Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 20
BYGGINGABLAÐ Pípulagningarmaður Starfað í faginu / 25 ár - Ég myndi ekki vilja eiga heimaáNesinu, hér er sífelld nepjaog næðingur. Margirsjá einhverja rómantík við Nesið og því er ekki að neita að hér getur verið ákaf lega fallegt sólarlag á síðkvöldum en ég vil nú heldur búa í Breiðholtinu þar sem ég byggði mitt hús- sjálfur fyrir nokkrum árum, sagði Karl Karlsson pípulagn- ingamaðursem Þjóðviljinn hitti að máli þar sem hann var að vinna ásamt syni sínum við að setja niður skólprör í hús- grunn á Seltjarnarnesinu. Aðspurður um starfið sagði Karl að hann væri búinn að vinna við pípulagnir í 25 ár og ætti sjálf- sagt eftir að vinna við iðnina í önnur 25' ár. - Ég vinn einn í þessu og það er nóg að gera. Sonur minn aðstoðar mig svo þegar þess þarf með.Þetta er þægileg vinna að mörgu leyti, áreiðanlega ekki eins slítandi og margar aðrar iðngreinar auk þess sem oft er hægt að hagræða vinn- unni þannig að útivinnan er unn- in á sumrin en verið inni á vetr- um. Aðbúnaðurinn á byggingar- stöðum er þó atriði sem aldrei hefur verið í góðu lagi og það hafa pípulagningamenn sem aðr- ir iðnaðarmenn þurft að búa við og ekki virðast neinar breytingar væntanlegar í þeim efnum í bráð, sagði Karl. >Þ Feðgarnir Þórir Karlsson og Karl Karlsson við vinnu í húsgrunni á Seltjarnarnesinu. - Mynd grh. KJARVALSSTAÐIR VORU BYGGÐIR ÁRIÐ1968 ÚR GÓÐRI STEYPU Þaö er okkur mikil ánægja að hafa framleitt steypuna í þessa glæsilegu miðstöð lista og menningar. Frá því að Steypustöðin hóf starfsemi sína hefur það verio aðal markmiðið að vinna ao rannsóknum og þróun á steinsteypu til hagsbóta fyrir steypukaupendur. Við vitum hversu mikil- vægt það er að geta tryggt viðskiptavinum okkar aðeins þá bestu steypu sem til er. Rétt efni og öflugt eftirlit tryggja gæðin. STEYPUSTÖÐINi 1/5 < œ O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.