Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.06.1988, Blaðsíða 14
Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa stuðn- ingsmenn Vigdísar Finnbogadóttur opnað bæki- stöðvar að Garðastræti 17,3. hæð, og verða þar til aðstoðar við kjósendur alla daga frá kl. 10 til 19. Hjá okkur mun liggja frammi kjörskrá, upplýsing- ar verða veittar um atkvæðagreiðslu erlendis og önnur vafaatriði er kunna að koma upp. Nú gefst þjóðinni tækifæri til að sýna forseta sínum stuðning og þakklæti fyrir framúrskarandi vel unnin störf í þágu lands og þjóðar undanfarin átta ár. í forsvari fyrir stuðningsmenn eru: Svanhildur Halldórsdóttir, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jón Bjarman, (fjölmiðlar) Tómas Zoéga. fP l|l Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkuróskareftirtilboðum fverkið Nesjavallavirkjun-stöðvarhús. Verkið felur í sér frágang lóðar með snjóbræðslu og malbikun o.fl. Undirstöður tækja. Jarðvinna og undirstöður dælustöðvar við Grámel. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 20.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júní kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í sorptunnur úr plasti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. júlí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Halló fóstrur! Okkur krakkana á Sólvöllum í Neskaupstað vant- ar bæði forstöðumann og fóstru til starfa á kom- andi hausti. Heimilið okkar er deildarskipt, ein dagvistardeild og 5 leikskóla- deildir og við erum u.þ.b. 100 talsins. Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur hafðu þá samband við forstöðumann (Höllu) í síma 97- 71485 eða félagsmálastjóra (Sveinborgu) í síma 97-71700. 1. deild Valur færist ofar Unnu Völsunga 1-3 á Húsavík í gœrkvöldi í blíðu og 16 stiga hita tókst Val að leggja Húsvíkinga að velli 1-3 þegar liðið léku saman í gær- kvöldi. Boltinn var mest á miðj- unni og lögðu liðin mest uppúr skyndisóknum sem gaf góða raun. Valur Valsson fékk drauma- færi til að koma Val yfir á upp- hafsmínútunum þegar hann komst einn inn fyrir vörn heima- manna en skaut boltanum í stöng. Stefán Viðarsson svaraði fyrir sína menn skömmu síðar þegar hann stakk sér innfyrir Valsvörnina með Guðna Bergs- son á hælunum en Guðna tókst að pota boltanum frá honum. Á 20. mínútu átti Snævar hörkuskot að marki Vals en Guðmundur markvörður varði vel. Tíu mínút- um síðar komst Guðni í gegnum Húsavíkurvörnina en Þorfinnur markvörður varði vel. Næsta færi var Völsunga kom á 38. mínútu þegar Kristján Olgeirsson fór í gegnum Valsvörnina og Guð- mundur varði enn sem fyrr. Fyrsta markið kom hinsvegar ekki úr stungusendingu heldur renndi Valur Valsson boltanum Augnablik úr Kópavogi er nú komið á topp A-riðils eftir fræk- inn sigur á Árvakri í gærkvöld. Leikið var á Gervigrasinu og lauk leiknum með eins marks sigri Augnabliks, 3-4, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0-2 Augnab- liki í vil. Logi Bergmann Eiðsson, sem Augnabliksmenn höfðu nýverið fest kaup á, og Heiðar Breiðfjörð skoruðu' í fyrri hálfleik en Árvak- ur náði síðan að jafna 2-2. Sigurð- ur Halldórsson skoraði tvö fyrir Augnablik í síðari hálfleik en mörk Árvakurs gerðu Magnús fyrir Sigurjón Kristjánsson sem þrumaði honum í netið án þess að Þorfinnur gæti gert neitt í því 0-1. Snemma í síðari hálfleik jöfn- uðu Völsungar þegar Guðni ætl- aði að senda stuttan bolta á Guð- mund markvörð en Aðalsteinn Aðalsteinsson komst nett inná milli og renndi boltanum í netið 1-1. Valsmenn komust yfir á 65. mínútu þegar þeir áttu skot í vörn Völsungs og boltinn hrökk innfyrir þá þar sem Tryggvi Gunnarsson, sem kom inná sem varamaður skömmu áður, náði honum og renndi í markið 1-2. Kristján Olgeirsson var rekinn útaf með rautt spjald á bakinu. Hann hafði fengið guit í fyrri hálf- leik fyrir kjaftbrúk en þegar dæmt var honum í óhag í þeim síðari þurfti hann að sparka bolt- anum í burtu og fékk því að sjá rautt. Valsmenn juku enn foryst- unna á 70. mínútu þegar Jón Grétar rauk upp kantinn og gaf boltann fyrir mark heimamanna þar sem Tryggvi var vel staðsett- ur og skaut boltanum í markið rétt framhjá fingurgómunum á Þorfinni 1-3. Valur fékk gott færi Jónsson, Snorri Gissurason og Björn Pétursson. Snæfell frá Stykkishólmi kom á óvart með 1-2 sigri á Haukum á Hvaleyrinni. Rafn Rafnsson var hetja Snæfellinga og skoraði bæði mörkin en Kristján Þór Krist- jánsson svaraði fyrir heimamenn. Haukarnir sóttu talsvert í leiknum en tókst ekki að færa sér það í nyt. Þá gerðu Ernir og Ægir jafn- tefli, 1-1, eftir kaflaskiptan leik. Ernir áttu fyrri hálfleik en Ægir þann síðari. Jöfn skipti það. þóm á að auka enn forskotið fimm mínútum síðar þegar sóknar- menn liðsins voru fjórir á móti einum Völsung en Jón Grétar reyndi að skjóta frekar en að gefa á samherjana. Völsungar spiluðu langt undir getu en náðu þó að standa vel í meisturunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari tók Valur sig á og voru með boltann lengst af þó að enginn leikmaður næði að standa uppúr. -öó/ste Húsavík 8.júní Völsungur-Valur............1-3 43. Sigurjón Kristjánsson....0-1 48. Aðalsteinn Aöalsteinsson.1-1 65. T ryggvi Gunnarsson......1-2 70. T ryggvi Gunnarsson......1-3 Spjöld: Völsungarnir Sveinn Freysson gult og Kristján Olgeirsson gult og rautt. Dómari: Eysteinn Guðmundsson Maður leiksins: Tryggvi Gunnarsson Val. -ste Suður-Afríka Ráðist á dómara Óeirðalögregla varð að koma dómaranum Joash Ambani til hjálpar í leik Sunrise frá Maurit- aníu og Mathedje sem er herlið frá Mozambique er liðin áttust við f úrslitum suður-afrísku bik- arkeppninnar í fótbolta. Það voru Mauritanirnir sem eltu dómarann um allan völl og börðu hann eftir að hann hafði dæmt víti á þá. Leikurinn hélt áfram eftir að lögreglan hafði komið kyrrð á, en varð aftur að skerast í leikinn er leikmenn Sunrise neituðu að taka mark á * rangstöðudómi og hótuðu að berja dómarann. Mathedje vann leikinn 5-1 og var þar með fyrsta mósambíska liðið til að komast í úrslit í þessari keppni. -ste 4. deild Augnablik á toppinn Haukar töpuðu á heimavellifyrir Snœfelli NBA-karfa Detroit tók Lakers í bakaríið 1 -0 fyrir Detroit í úrslitakeppni NBA Detroit Pistons lék Los Ange- les Lakers sundur og saman í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA og unnu 105-93. Þetta er í fyrsta sinn frá 1956 sem Detroit kemst í úrslit NBA en Lakers ætla að reyna að halda titlinum frá því í fyrra. Detroit náði strax 8-0 forskoti á fyrstu tveimur mínútunum en Lakers tókst að minnka muninn jafnt og þétt þar til þeir náðu yfir- höndinni 22-21 í fyrsta leikhléi. Detroitmenn sigu aftur fram úr og komust í 35-19 en misstu for- skotið niður 11 stig. Þegar 5 sek- úndur voru til hálfleiks skoraði Bill Liambeer þriggja stiga körfu og skömmu síðar fiskaði Isih Thomas boltann frá Kareem Abdul-Jabber, og náði annarri þriggja stiga körfu sem kom Det- Adrian Dantley brást ekki skot- fimin nema tvisvar gegn Lakers og hitti úr 14 af 16 skotum. Hann var stigahæstur Detroit með 34 stig. roit í 57-40 en það er versta hálf- leiksútreið sem Lakers hafa feng- ið þetta keppnistímabil. Lakers minnkuðu muninn í 65- 57 og munaði þar mest um „Magic“ Johnsson. En Detroit gafst ekki upp og náði aftur góðu forskoti 80-68 í þriðja leikhléi og í lokin gerðist það aftur að Lakers komu muninum í 7 stig þegar mínúta var til leiksloka og Det- roit jók aftur forystuna og vann örugglega 105-93. „Við leikum hvern leik eins og hann sé sá sjöundi," sagði hetja Detroit Pistons Adrian Dantley eftir að en hann hitti í körfuna í 14 skotum af 16 og varð stigahæstur með 34 stig. Liðið lék frábæran varnarleik og Lakers náðu aldrei tökum á hraðaupphlaupum. „Við verðum að taka á öllu okkar í næsta leik og það verður hörku- leikur,“ sagði „Magic“ eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Lakers í úrslitakeppninni og áhorfendur þeirra sem venjulega sjá sína menn rúlla andstæðing- unum upp sátu hljóðir í ieiknum. -ste

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.