Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 7
Sveitarfélögin Fjárhagsstaðan afleit Þórður Skúlason, Hvammstanga: Fjárhagsstaða sveitarfélaga á lands- byggðinni víða afleit. Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði: Lands- byggðin verður að taka málin í sínar hendur tíf&ytewl Af Lífi og landi Fjárhagsstaða sveitarsjóðs er afleit, eins og reyndar margra annarra sveitarfélaga úti á lands- byggðinni, sagði Þórður Skúla- son sveitarstjóri á Hvammstanga, í samtali við Þjóðviljann um um- kvartanir sveitarstjórnarmanna um sérlega bága fjárhagsstöðu sveitarfélaga um þessar mundir, en fyrirsjánaiegt er að fram- kvæmdir á vegum sveitarfélag- anna verða mun minni í sumar en verið hefur að öðru jöfnu. - Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir, þó lengi geti vont versnað. Ástæðurnar eru fjölmargar og hafa lengi verið fyrir hendi, sagði Þórður og nefndi í því sambandi að tekjustofnar sveitarfélaga nýt- ast misjafnlega, fasteignamat er lágt víða út á landi, aðstöðugjöld fyrirtækja í frumframleiðslu- greinunum eru helmingi lægri en á sviði þjónustu og verslunar, auk þess sem kostnaður vegna allra framkvæmda væri meiri út á landi en á höfuðborgarsvæðinu. - Vissulega er staðan bágbor- in. En það þýðir ekkert að vera sífellt með þennan vælutón, það er alltaf verið að gera meiri og meiri kröfur og fólk gerir sér bara ekki grein fyrir hvað velmegunin er orðin mikil. Við hér úti á landsbyggðinni höfum kvartað mikið yfir aðstöðuleysi okkar og krafist úrbóta en þetta breytist ekkert með eintómum kvörtun- um ,við verðum bara að taka mál- in í okkar hendur sjálf, sagði Þor- valdur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Magnús E. Guðjónsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, sagði að mjög erfitt væri að segja til um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna á þessari stundu. Ljóst væri að staðan er mjög misjöfn milli sveitarfélaga og lflclega kæmi staðgreiðslukerfi skatta heldur hagstæðara út fyrir sveitarfélögin í dreyfbýli heldur en þéttbýli. - Það fer þó vitan- lega að nokkru eftir því hve há útsvarsprósentan var áður, sagði Magnús. A sínum tíma mótmæltu sveitarfélögin ákvörðun ráðherra um útsvarsprósentuna, 6.7%, sem þau töldu of lága. í því sam- bandi bentu þau á óvissuna um hvernig staðgreiðslukerfið ætti eftir að koma út fyrir hin ýmsu sveitarfélög auk þess sem kerfis- breytingin hefur það í för með sér að á þessu ári verða aðeins inn- heimtir skattar af tekjum 11 mán- aða. -iþ Umhverfissamtökin Líf og land héldu aðalfund þann 15. fyrra mánaðar. í skýrslu for- manns kom fram að hápunktur- inn í starfi Lífs og lands á liðnu ári var ráðstefna um gróðureyðingu og landgræðslu, sem haldin var undir kjörorðinu: „Sjá nú hvað eg er beinaber...", við góðan orðstír. Starfið í vetur hefur eink- um beinst að því að fylgja því máli eftir gagnvart almenningi og yfirvöldum. Áfram verður haldið að þrýsta á um aðgerðir. Miklar umræður urðu á fund- inum um ýmis brýn verkefni í um- hverfismálum. Samþykkt var að beita sér fyrir ráðstefnu um endurvinnslu úrgangsefna. Skúli Ingimundarson viðskiptafræð- ingur reifaði það mál í stuttu er- indi. í stjórn umhverfissamtakanna Líf og land eru nú þessir menn: Herdís Þorvaldsdóttir formaður, Hróbjartur Hróbjartsson ritari, Daníel Gestsson gjaldkeri, Bryndís Schram, Hilmar Þór Björnsson og Skúli Ingimundar- son meðstjórnendur. Gegn bráðabirgðalögum hesta. Fjárhús leigði Jón af Stef- áni Gunnlaugssyni föður Guð- mundar Árna Stefánssonar nú- verandi bæjarstjóra í Hafnar- firði. Var fjárhúsið bak við gamla Skátaheimilið í bænum. En alltaf blundaði bóndinn í Jóni og í byrjun júní 1967 flytur hann ásamt fjölskyldu sinni að Veðrará Ytri í Önundarfirði. Þá jörð hafði hann keypt eftir að Guðmundur bóndi hafði látist þar af slysförum. Frá Veðrará flytja þau 1979 til Bolungarvíkur og búa þar í tæpt ár og flytja þaðan að Veðrará aft- ur og svo til Flateyrar 1981. Þar hafa þau búið síðan. Alla tíð var Jón á kafi í fél- agsmálastússi. Hann endurreisti Héraðssamband Vestur-ísfirð- inga ásamt Bergi á Felli í Dýra- firði 1971 og alla tíð síðan var hann stoð og stytta HVÍ og er þar nú skarð fyrir skildi. Jón hefur fengist við margt um dagana. Hann var lögregluþjónn í Vestur-ísafjarðarsýslu frá 1972. Jón skopaðist oft með að hann hefði bréf frá sýslumanni upp á það að hafa verið lögregluþjónn frá 1872 og mun það vera rétt, því prentvilla mun hafa verið í skip- unarbréfinu. Jón var ávallt mikill vinur lítilmagnans og þráði heitt að láta eitthvað gott af sér leiða í þágu fjöldans. Nýlega var hann kosinn formaður verkalýðsfé- lagsins Skjaldar á Flateyri og mun hans rúm vandskipað nú. Jón og Margrét eignuðust sex mannvænleg börn: Þórunni (f. 1957), Jóhannes (f. 1958), Hönnu Birnu (f. 1962), Hjördísi (f. 1964), Guðrúnu (f. 1970) og Stefán Steinar (f. 1974) og slapp hann naumlega úr bflslysinu, en hann var með föður sínum örlagadaginn. Jón og Margrét ólu upp son Hönnu Birnu, Pálma Sturluson, og kallaði hann þau foreldra sína. Hann er nú sex ára og tóku þau hann til sín níu mán- aða gamlan. Ég vil þakka Jóni samferðina og fyrir hönd Vestfirðings þakka honum ótalin spor við öflun og innheimtu auglýsinga á Flateyri. Enn fremur sporin við að dreifa blaðinu í hvert hús og segi ég að Jón hafi verið burðarás starfs sós- íalista í Önundarfirði og skarð hans vandfyllt. Við Margréti og börnin vil ég segja þetta: Þið horfið á bak ástkærum vini og saknið hans sárt, en munið að lífið heldur áfram sinn gang þrátt fyrir það. Góður drengur er allur. Ég votta ykkur samúð mína. Gísli Hjartarson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vorráðstefna á Hallormsstað Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð- stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram- söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní: Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13: Ávarp í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður. Ráðstefnuslit kl. 18. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397, Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferðin 1988 Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugar- daginn 2. júlí Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí. Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu- slóðir séra Árna Þórarinssonar. Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d. komið í Straumfjörðinn? Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og skemmtilega ferð. Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Reykjavík Opnir fundur á Austurlandi , Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi sem hér greinir: Á Bakkafirði í félagsheimilinu sunnudagin 12. júní kl. 20.30. Á Vopnafirði í Austurborg mánudaginn 13. júní kl. 20.30. Á Egilsstöðum í Samkvæmispáfanum Fellabæ þriðjudaginn 14. júní , kl. 20.30. Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu, miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30. Á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30. Á Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30. Á fundunum verður rætt um heimamál, stöðu þjóðmálanna og störf Alþing- is. Allir velkomnir - Alþýðubandalagið Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrir um 80 manns. Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fúllt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. fþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið. Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar mótmælir harðlega setningu bráðabirgðalaganna 20. maí sl. þar sem samningsréttur verkalýðsfélaganna er skertur í annað sinn á aðeins fimm árum. Stjórnin telur að sá samstarfsvilji sem launþegar hafa sýnt til að stuðla að uppbyggingu stöðugleika í efnahagslífinu með hóflegum launahækkunum, hafi verið forsmáður með stjórnleysi yfirvalda. Stjórnin hvetur alla launþega til samstöðu í baráttu fyrir endurheimt óskoraðs samningsréttar. atvinnulífi Erindi af ráðstefnu Jafnréttisráðs eru komin út á samnefndri bók. Meðal þeirra erinda sem eru í bókinni má nefna „Yfirlitserindi um verkaskiptingu kynjanna í ýmsum þjóðfélögum" eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðing, „Konur og vinna“ eftir Stefaníu Traustadóttur félagsfræðing, „Ekkert er helst að frétta af konum á vinnumarkaði" eftir Sigrúnu Stefánsdóttur fjölmiðlafræðing og „Fara hagsmunir kvenna og hagsmunir atvinnulífsins saman?“ eftir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. Gunnar M. Hansson fjallar um hvað fyrirtækin geti gert til að fjölga konum í ábyrgðarstöðum, Valgerður H. Bjarnadóttir fjallar um konur í tækni- og iðngreinum, Gyðný Guðbjörnsdóttir fjallar um menntun kvenna,Gerður G. Óskarsdóttir um konur og náms- og starfsfræðslu og Vilborg Harðardóttir um hvort 3. gr. jafnréttislaganna sé fær leið. Ritið er 83 blaðsíður og fæst keypt hj á J afnréttisráði, Laugavegi 118. Nýtt aðalskipulag Seifoss Nýtt aðalskipulag fyrir Selfosskaupstað fyrir tímabilið 1987-2007 hefur verið lagt fram til kynningar. Bæjarbúum gefst kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir 24. þessa mánað- ar. Að öðrum kosti teljast þeir samþykkir henni. Með skipulagstillögunni fýlgir mikil greinargerð uppá 64 síður, þar sem greint er frá stóru sem smáu í tillögum að skipulaginu. SL með nýja söluskrifstofu Samvinnuferðir-Landsýn hafa opnað nýja söluskrifstofu í Reykja- vík að Suðurlandsbraut 18. Þar geta þeir sem hug hafa á og auraráð til að leggjast í víking, fengið allar upplýsingar um ferðir innanlands sem utan og afgreidda farmiða. Djúpivogur - enn leitað Enn hefur leit að manninum sem féll útbyrðis af gúmbáti á laugar- dagskvöld, á milli Djúpavogs og Þvottáreyja, engan árangur borið. Fjörur hafa verið gengnar, leitað úr flugvélum og Hamarsfjörður slæddur. Allt að 100 manns hafa tekið þátt í leitinni. Áformað er að ganga fjörur áfram og slæða fjörðinn. 5. mars sl. „Konur og atvinnulíf1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.