Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 10
BYGGINGABLAÐ Sveinn Valfells forstjóri: Öll meðhöndlun steypu á byggingarstað hefur stórbatnað íseinni tíð Steypustöðin hf. við Sævarhöfðann. Staðarvalið á rót sína að rekja til efnisnámanna sem þarna var að finna, en áratugir eru nú síðan þær urðu upp urnar. Mynd: Sig. Steypustoöin hf. varstofnsett árið 1947 og er elsta fyrirtæki sinnartegundar í Evrópu, sagði Sveinn Valfells forstjóri er blaðamaður tók hann tali í fy rri viku: Tækin voru keypt í Bandaríkjunum á sínum tíma, en þar í landi þróaðist sú hug- mynd fyrst að dreifa steinsteypu með bílum frá blöndunarmiðstöð. Þessari verktækni var fyrst beitt er Golden Gate brúin í San Fra- ncisco var byggð árið 1933. Steypustöðin hf. stendur við Sævarhöfðann, en staðarvalið á Húsgögn og innréttingar! —---- Baðherbergis-innréttingar Eldhusinnréttingar Fataskápar úsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 32 Reykjavík - Sími 68 69 00 Selfossi - Sími 99-2000 © Trésmiðja rót sína að rekja til efnisnámanna sem þarna voru. Þegar árið 1956 voru námurnar upp urnar og hef- ur efnistakan síðan farið fram á Kjalarnesinu. Sveinn leiðir get- um að því að bflarnir sem notaðir voru til þessara flutninga séu fyr- irmyndin að samgöngutæki Jó- dínusar Álfbergs, skálds og al- þýðumanns, í Kristnihaldinu eftir Halldór Laxness. Þar er talað um atvinnutæki Jódínusar sem átján hjóla ferlíki og kemur hjólafjöld- inn heim og saman við Kjalarnes- trukkana. Og því skyldi höfundur Kristnihaldsins ekki vel hafa get- að tekið nótís af þessum flikkjum á þjóðveginum á leiðinni heim til sín í Mosfellssveitina áður en bfl- ar urðu algengir? Þrjár stærstu steypustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu eru B.M. Vallá, Ós og Steypustöðin hf. og hefur sú síðastnefnda að vonum lagt til steypuna í ófá þeirra mannvirkja sem teljast í stærri kantinum, og má nefna Háskóla- bíó og Seðlabankabygginguna til marks um það. Sveinn var spurður hvernig eft- irliti með gæðum vörunnar væri háttað, og sagði hann að fyrirtæk- ið ræki eigin rannsóknastofu til að annast slíkt eftirlit. „Þá höfum við gert samning við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins þess efnis að hún fylgist með okk- ar innra eftirliti, og að auki taka þeir 100 sýni árlega á eigin veg- um. Reyndar urðum við fyrstir í greininni til að gera slíkan samn- ing við hana,“ sagði Sveinn. Aðspurður um ábyrgð á steypunni sagði Sveinn að sam- kvæmt lögum næði hún til eins árs, og að þeir hjá fyrirtækinu hefðu ekki séð ástæðu til að breyta því. „En við teljum að steypan eigi að endast í áratugi, jafnvel aldir,“ sagði hann. „Elsta steypta mannvirki sem ég hef haft spurnir af er kennt við Hadrianus Steingerður Ágústsdóttir segir sambýlið við álfana í steininum sem hún situr á vera með ágætum þótt stirðleika hafi gætt í byijun. Mynd: E.ÓI. Steingerður Ágústsdóttir Byggt í nágrenni álfa Erfittaðfá iðnaðarmenn tilstarfa ífyrra vegna mikillarþenslu. Dæmið gengur upp með samhentrifjölskyldu „Við byrjuðum í ágúst í fyrra og hefurgengið allþokkalega síðan. Það var mjög erfitt að fá iðnaðarmenn á þeim tíma vegna þenslunnar og þá sér í lagivegna Kringlunnarog Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Til að mynda missti byggingameistarinn menn sína f rá sér vegna þess að þeim buðust betri laun annars staðar", sagði Steingerður Ágústsdóttir sem er að byggja einbýlishús í Suðurhlíðum Kópavogs ásamtfjölskyldu sinni í samtali við Þjóðviljann. Hús Steingerðar er syðst við Hlíðarhjalla þar í bæ og gegnt húsinu er álfasteinn sem sagður er byggður ljósálfum. Steingerð- ur er ekki í neinum vafa um tilvist álfanna og sagði að á ýmsu hefði gengið í upphafi þegar húsið var að rísa upp af grunninum. Meðal annars brenndist eitt barna henn- ar illa á hendi og ýmislegt annað gerðist sem engin haldbær skýring fékkst á. Fjölskyldan ta- elur þetta því hafa gerst fyrir til- verknaði álfanna sem undu því illa að fá ekki lengur að vera í friði í bústað sínum án yfirgangs mannanna. En í dag er sambýlið með miklum ágætum og sagði Steingerður að fjölskyldan tæki fullt tillit til nágrannanna og væri það gagnkvæmt enda hefði ekk- ert það gerst í seinni tíð sem hægt væri að rekja til þeirra. Aðspurð hvort ekki væri erfitt að standa í nýbyggingum nú til dags svaraði Steingerður að þau hefðu selt húsið sitt strax í byrjun fyrir gott verð og hefði það gengið upp í nýja húsið. Hún sagði að án þeirra peninga hefði dæmið aldrei getað gengið upp. Til að mynda hefðu þau ekki þurft að taka annað lán en lán Húsnæðistofnunar. Einnig hefði fjölskyldan unnið eins mikið í húsinu eins og mögulegt var og reynt að sjá til þess að iðnaðar- mennirnir þyrftu ekki að gera neitt annað en það sem tilheyrði þeirra iðn. -grh 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 keisara í Róm, og mun vera orðið 1800 ára gamalt eða svo. Við vilj- um gjarnan að steypan frá okkur endist jafn lengi! En í þessu sam- bandi skiptir öllu máli að steypan sé tekin réttum tökum á bygging- arstaðnum. Það var mikill mis- brestur á því hér áður fyrr - of mikið vatn var notað, niður- lögnin oft léleg - en öll með- höndlun steypunnar hefur stór- batnað í seinni tíð. Nú erum við líka komnir með flotefni fyrir þá sem vilja þunna, fljótandi steypu, og eins tel ég að þáttaskil hafi orðið í þessum efnum er farið var að bæta kísilrykinu út í fyrir nokkrum árum.“ Sveinn Valfells ásamt Hreini Oddssyni rafvirkjameistara, við einn steypubílinn. Mynd: Sig. Tilbúnar múrUöndur Rétt hráefni í hvert verk Semkfs múrblöndur fyrir fagmenn. Tilbúnar til notkunar. Vant- ar aðeins vatnið. Til múrhúðunar úti og inni. Fást í hámarks- kornastærðum 1 mm og 2 mm. Góðar í múrsprautur og dælur. Múrblöndur í sérhæfð verkefni: POKAMÚR til pokapússunar, bæði úti og inni. Hámarks-kornastærð 0.5 mm. Og RAPPMÚR undir múrhúð, bæði úti og inni. Hámarks-kornastærð 2 mm. Góður til að líma plasteinangrun. Tilvalinn í múrsprautur og dælur. Athugið: Loftblendi er í öllum Semkís múrblöndum. Það tryggir frostþol. MÚRMÉIA i stað kalks Múrméla gerir múrblöndur' þjálli, mýkri og léttari. Minnkar vatns- drægni og hættu á sprungum. Múrméla er þurrkaður, hreinn og fínmalaður skeljasandur sem nota má í allar múrblöndur. Úti og inni. Þú þarft ekki að nota kalk. Og losnar við ryk og óþrifnað. Fæst í öllum byggingarvöruverslunum. HEILDSÖLUDREIFING: SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS SÆVARHÖFÐA 11, 112 REYKJAVÍK. SfMI: 91-83400 MÁNABRAUT 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555 KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355 Steypustöðin hf. Elsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu ARGUS/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.