó hj á Lárusi, lága og þýða, og kostuðu þeir 6,90 eða tæplega 28 tíma vinnulaun. En í júní þetta ár lendir Elka í törn. Það er verið að landa úr Skalla-Grími, ein- um af Kveldúlfstogurunum. Flestir hafnarverkamenn við Reykjavíkurhöfn voru þá konur eins og sj á má af frægri mynd Muggs af kola- kerlingum. En gefum Elku orðið: Ekki ber hesturinn það sem eg ber „Ég hefi verið að vinna núna í 3 daga samfleytt, vor- um að bera upp úr Skalla- grfmi... Ekki ber hesturinn það sem ég ber, fiskurinn var samt heldur góður. Við byrjuðum kl. rúmlega 3 í gær og enduðum kl. hálf átta í morgún, veðrið var unaðs- legt... Ég var alltaf að stafla inni, á svo bágt með að bera, handleggir og fætur lélegir. Við fengum að skreppa heim í gærkveldi á víxl, sem vildumí hálftíma ki. 6; ég varnál. 15mínúturfrá, gleypti í mig skyrhræring... Eg hefi ekkert verið syfjuð. Ég fór heim í morgun og var frá í einn og hálfan tíma, hefi svo unnið í aílan dag. “ En það var ekki alltaf næg atvinna. Níu síðustu æviárin var Elka heilsulaus og gekk þá oft illa að fá launavinnu. í ágúst 1916 skrifar hún í dag- bók sína: „Ég fór á mánudaginn til Kveldúlfsmanna og hitti Árna (Jónsson) verkstjóra (í Melshúsum). Mérvarstrax vísað frá, ekkert handa mér að gera fyrst ég gat ekki þvegið. Eg hafði þó ekki skap til að kvarta og kveina og fór orðalaust þótt nærri lægi að út í ry nni fy rir mér. “ Töluðu hver upp í aðra Elka hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum á vegum verkalýðshreyfingarinnar og í febrúar 1916 segir hún fráfundi íBárubúð. „í fyrradag kom Jónína (Jónatansdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar) og bað mig að mæta ásamt þeim hinum úr stjórn Framsóknar á fundi sem stjórnir nokkurra kvenfélaga héldu með sér í Bárubúð kl. 5 til aðræðaum mjólkurmálið. Ég fór; voru þar komnar konur margar, og fáar af alþýðustétt. Hvað ætli verði um mig innan um allar þessar frúr, sagði ég við sjálfa mig. Samt sem áður var ég ekkert feimin. Mér fannst ekki heldur hátíð- leikablær yfir fundinum ... og ekki hefði það þótt veg- legt ef hj á ómenntuðum verkakonum hefði verið. Þessar göfugu frúr töluðu hver upp í aðra svo ekki heyrðist nema orð og orð af því sem ræðukonur voru að segja og hver af annarri ruku af fundi án þess nokkur úr- slit yrðu og var með naum- indum hægt að halda sumum eftir meðan valin var nefnd til aðíhuga málið.“ Tilgangslausir taxtar í þessari sömu Veru er viðtal við Guðrúnu E. Ól- afsdótturformann Verka- kvennafélags Keflavíkur. Hjá því félagi hefur það helst borið til tíðinda að ákveðið hefur verið að sam- einast Verkalýðs- og sjó- mannafélaginu. Á síðasta aðalfundi verkakvennafé- lagsins var samþykkt að taka upp viðræður við karlana og telur Guðrún að kveikjan að hugmyndinni sé sú umræða sem farið hefur fram um breytt skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar, skipulag sem tæki einkum mið af atvinnugreinum. í viðtalinu er nokkuð tal- að um lægstu laun og vöng- um velt yfir því fólki sem verður að láta sér lynda lág- taxtalaunin og fær ekkert ofan á þau laun, hvorki upp- bót, premíu, bónus né yfir- borgun. Guðrún E. Ólafs- dóttir hefur eftirfarandfi söguað segja: „Ég get nefnt ykkur dæmi um það. Sjöstjarnan, sem var stærsta fiskvinnslustöðin hér, fórá hausinn íhaust. Þar var unnið í bónus. Kon- urnar, sem hafa unnið þar, hafa farið í bónuslaus hús og þær segja að þetta sé allt annað líf. Þær munu aldrei fara í bónus aftur. “ Þegar Guðrún er spurð hvort þær verði þá ekki að láta sér lynda laun sam- kvæmt lágum töxtum, segir hún: „Nei, þær sem ekki eru í bónus fá greitt álag ofan á taxtakaupið ... Við skulum bara gera okkur grein fyrir því að það vinnur enginn á þessum lágu töxtum. Fólk er yfirleitt með um 60-70 þús- und á mánuði fyrri 8 tíma vinnudag.“ Því miður kemur ekki fram í þessu viðtali hvers vegna verið er að eyða orku í að semj a um launataxta sem ekki eru notaðir. Jóhanna mæðist í mörgu Síðar í viðtalinu segir Guðrún: „Já, það ætti að setja allt sem heitir álag inn í sjálft kaupið því þá kæmi í ljós hverjir eru raunverulega á lágmarkslaunum. Égert.d. alveg sannfærð um að þá sæ- ist að það eru saumakonur sem eru lægstlaunaði hópur- inn í samfélaginu. f dag tala margir karlar um að þeir séu á lágmarkslaunum þó þeir séu kannski með 100 þúsund í útborguð laun. Ég held við værum mun betur sett í launamálum ef það hefði verið samþykkt árið 1978 að gera launakönnun í landinu eins og Jóhanna Sigurðar- dóttir og Karl Steinar Guðnason lögðu til á al- þingi.“ Spyrillinn getur ekki stillt sig um að láta í ljós undrun á því að þau skuli þá ekki láta gera þetta núna þegar Al- þýðuflokkurinn á aðild að ríkisstjórn. En Guðrún kann skýringar á því. „Jóhanna hefur nú haft svo mikið að gera í sínu ráðuneyti.“ ÓP þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Eiías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. SkrifstofustjórhJóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. '4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.