Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Frakkland Mitterrand í slaginn Forsetinn varar við hægri öfgamönnum. Þjóðernissinnar fá lykilinn að Marseille. Sósialistum spáð naumum meirihluta Francois Mitterrand skoraði á kjósendur að styðja frelsi, jafnræði og virðingu fyrir öðru fólki.„Þetta þrennt er hornsteinn franska lýðveldisins. Það er skylda mín að vara franskar kon- ur og karla við öllum kosninga- bandalögum sem virða ekki þessi grundvallaratriði okkar samfé- lags,“ sagði Mitterrand í gær. Fyrir seinni umferð kosning- anna í Frakklandi hafa sósíalistar og kommúnistar annars vegar og kosningabandalag hægri- og miðjuflokkanna hins vegar gert með sér samkomulag til að fá eins marga fulltrúa inn á þingið og hægt er. Hægri flokkarnir náðu samkomulagi við Le Pen, foring- ja National Front, fyrst og fremst vegna þess að hann reynir nú að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að flokkur sinn missi alveg þau 32 þingsæti sem hann hafði á franska þinginu. Líklegt er talið að með þessu móti sé 2-3 þingsæ- tum bjargað fyrir flokkinn. Frambjóðendur sósíalista saka hægra kosningabandalagið (RPR og UDF) um að hafa selt sálu sína djáflinum. Víst er að með þessu hafa hægri flokkarnir afhent .Nat- iönal Front lykilinn að. hafnar- borginni Marseille og það þýðir -að hinir fjölmörgu innflytjendur þar um slóðir, flestir arabar, eiga ekki von á góðu. Sósíalistar skora nú á kjósend- ur að flykkja sér að baki forseta landsins, Francois Mitterrand. Kosningaspár gefa til kynna að þeir muni fá nauman meirihluta þingsæta. Kosningabaráttan fram að kjördegi fer því fram með svipuðu sniði og síðustu ára- tugi þ.e. vinstri flokkar á móti hægri. Hin róttæka stefna Le Pens gegn innflytjendum í landinu er nú bendluð við hægra kosningabandalgið og kemur ef til vill vinstri flokkunum til góða. Reuter/-gsv. Francois Mitterrand: Stjórn Rocards þarf góðan meirihluta til að koma Frakklandi aftur á skrið. Friðarhandsal: Sandinistar og Contra-skæruliðar heilsast. Nicaragua Hóta að grípa til vopna á ný Contra-skæruliðar saka Sandinista um að reyna að vinna tíma Fulltrúar deiluaðila voru ekki sammála um hvort áfram miðaði í samningaviðræðum Contra-skæruliðanna við Sand- inistastjórnina í gær og gengu á- sakanir á víxl yfir samningaborð- ið. Þetta er fjór'ða samningalotan þar sem þessar stríðandi fylking- ar landsins reyna að binda endi á borgarastríðið sem geisað hefur í landinu í sjö ár og kostað 50 þús- und manns lífið. Contrarnir saka Sandinistastjórnina um að draga samningana á langinn og reyna þannig að veikja samtök þeirra. Þeir hóta að rjúfa vopnahléð sem nú hefur verið í gildi frá 1. apríl ef sandinistar samþykki ekki kröfur þeirra um breytingar í lýðræðis- átt* Fulltrúi stjórnvalda sagði hins vegar á fréttamannafundi í gær að eitthvað hefði þokast í samkomu- lagsátt og tryggingar fyrir því að lýðræði yrði komið á í landinu væru í sjónmáli. Contrarnir vilja fá tryggingar fyrir því að stjórnvöld landsins muni beita sér fyrir auknu lýðræði allt að 60 dögum áður en þeir afvopnast. Sandinistar leggja áherslu á að Contrarnir geti ekki verið þátt- takendur í samningaviðræðum um framtíð Nicaraqua nema þeir viðurkenni frið. Talið er, að foringjar Contr- anna séu undir talsverðum þrýst- ingi með að ná samkomulagi við stjórnvöld vegna þess að hernað- arstuðningur bandarísku stjórn- arinnar lætur á sér standa. Eitt er alveg víst, þjóð þessa lands þarf á friðnum að halda. Reuter/-gsv. Miðausturlönd Hussein ræðst að Bandaríkjastjóm Hussein Jórdaníukonungur réðst í gær harkalega að utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum. A neyðarfundi ar- abaríkjanna í Alsír sagði Hussein að Bandaríkjastjórn hefði enga utanríkisstefnu varðandi Mið- austurlönd, aðra en stuðning við ísrael. Konungurinn lýsti yfir stuðningi sínum við það skilyrði alþjóðlegrar ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum að stofnað yrði sjálfstætt ríki Palistínu. Hussein lýsti yfir áhyggjum sínum vegna árangurslausra friðarferða Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna til Mið- austurlanda. „Bandaríkjamenn gera ekkert öðruvísi en nýlega hafi komið til uppþota," sagði Hussein. Hann sagðist skilja hug- myndir Bandaríkjastjórnar um alþjóðlega ráðstefnu þannig að allir aðilar ættu að eiga aðild að henni, líka PLO. -Reuter/-hmp Hussein Jórdaníukonungur. Svíþjóð Baðstrandargestir ekki í hættu Fjölmenn ráðstefna um umhverfisvandamál Nú stendur yfir fjölmenn ráð- stefna sjávarlíftræðinga og sérfræðinga í umhverfismálum í Karlskróna í Svíþjóð. Viðfangs- efni manna þar er hið mikla mengunarslys á hafsvæðunum við Suður-Skandinavíu að und- anförnu eða þörungaplágan eins og það hefur verið kallað í frétt- um. Fram hefur komið á ráðstefn- unni að íbúarnir við strendur við- komandi hafsvæða þurfa ekkert að óttast þörungaleðjuna. „Kenning okkar er sú, að þör- ungarnir framleiði efni við sér- stakar aðstæður sem hafi síðan áhrif á saltjafnvægið í frumum fiska og valdi dauða þeirra. Ef þessi kenning okkar rétt þá er engin hætta á ferðum fyrir strand- gesti á þessum svæðum," sagði Hans Dahlin sænskur sérfræðing- ur á ráðstefnunni. Þá telja sérfræðingarnir lík- Iegt, að lungnasjúkdómur sem herjað hefur á selagerið við strendur Suður-Skandinavíu sé af völdum þörunganna. Dauðar selsskrokka rekur nú daglega upp á strendur Danmerkur, Svíþjóð- ar og Noregs. Að sögn sérfræðinga er þetta alvarlegasta umhverfisslys sem vitað er um á þessu svæði. Hið banvæna efni sem þörungarnir framleiða er afleiðing mengunar af völdum iðnaðar- og landbún- aðarúrgangs (áburðar) sem virð- ist valda því að þörungur þessi bjómstri. Þörungaleðjan virðist ekki valda eins miklum skaða í Eystrasalti eins og í Skagerak, Kattegat og Norðursjó. Talið er að minna saltmagn sjávarins hafi þar eitthvað að segja. Ráðstefnunni í Karlskróna lýk- ur á morgun en hana sækja um 170 vísindamenn frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Sovétríkjun- um, Póllandi, A- og V- Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Belgíu. Reuter/-gsv. Bandaríkin Dukakis vann yfirburðasigur Margir koma tilgreina í varaforsetaembœttið. Dukakis spáð góðum sigri í nóvember að eru mjög margir sem koma til greina og Jessie Jackson er einn þeirra. Eg mun ekki ráða því einn hver verður valinn og sam- komulag um það verður að nást, sagði Mikeal Dukakis eftir að hann hafði borið sigur af and- stæðingi sínum í lokahrinu for- kosninganna. Alls hlaut Dukakis 2124 full- trúa á fulltrúaþing Demókrata- flokksins en Jackson fékk 1009 fulltrúa. Þar með fékk ríksistjór- inn frá Massachusetts 43 fulltrú- um meira en hann þurfti til að hljóta útnefningu flokksins til forsetaframboðs. „Vinir mínir, við þurfum ekki betri draum fyrir þetta land. Við eigum þann besta sem til er. Það sem við þurfum nú er besti forset- inn fyrir ameríska drauminn. Sonur innflytjanda frá Massac- husetts og bíökkumaður sem ólst upp í fátækt í Suður-Karólínu háðu lokaeinvígið um útnefningu Demókrataflokksins. Aðeins í Bandaríkjunum getur þetta gerst og aðeins í Demókrataflokkn- um,“ sagði hinn sigri hrósandi frambjóðandi. Báðir frambjóðendur fóru iofsamlegum orðum um hinn og töldu að kosningabaráttan hefði farið heiðarlega og málefnalega fram. Af yfirlýsingum Jessie Jacksons má ráða að hann telur víst að sér verði boðið varaforset- aembættið. Dukakis var honum ekki sammála og taldi miklu fleiri koma til greina í slaginn með sér um dvölina í Hvíta húsinu. Reuter/-gsv. Fimmtudagur 9. júní 1988 ÞJÖOVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.