Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 17
BYGGINGABLAÐ Húsgagnaiðnaður Erfið samkeppni við innfíutning Viðtal við Kristbjörn Árnason formann Sveinafélags húsgagnasmiða Húsgagna-og innréttingaiðnaöur hefur átt undir högg að sækja mörg undanfarin ár vegna gífurlegs innflutnings. Erlend húsgögn hafa svo að segja f lætt inn í landið. Frásíðustu áramótum hafa verið flutt inn milli 700- 800 sófasett svo að dæmi sé tekið. Þráttfyrirþessarað- stæður iðngreinarinnar eru ýmsar bjartar hliðar. í skrif- stofuhúsgögnum ráða inn- lendirframleiðenduralger- legaríkjum, nokkurútflutning- ur hefur átt sér stað og mikil eftirspurn er eftir íslenskum húsgagnasmiðum, bæði inn- anlands og einnig meðal er- lendra hönnuða. Til að fá frek- ari upplýsingar um stöðu greinarinnar sneri blaðið sér til KristbjarnarÁrnasonar, en hann er formaður Sveinafé- lags húsgagnasmiða. Hvað viltu segja um stöðu iðn- greinarinnar í dag? Það má segja, að undanfarin ár hefur íslenskur húsgagna- og innréttingaiðnaður misst stær- stan hluta sk. heimilishúsgagna s.s. borð, stóla, sófasett o.s.frv. Kjarni vandamálsins liggur í því að innflytjandi hér heima getur farið á markað úti og keypt fáein eintök af hverjum hlut, algerlega áhættulaust, á meðan íslenskur framleiðandi verður að framleiða á lager eins og aðrir framleiðend- ur. Viðskiptavinirnir vilja meira að velja úr. Þannig standa fram- leiðendur og innflytjendur ekki jafnt að vígi. Framleiðandinn þarf að fjárfesta í húsnæði og tækjum á meðan innflytjandinn tekur litla sem enga áhættu. 700-800 innflutt sófa- sett frá áramótum Frá áramótum hefur verið flutt inn gífurlegt magn af sófasettum, í kringum 700-800 sett. Þar kem- ur tvennt til. Leðursófasettin eru komin úr tísku og inn í landið flæða sófasett frá Asíulöndum á nánast engum tollum. Þar er þrældómurinn hvað mestur, vinnuaflið hvað ódýrast og kon- um og börnum beitt fyrir vagn- inn. Við getum aldrei staðið undir samkeppni við slíkt. Þess mætti einnig geta, að oft eru innflytjendur að kaupa hluti á einskonar útsölumörkuðum þ.e. hluti á gömlum lagerum sem eru hættir að seljast. Verð á þessum hlutum getur oft farið niður fyrir hráefnisverð. Hvað með gœði þessara hús- gagna? Mikið af hinum innfluttu sófa- settum er í lélegum gæðaflokki og gildir þetta raunar um innflutt húsgögn yfirleitt, þau reynast dýrari þegar upp er staðið vegna lélegra gæða. Umtalsverð aukning hefur orðið á innflutn- ingi innréttinga. Varðandi innréttingar höfum við misst stór verkefni í 439 íbúðir verkamann- abústaðanna í Kópavogi og hjá félagi eldri borgara í Reykjavík. Inn í þetta spilar svo gengisskrán- ingin í vetur, hvað hún hefur ver- ið þessum iðnaði óhagstæð. Niðurgreidd húsgögn á Norðurlöndum sem liður í byggðastefnu stjórnvalda Hvað viltu segja um niðurgreidd húsgögn frá Norðurlöndum? Stjórnmálamenn á Norður- löndum hafa uppgötvað að hús- gagnaiðnaður er hentug atvinnu- grein fyrir hinar dreifðu byggðir. Fyrir nokkrum árum þreifst hér um land allt blómlegur húsgagna og innréttingaiðnaður. Sérstak- lega var þessi starfsemi blómleg á Akureyri. Þessar niðurgreiðslur á innfluttum húsgögnum hafa svo að segja lagt húsgagnaiðnaðinn á landsbyggðinni í rúst. Eru þá engar bjartar hliðar? Jú, vissulega eru margar bjart- ar hliðar. Margar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar útlit og gæði. Gæðakröfur til íslenskrar húsgagnaframleiðslu eru miklu hærri en til innflutningsins. Ýmis- legt er í deiglunni hvað hönnun varðar og hér veltur allt á al- menningi. Hér er um að ræða húsgögn og innréttingar sem byg- gjast á gæðum og fallegu útliti. Þessar vörur er byr j að að fly t j a út úr landinu. í innanlandsmarkaði erum við allsráðandi í sk. skrif- stofulínum. Slík húsgögn þýðir ekkert lengur að flytja inn. Smekkur fólksins Gríðarlegar breytingar í skóla- kerfinu sl. 20 ár, meiri menntun, víðsýni o.s.frv. hafa auðvitað haft sín áhrif á smekkvísi almenn- ings. Húsgögn eru að verða meiri tískuvara. í húsgagnabransanum er talað um að líftími tegundar sé ekki nema 4 ár. Hver er nýjasta tískulínan? Engin ein lína er í gangi í dag. Sk. Memphis-lína var áberandi á síðasta ári og er afar áberandi í verslunarinnréttingum frá þeim tíma. Þetta eru máluð húsgögn, nærbuxnalitir, pastellitir. Við vorum óhressir með þessa stefnu, húsgögnin endast illa og mér finnst þessi stefna endurspegla einhverja gerviveröld. Við leg- gjum áherslu á hluti sem standast kröfur hvað varðar stflbrögð, áferðarfegurð, endingu og gæði. Áhrif tœknibyltingar á húsgagnaiðnaðinn Húsgagnaiðnaðurinn er sú grein sem hefur hvað fyrst ti- leinkað sér tæknibreytingar, en það þýðir stöðugt auknar kröfur til starfsmanna. Þetta þýðir að tölvubyltingin hlýtur að koma inn smátt og smátt. Tölvustýring verður sífellt ódýrari og tekur af okkur verstu verkin. Tæknin ger- ir meiri kröfur til fólksins og fólk þarf meiri kunnáttu til að tileinka sér hana rétt í þágu fram- leiðslunnar. Hvernig lýst þér á framtíð greinarinnar? Tiltölulega vel. Greinin hefur aldrei verið víðfeðmari en nú, allt frá listgrein yfir í hörðustu fjölda- framleiðslu. Unga fólkið sækir í handverkið og þangað sem flest tækifærin bjóðast til að auka tekj- urnar. Með aldrinum færa menn sig inn á önnur svið þar sem tekjuviðmiðunin er ekki einhlít. Stærsta vandamálið í dag er skortur á húsgagnasmiðum, sér- staklega í stóru fjöldaframl- eiðslufyritækjunum. Atvinnu- ástand er mjög gott og framtíðin björt í greininni. Við eigum mjög vel menntaða húsgagnasmiði. Sem dæmi má geta þess að dansk- ir hönnuðir leita æ meira eftir ís- lenskum húsgagnasmiðum og bólstrurum. gjh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Þakrennur úr stáli oq plasti PLASTHÚÐ M.LIT GRUNNUR GALVANHÚÐ VALSAÐ STÁL Er komið að því að setja þakrennur á húsið eða endurnýja þær gömlu? Pakrennur eru sænsk gæðavara og annálaðar fyrir: endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í uppsetningu • fallegt útlit og fjölbreytt litaval • ótrúlega hagstætt verð • sameina kosti stál- og plastrenna en sneiða hjá göllum beggja. BLIKKSMIÐJAN 112 REYKJAVÍK • PÓSTHÓLF 4066 • SÍMl 685699

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.