Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 9
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Leiklist Tilbrigdi við stef Andrés Sigurvinsson: En allt íeinu snarkveikti ég á spennandi hug- myndsem lykli að verkinu. Efég vœriþúerþrjú tilbrigði við sama stefið í kvöld verður önnur af tveimur forsýningum á leikriti Þorvarðs Helgasonar, Ef ég væri þú á litla sviði Þjóðleikhússins. Forsýningarnar eru í tilefni Lista- hátíðar, en leikritið verður frum- sýnt í haust, í byrjun næsta leikárs hjá Þjóðleikhúsinu. Ef ég væri þú, var upphaflega fjórir einþáttungar undir samheitinu Kvennafár, en er nú leikið í nýrri útgáfu Andrésar Sigurvinssonar leikstjóra og annarra aðstand- enda sýningarinnar. Andrés kvaðst ekki vita fyrir víst hvers vegna þetta leikrit en ekki eitthvert annað hefði orðið fyrir valinu sem annað af Lista- hátíðarleikritum Þjóðleikhúss- ins. - Kannski til að veita sex leikkonum atvinnu, segir hann. Ég bara veit það ekki. Var í vafa Þú hefur ekki sótt um að fá að setja þetta leikrit upp hjá Þjóðleik- húsinu? - Nei, mér var boðið þetta verkefni. Þorvarður bað um að ég yrði leikstjóri verksins, og ég sem lausráðinn leikari og leik- stjóri hef ekki efni á að neita þeg- ar mér býðst að vinna við æðstu leiklistarstofnun landsins og öðl- ast þar með þá dýrmætu reynslu sem maður fær vissulega við það að vinna með þrautþjálfuðum listamönnum eins og eru í þessari sýningu. - í byrjun var ég reyndar í vafa um hvort þetta væri verkefni fyrir mig, því þó það væri erfitt að neita atvinnutilboðinu og því sem því fylgir, þá er ver af stað farið en heima setið ef maður hefur ekki trú á því sem maður er að gera. En allt í einu snarkveikti ég á spennandi hugmynd sem lykli að verkinu, og ákvað að taka til- boðinu. Sem stendur á þessi sýn- ing hug minn allan, og vel það. „Dansaðirðu ekki lengi í þessum kjól?“. Bríet Héðinsdóttir og Þór- dís Arnlaugsdóttir. Hugsað sem málverk Nú breyttuð þið nafninu á leikritinu. Hverjar voru ástœðurn- ar fyrir því? - Hvað þýðir kvennafár? Hvaða fyrirbrigði er það? Mér fannst nafnið einfaldlega vera út í hött og vinna á móti því sem ég sá í stykkinu. Þegar við fórum svo að kynnast því betur í gegnum vinnuna kom upp þetta nafn, Ef ég væri þú. Og þá þessi áhersla á Ef. Þetta er það sem fólk segir svo oft. Ef ég væri þú... Ef ég hefði... Ef heimurinn... Ef þú..., og svo framvegis. Þetta er nafn sem vísar beinlínis í þessi tilbrigði við stef sem mér finnst leikritið vera. Hvernig hafið þið breytt verk- inu? - Þetta eru upphaflega fjórir einþáttungar, sem allir snúast um tvær konur og samskipti þeirra. Við fórum að sjá þessa fjóra þætti sem tilbrigði við stef, eins og ég minntist á áðan, eiginlega hugsa ég sýninguna sem málverk, þar sem tónlistin og ljósin eru pensill- inn. - Frá byrjun vorum við ákveð- in í að halda öllum möguleikum opnum og hafa alla mögulega starfsmenn við sýninguna virka, þannig að leikur, ljós, tónlist og búningar hafa þróast nokkurn veginn samtímis. Utkoman varð þrjár myndir, þrír þættir, sem eru tengdir saman með milliköflum, sem eru unnir úr einum einþátt- ungum alveg eins og for- og eftir- málinn. Sýningin er þannig ein heild, sem tekur um hálfan annan tíma í flutningi, og leikkonurnar eru allan tímann á sviðinu. Hver þáttur snýst um tvær þeirra, en hinar eru í kringum þær sem hliðarmyndir, allan tímann. Gott fólk og þolinmótt - Við vorum mjög heppin að fá tækifæri til að vinna sýninguna á þennan hátt, að geta gefið okkur nógu rúman tíma til að öll atriði hennar fengju að þróast á svipuð- um tíma. Slíkt er hreint ekki alltaf mögulegt í leikhúsi af þeirri stærðargráðu sem Þjóðleikhúsið er. Og þetta hefur ekkert farið úr böndunum - svoleiðis, því að allir voru strax tilbúnir til að fara þessa leið við úrvinnsluna á verk- inu, og það þrátt fyrir að það sé mikið álag á starfsmönnum leikhússins við að undirbúa þrjár frumsýningar samtímis. - Ég er líka svo heppinn að vera með mjög gott fólk og þolin- mótt með mér. Til dæmis finnst mér Gunna Sigga sem sér um leikmynd og búninga, oft vera aðal. Við höfum átt mikla og góða samvinnu alveg frá upphafi, snúist í ótal hringi og alltaf gripið eitthvað nothæft í hverri hring- ferð (Halifax...), hent og breytt. Já, allir þolinmóðir, og aðstoðar- maður minn G. Margrét Óskars- dóttir elskar mig, - og ég hana. Frumskógur af orðum Er eitthvað sérstakt öðru fremur sem þú hefur gengið út frá við vinnuna? - Margt! Til dæmis setningum eins og þessari: „Að lifa - er að gera það sem er nauðsynlegt án þess að vera háður því sem maður er að gera - þú deyrð af því annað er óhjákvæmilegt - en æðrastu ekki fyrir því. Láttu dauðann ekki koma of nálægt þér, hann skiptir ekki máli.“ - Það má segja um þetta leikrit að það sé eins og frumskógur, - frum- skógur af orðum. Þessi orð raðast upp í setningar og samræður, þau hafa öll sínar eigin forsendur, á- kveðna persónu á bak við sig, með sín séreinkenni, og þar skipta hliðarpersónurnar miklu máli, ef til vill til að draga fram aukaeinkenni á aðalpersónun- um. En eins og þú veist getur maður líka fengið of mikið af orð- um. Oft detta mér í hug orð Gríms vinar míns í Kaldaljósi Vigdísar Grímsdóttur: Örð trufla. Og það finnst mér Holla (Þorvarði) takast að sýna okkur í gegnum sumar persónurnar. Ef ég væri þú, verður sýnt tvisvar á Listahátíð, í kvöld og á föstudagskvöldið. Leikendur eru Bríet Héðinsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Þórdís Arnljótsdóttir og María Ellingsen, en þær tvær síðastnefndu leika nú sín fyrstu hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir hannaði leikmynd og búninga, tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmarsson, og lýsingin eftir Ás- mund Karlsson. Aðstoðarmaður og hvíslari er G. Margrét Óskars- dóttir og Auður Bjarnadóttir að- stoðaði við hreyfingar. LG „Ha, er þetta í tísku?" María Ellingsen og Þóra Friðriksdóttir. Fimmtudagur 9. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfeA j9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.